Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 18
HÖFUM VIÐ EFNI
Á PLASTINU?
Eins og fram hefur komið, fela tillögur okkar Kvenna-
framboðskvenna til breytinga á fjárhagsáætlun í sér, að
nokkuö verði skorið á þann sjóð, sem annars er ætlaöur
íþróttunum. Virðist full ástæöa til að færa nokkur rök að
slíkri ráðstöfun.
Nú er þaö síður en svo, að við í Kvennaframboðinu
séunt ekki sammála þeirri skoðun, að hraustur líkaini
geymi heilbrigða sál, að útivera eða heilsurækt stuðli að
betri heilsu og þroski bæði ytri mann og innri. Öllu þessu
erum við sammála. En þótt þannig megi gjarnan taka
undir þær röksemdir, sem einatt eru brúkaðar til að ýta
úr vör fjárframlögum til íþrótta, fer því fjarri, að viö
samþykkjum þann fisk, sem síðan er dreginn upp á disk-
inn og sagður almenningi svo heilsubætandi. Þar þykir
okkur nokkur tvískinnungur á borð borinn.
Þannig dugar lítið að sannfæra okkur um rcttmæti
þess aö leggja gerfigras á Hallarflöt í Laugardal með
þeim rökum, að íþróttir séu almenningi svo hollar og
skemmtilegar. Já, gerfigrasið er okkur stór þyrnir í aug-
um og ekki að ósekju, því í þeirri áætlun kemur líklega
greinilegast fram það verðmætamat, sem lesa má úr fjár-
hagsáætlun þeirri, sem hér er til umræðu. Á meðan
borttin hefur ekki efni á að tryggja börnum sinum örugga
dajtvistun. samfelldan skólatíma eóa betri bókasöfn. er
erfitt að skilja hvers vegna verja þarf tugum milljóna í að
leggja plastvöll undir nokkra knattspyrnumenn. Reykja-
víkurborg hefur ekki efni á að rvðia ttant’stéttir heldur
flæmir alla fótgangandi vegfarendur út á götu í fljúgandi
hálku og dimmviöri, svo þeir eiga fótum sínum fjör aö
launa í umferðinni. Og þá er ekki veriö að tala um óeðli-
legt árferði síöustu daga heldur venjuleg vetrarveður.
Borgin hefur ekki efni á að gera skólagaröa fyrir ungl-
inga vestan lækjar, svo þeir þurfa þess í staö að sækja þá
útiveru langan veg, bttrgin hefur ekki einu sinni efni á að
láta gera skíðahóla í þeim borgarhverfum þar sem ekki
er hægt að renna sér á sleða, hvað þá meira, sökum
flatlendis og livað er þá orðið um áhugann á útivistinni
og heilbrigði íþróttanna? Borgin veröur vegna fjárþurft-
ar að hœkka aðgangseyri aö sundstöðum og hvað er þá
orðiö um rökin fyrir jákvæði íþróttanna og almennings-
heill. Borgin þarf vegna fjárþurftar aö hækka útlánagjöld
bókasafna og hefur ekki efni á að kaupa bækur í bóka-
safn stærsta bæjarhlutans. Borgin hefur ekki efni á að
trvt’t’ja lögbundin réttindi karla og kvenna lil jafnstöðu á
vinnumarkaðnum með því aö auka dagvistun — það
eina sem borgin viröist hafa efni á í jafnréttismálum er
að skipa nefnd — og borgin hefur heldur ekki efni á að
tryggja börnum sínum réttinn til samræðis við jafnaldra í
skólum og á leikheimilum ....
Eigurn við aö halda áfram aö telja upp það sem borgin
hefur ekki efni á? Pað mun óþarfi að telja. Víst er alla
vega, að borgin hefur vissulega á allt of fáu af því, sem
betur mætti fara og hennar — okkar — er því stundum
vandinn aö velja forgangsverkefnin. En á einu hefur
borgin efni. Og virðist ekki þurfa að hugsa sig um tvisv-
ar. Aö byggja gerfigrasvöll handa þeim, sem þó virðast
J5 '8