Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 19

Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 19
standa all vel aö vígi. Svo nánar sé vikiö að gerfivellin- utn, þá skulurn viö ekki láta okkur detta í hug aö plastið sjáltt sé eini kostnaöarliöur áætlunarinnar um þær tæp- lega 40_ milljónir, sem þegar er gert ráö fyrir. Á Hallar- tlötinni þarl aö”grafa fyrir7>g láta gera veglegar undir- stööur auk hitalagna. Jafnvel þótt formaður íþróttaráðs liafi tullyrt þaö hér áöan aö aöstööu áhorfenda þurfi e'kki aö bæta, trúir því enginn, aö ekki þurfi að bjóöa ahorfendum upp á yfirbyggða stúku, sjoppur og salerni. Svo þarf búningsklefa og sturtur og flóölýsingu ... betta verður sko ekki lítiö mannvirki. Og hverjum mun það þjóna? Einni íþróttagrein, knattspyrnunni. Nú verður Itxgt aö lengja keppnistímabilið svo unnt verður aö spila lótbolta allt frá apríl fram í október aö minnsta kosti. Aö öllum líkindum veröa þaö fyrstudeildarliöin, sem fá aö- gang aö þéssum velli, en í þeirri deild munu vera tíu lið og leika samtals um 90 leiki á keppnistímabilinu. Þó þarf naumast að gera ráö fyrir, að utanbæjarliðin veröi oft í aöstööu til aö taka þátt í því íslandsmóti! Og svo mun landsliöið geta hafið æfingar strax upp úr áramótum á þessu upplýsta plasti og árangurinn mun ekki láta á sér standa. En skyldi ekki vera óhætt aö fullyrða, aö þaö verður yfirstétt knattspyrnumannanna, sem nýtir þenn- un dýra völl. Hér má e.t.v. skjóta því inn, aö þegar hafist var handa við að láta gera grasvelli fyrir knattspyrnuna bérlendis voru rökin ekki síst þau, aö íslensk knatt- spyrnuliö stæöu svo illa aö vígi erlendis hafandi aðeins leikiö á malarvöllum. Og þaö mun rétt vera aö árangur landsliösins batnaöi stórum viö tilkomu grasvalla. Þessi rök duga þó skammt hvað plastiö varðar, Plastvellir eru ekki viöurkenndír at alpjóðlegum knattspyrnusambönd- um og ekki svo auðséðir erlendis og formaöur íþrótta- táös gaf í skyn í rieðu sinni hér áöan — algengastir eru plastvellir í Bandaríkjunum og Kanada. Landsliö, sem tefir á plasti mun því væntanlega, ef eitthvað, standa ver aö vígi í landsleikjum alþjóöakeppna. Formaður íþrótta- ráðs lét í veðri vaka í tölu sinni hér áðan að kostnaðinn viö plastið mætti aö nokkru réttlæta með sparnaði viö aðalvöll Laugardalsins, ekki yrði frekar þörf á dýru við- ltaldi þar ef plastiö kæmist í gagnið. Ég leyfi mér aö draga þessa fullyröingu í efa, enginn þarf aö segja mér aö erlendum landsliðum veröi boöiö upp aö spila á plasti, slíkt kemur raunar ekki til greina í alþjóðakeppnum. Undanúrslitaleikir í þeint keppnum þurl'a jafnvel líka, reglum samkvæmt, aö vera leiknir á viöurkenndum gras- völlum og kann aö vera aö úrslitaleikir meirihátta móta hérlendis, hverra sigurvegarar halda síðan áfram í er- lendum keppnum, þurfi því eftir sem áöur aö vera lcikn- ir á grasvellinum. Virðist því Ijóst að í engu verður spar- aö í viðhaldi grasvallarins þrátt fyrir tilkomu gerfivallar. Þá vil ég vitna til ekki minni manns en Franz Becken- bauers (ég ætla ekki að segja nánari deili á honum — borgarstjórn sem er reiöubúin aö samþykkja plastgras blýtur aö þekkja til hans), sem harðneitar aö spila fót- bolta á gerfigrasi því þaö sé svo vont að detta á því — það brennir nefnilega voðalega! Þessi santi Beckenbauer hefur enn fremur haldiö því fram