Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 22

Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 22
I túninu heima hjá borgarstjórn I síðasta tölublaði Veru birtum við ræður tveggja borg- arfulltrúa úr umrœðu um jafnréttismál. Sú umrœða fór fram þ. 18. nóvember og var í kjölfar skýrslu Jafnréttis- nefndar Reykjavíkur. Að þessu sinni birtum við kafla úr rœðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur flutta við sama tœkifœri en hún tók til múls þegar fulltrúar Sjálfstœðis- flokksins og Framsóknarflokksins höfðu lokið sínu máli. I upphafi sagði Ingbjörg Sólrún m.a.: „Jafnréttiskönnunin staðfestir, þaö sem við (konur) höfum verið að segja í mörg undanfarin ár, hún staðfest- ir að konur fyrst og fremst bera ábyrgð á fjölskyldu og börnum. Hún staðfestir að konur komast ekki út á vinnumarkaðinn. vegna skorts á dagvistunarrými. Hún staðfestir að konur eru í laegstlaunuðu störfunum og að konur hafi minni menntun en karlar og þar af leiðandi minni möguleika. Hún staðfestir að konur eru beittar ofbeldi á heimilum. Hún staðfestir líka að konur eru í liiTnnihluta þeirra sem notfæra sér þjónustu strætisvagna Reykjavíkur og hún rennir þar af leiðandi stoðum undir þá kenningu Davíðs Oddssonar, sem hér hefur stundum komið fram sem fyndni, að þar sé um reynsluheim kvenna að ræða. Petta höfum við lengi vitaö. Og það þarf enga könnun til að segja okkur að hafi borgarstjórn áhuga á að breyta þessu, þá getur hún ýmislegt gert. Hún getur t.d. gert átak í uppbyggingu dagvistunarheimila, hún getur t.d. gert átak varðandi leiðakerfi strætisvagna og hún getur gert átak í launamálum þeirra kvenna, sem vinna hjá borginni. Hún getur líka orðið við þeirri íjárhagsbeiðni, sem borist hefur frá Samtökum um Kvennaathvarf í Reykjavík og hér hefur verið lögð fram á fundi. Paö er alveg ljóst að þjóðfélagið mismunar gagngert tveimur þjóðfélagshópum, þ.e. konum og börnum og þetta viðgengst bæði leynt og ljóst í öllum þjóðfélögum, í norðri, suðri, austri og vestri. í öllum þjóðfélögum ríkir karlveldi. í sinn hlut fá konur aðeins 10% af tekium heimsins, og 1% af eitznum hans. Samanlagður fjöldi vinnustunda þeirra er engu að síður mun hærri en karla og þá sérstaklega í þriöja heiminum eða vanþróðu ríkj- unum. En langur vinnutími er líka algengari meðal kvenna hér a íslandi, og er þá bæði launavinna og heim- ilisstörf talin með. Þetta kemur m.a. fram í þessari skýrslu. Til að slá alla varnagla þá vil ég taka það fram að mér er full-ljóst, að þaö er til mikið af karlmönnum, sem litlu ráða í veröldinni og bera lítið úr býtum. Ég veit fullvel að það eru heilbrigðir velstæöir hvítir karlmenn sem ráða heiminum honum til tjóns. Það hefur hins veg- ar alltof lengi viðgengist að hagsmunum kvenna og bar- áttumálum þeirra sé fórnað undir merkjum samstöðu við þann hóp karla, sem minnst hefur fyrir sig að leggja. Okkur konum, hefur jafnan verið sagt, að með því að berjast l'yrir þeirra málum vænkist okkar hagur. Það er gert út á fórnfýsi kvenna án tillits til þess aö þaö eru konur sem eru fjölmennastar í verkalýðsstéttinni. Enginn hópur þar sem karlar ráða ferðinni hefur verið tilbúinn til að gefa hagsmunamálum kvenna algeran for- gang ekki einu sinni tímabundið. Enginn slíkur hópur hefur sýnt lit á aö gera áhlaup til að bæta hag kvenna, þjóðfélagshóps sem er gagngert undirokaður. Að mínu mati gildir þetta t.d. um pólitísku tlokkana og það er þess vegna, sem konur hafa alla tíð oröið að skipuleggja sig sérstaklega t.d. í kvcnnahreyfingum. M.a. þess vegna varö Kvennaframboðið til, þó það sé annað mál og ekki hér til umræðu." Síðar í ræðu sinni vék Ingibjörg Sólrún að samskiptum kynjanna við stjórnun borgarinnar. ,,Mig langar að víkja að örfáum orðum að þessari stofnun hér. Ég hef nefnilega svolitla löngun til að fá Borearstiórn Revkjavíkur til að skyggnast um í túninu heima og skoða ýmsa huglæga þætti, sem þar ráða ferð- inni í jafnréttismálum, horfa aðeins frá jafnréttiskönnun- inni sjálfri. Ég veit vel að ég er aö hætta mér út á afskap- lega hála braut, þegar ég segi þetta því enginn er spá- maður í sínu heimalandi. Margir hér inni eru sjálfsagt tilbúnir til að fallast á það, — cða alla vega einhverjir hér inni, — að einhverjir karlar kúgi einhverjar konur ein- hvers staðar fyrir utan vettvang borgarstjórnar. En það er ekki eins víst, — að þeir hinir sömu séu tilbúnir til að fallast á það, að arrnur þeirrar kúgunar teygi sig hingaö inn. Hér sitjum við öll við sama borö og plömpum upp í pontu eftir því sem þurfa þykir. í þeirri leiksýningu, sem hér fer fram, ríkir nefnilega formlegt jafnrétti að vísu með þeini eina hnökra, að hér eru færri konur en karlar, en það gildir nú reyndar í flestum leiksýningum. Ég vil taka það strax fram, svo ekki valdi misskilningi, að mér dettur ekki í hug að halda því fram, að Davíð eða Sigurjón kúgi Guðrúnu í horgarráði. og troði þar ofan af henni skóinn. Mér dettur heldur ekki í hug að halda því fram, að Vilhjálmur kúgi mig í skipulagsnefnd eða Katrínu Fjcldsted í heilbrigðisráði. Og mér dettur heldur ekki í hug að halda því fram að Davíó kúgi Ingibjörgu Rafnar í hafnarstiórn. Ég ætla liins vegar að halda því frarn, að í nefndum og ráðum borgarinnar ríki karlaveldi bæöi hvaö varðar andrúmsloft og starfshætti. Sérstak- lega held ég þó að þetta eigi við um hefðbundnar karla- nefndir, s.s. stjórn S.V.R., bygginganefnd, skipulags- nefnd og hafnarstjórn, þar sem engin hefð er fyrir viöur- vist kvenna. Félags- og heilbrigðismálanefndir eru sjálf- sagt heldur skárri, enda hafa konur liaft þar nokkur áhrif á undanförnum árum. En hvað á ég svo við með þessum fí 22

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.