Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 20

Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 20
 Bakhópur Kvennaframboðsins í menningarmálum hefur mótað stefnu sínu í málefnum Kjarvalsstaða og unnið að eftirfarandi tillögum. Tillögurnar voru kynntar stjórn Kjarvalsstaða þ. 14. desember I9H2 og hafa enn ekki komið til umfjöllunar þar. Fulltrúar Kvennafram- boðsins ístjórn Kjarvalsstaða eru þœr Guðrún Erla Geirs- dóttir og Sigríður Dútui Kristmundsdóttir til vara. Vert er að geta þess að menningarmálahópurinn hittist hvern mið- vikudag kl. 20.30 og uð þeir fundir eru opinir líkt og aðrir fundir Kvennaframboðsins. Kvennaframboðið í Reykjavík Ii'tur svo á að Kjarvals- staðir eigi að vera mennin^armiðstöð Reykvíkint’a. Þar af leiðandi hafa Kjarvalsstaðir ekki eingöngu skyidum að gegna á sviði myndlistar heldur hljóta skyldur hússins að taka jafnt til allra listgreina. Menningarmiðstöð á borð við Kjarvalsstaði hlýtur einnig að eiga að gegna víðtæku uppeldis- og fræðsluhlutverki. Auk þess sem kveðiðerá um ístefnuskrá Kvennafram- boðs um menningarmál vill Kvennaframboð leggja sér- staka áherslu á að hlúa að listsköpun og menningarstarf- semi kvenna þar sem ljóst er að konur búa iðulega við þrengri kost á þessu sviði en karlar. Skal því ávalt gefa þeim menningarmálum kvenna sem snerta starfssvið Kjarvalsstaða á einhvern máta sérstakan gaum. í beinum tengslum við þetta grundvallarmarkmið vill Kvenna- framboð leggja fram eftirfarandi tillögur: 1. Stjórn Kjarvalsstaða samþykkir að beina því til jafn- réttisnefndar Reykjavíkurborgar að gerð verði könnun á hlutfallsskiptingu karla og kvenna hvað varðar myndlistarsýningar og aðra listastarfsemi í húsinu undanfarin ár og hvaö varðar verk í eigu borgarinnar. Ennfremur taki könnunin til hlutfalls- skiptingu karla og kvenna í listaskólum og samtök- um listamanna. Myndi slík könnun gefa vísbendingu um stöðu kvenna og karla að þessu leyti og vera stjórninni gagnleg við mótun þess þáttar menningar- stefnu hússins sem að jafnréttismálum snýr. 2. Kjarvalsstaðir standi fyrir Menningardögum kvenna þar sem sýnd verði myndlist og byggingarlist eftir konur, flutt tónlist eftir konur og/eða af konum, leiklist um eða eftir konur, listdans, fyrirlestrar um kvennafræði og kvennabókmenntir og jafnvel sett upp sýning á efnislegum atriðum íslenskrar kvenna- menningar. Undirbúningsnefnd skal skipuð til að undirbúa og velja verk á menningardaga þessa. Lagt er til að hátíðin standi í viku til tíu daga og verði haldin í okt.-nóv. 1983. Auk þessa leggur Kvennaframboð til eftirfarandi: 3. Mótuð verði menningarstefna hússins bæði hvað varðar þær listgreinar sem þar fá inni og livers konar list þar er á boðstólnum. 4. Listræn starfssemi sem Kjarvalsstaðir standa sjálfir fyrir verði stóraukin. 5. Áhersla veröi lögð á að kynna list frá sem flestum heimshlutum-og er þá jafnt átt við „vestræna" list sem þjóðlega eða „ethniska" list og mcnningu. 6. Áhersla verði lögö á barnaefni á hinum ýmsu list- sviðum þannig að Kjarvalsstaðir verði einnig menn- ingarhús þess stóra hóps Rcykvíkinga sem ekki hefur náð fullorðinsaldri. 7. Reglugerð Kjarvalsstaöa verði tekin til rækilegrar endurskoðunar. 8. Staðið verði aö skrásetningu á öllum verkum Kjarvals og að þegar verði hafist handa viö aö undir- búa aldarafmæli listamannsins. 9. Fjárveiting til kaupa á verkum Kjarvals verði aðskil- in frá fjárveitingu til annarra listaverkakaupa. 10. Við kaup á listaverkum skal ávallt tekið tillit til allra listgreina. Nokkra áherslu skal þó leggja á kaup úti- listaverka svo að sem flestir Reykvíkingar fái notið þess sem keypt er. 11. Haldin verði opin samkeppni um útilistaverk sem kornið skal fyrir á fyrirfram ákveðnum stað í borg- inni. Þrír höfundar skulu valdir til að vinna áfram tillögur sínar í mánuð og ein tillaga síðan valin til endanlegrar útfærslu. 12. Tekin verói upp eftirfarandi tilhögun viö ráðstöfun hússins til sýningarhalds: Sótt skal um rými til sýn- ingarhalda með 6 mánaða fyrirvara þannig að ef umsækjandi óskar t.d. að sýna á tímabilinu júní — ágúst skal sótt um fyrir 1. janúar. Umsóknartímabil verði fjögur á ári, 3 mánuðir hvert, þannig að stjórn- in geti í lok hvers tímabils valið úr þeim umsóknum sem borist hafa á tímabilinu. Ætti þetta að auövelda stjórninni að móta menningarstefnu hússins á hverj- um tíma og auk þess auðvelda stjórn á bókun sýn- ingarrýmis. 13. Þegar sótt er um sýningarrými skal umsækjandi leggja fram skilmerkileg sýningargögn á þar til gerð- um eyöublöðum. Kjarvalsstaðir skulu svo halda skrá yfir sýningar og aöra listviðburði í húsinu með tilheyrandi gögnum. 14. Þáttur Kjarvalsstaöa í Listahátíð í Reykjavík verði fastmótaður hverju sinni.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.