og ætti að vita hvaö hann er að segja, að ein ástæöa þess hversu illa Banda- nkjamönnum gengur að ná árangri í knattspyrnu, sé sú, að þeir eru vanir plasti en ekki grasvöllum. Nú — en íslenskir knattspyrnuunnendur mega svo sem berjast fyrir gerfigrasi fyrir mér.standi þeim til þess btigur. En ekki á kostnað Reykvíkinga. Læt ég þar nteð túrætt um plastgrasið og milljónirnar, sem meirihluti telur okkur hafa efni á í það. Orlá orö í viðbót um íþróttir almennt. Og til dæmis um það, aö þær íþróttir, sem einatt er veriö aö styöja viö bakið á, eru e.t.v. ekki alveg svo mikil alntenningseign, sem jafnan er Italdiö fram. í könnun, sem gerö var á vegum kvennanefndar ÍSÍ og lögð fram á ráöstefnu ÍSÍ í maí á síðasta ári. komu m.a. fram tölur um nýtingu íþróttahúsnæðis á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Þar kernur fram aö hlutfall kvenna þar er 18%. Nýting barna á húsnæðinu. barna 15 ára og yngri er 45—50% og er það vel. en s.ú spurning vaknar hvers vegna hlutfall stúlkn- anna minnkar svo þegar á líöur aldurinn. Fyrir því liggja vitanlega margar ástæöur en ein virðist sú. sem raunar kentur fram í fyrrnefndum niðurstööum, aö „fjárhagsleg sjónarmið eru piltum í hag. Þeir hafa yfirleitt meiri fjár- ráö. eiga léttar meö aö greiða þann kostnað, sem íþróttaiðkunum er samfara og karlaflokkar í keppnis- íþróttum skapa meiri tekjur fyrir félögin en dæmi eru um um kvennaflokka. Af þeim sökum hygla félögin frekar karlatlokkun með úthlutun æfingatíma." Enn fremur segir: „Ótrúlega margar konur stunda líkamsþjálfun ut- an vébanda ÍSÍ og eru þær vafalaust margfalt fleiri en karlar." Og síöan er spurt: „Hví sækja konur svona mik- iö út fyrir hina frjálsu íþróttahreyfingu til þess aö fá sína þjálfun? Er þarna eitthvaö á ferðinni, sem félögin geta ekki boðið upp á? Eða er þetta eitthvað vinsælla hjá konum, þar sem þessari þjálfun fylgja engar télagslegar kvaöir?" Þess rná geta hér að hlutur kvenna í félagsstörf- um íþróttasamtakanna er afar lítill eöa rúmlega 6% í höfuðborginni en ætti að vera 23.5% ef miðaö er við iðkendur íþrótta á svæðinu. Sú hlutfallstala segir reyndar sína sögu um „almenningsþátttökuna í íþróttunum. í niðurstöðunum er notað oröiö aö hygla. Félögin hygla frekar karlaflokkunum. Kvennaframboðið er sarna sinnis. Við álítum að veriö sé aö hvala að keppni ■ og metorðagirnd fámenns hóps þegar réttar væri að stvðia við bakiö á sönnum íþróttaanda og heilsurækt hjá öllum almenningi. Þess vegna er kvennaframboðiö ósammála því, hversu miklum fjármunum er ætlað að verja til íþróttafélaganna. Góðir borgarfulltrúar — ég geri mér grein fyrir því að tillögur frá minnihlutahóp eins og Kvennaframboöiö óneitanlega er hér í borgarstjórn, eru líkastar frísparki, sent fellur jafnan dautt niöur af veglegum varnarmúr meirihlutans. Enda er þaö viötekinn siöur í fríspörkum, a. m.k. þeim, sem tekin eru nærri vítateig, að halda báð- unt höndum unt karlmennskuna, svo þaö er e.t.v. ekki nema von að tillögur okkar kvennanna komist langt. En nú skora ég á ykkur að víkja og leyfa Kvennaframboð- inu að skora glæsilegt mark meö því aö koma í veg fyrir aö svo miklum fjármunum verði eytt í plastik, og að þeim verði fremur varið til annarra verkefna sem eru svo miklu brýnni við núverandi aðstæður. Ms

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.