Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 23

Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 23
fullyrðingum niínum'? Jú, ég á einfaldlega við það, að við konur eigum erfiðara með aö kveða okkur hljóðs í þess- um nefndum en karlar. Við eigum erfiöara með að fá að tala út í friði ótruflaðar af gaspri annarra nefndarmanna. Viö eigum erfiðara með að fá munnlegar tillögur okkar á dagskrá og svo ég segi nú eina reynslusögu, þá hefur þaö m.a. leitt til þess að ég kem nær alltaf með tillögur mínar skriflegar á fundi skipulagsnefndar, hversu lítilfjörlegar sem þær nú annars eru. Við eigum erfiðara með að fá vilja okkar framgengt eða tillit til hans tekið, kannske Yegna bess að okkur er ekki tamt að geysast fram á völlinn og segja: ,,hér cr ég og taktu tillit til mín." Helsta ráðið til að fá á sig hlustað er að geysast fram með gassagangi og rífa sig niður fyrir drep. Eins og efstu menn á flokkalistunum gerðu rní reyndar í upphafi þessa fundar og héldu þ.a.l. svolitla sýnikennslu á vinnu- brögðunum. Kannske bjargar slíkt líka fundunum, því e’kki má halda svo fund, að ekki mætist stálin stinn í u.m.k. hálftíma. Hins vegar er ákveðinn máltlutningur af kvenna hálfu svo gjarnan kallaður frekja eða frekju- gangur. Auövitaö vitum við að þaö er talað um það bæði hér í borgarstjórn og annars staðar, að Albert og Davíð séu frekir. en þaö dettur engum í hug að segja að mál- flutningur þeirra sé frekjugangur. Ungir menn á uppleið eiga hins vegar ákatlega erfitt með að þola, — og þetta á reyndar við um miðaldra menn líka — að jafnvel þeim yngri konur séu að þenja sig viö þá og draga gildi skoð- ana þeirra og raka í efa. Slíka stelpu er sjálfsagt að setja ofan í viö. En scm sagt. þaö sem ég vildi sagt hafa er, að það eru venjur, viðhorf og daglegur veruleiki karla, sem ræður ferðinni í nefndum og ráðum borgarinnar. Satt best að segja og til að vera alveg einlæg þá verð ég að segja, aö það er svolítið erfitt að taka á þessum málum hér inni, þetta eru ekki mál sem eru áþreifanleg. Það er svo auðvelt að segja að svona upplifanir af karlveldinu séu ranghugmyndir, ofskynjanir, ofur-viðkvæmni, til- búningur o.s.frv. Þetta hefur svo lengi verið saet við konur. En þá má líka segja að obbinn af öllum konum sem taka virkan þátt í þjóðlífinu séu létt-geggjaðar. því ég efast ekki um að þær hafa flestar sömu sögu að segja. Nú, en ástæðan fyrir því að ég fór að drösla líkinu úr lestinni hérna um í salarkynnum borgarstjórnar er ekki sú, að ég ætli mér aö hreinsa hér til, eins og nú er orðið vinsælt meðal stjórnmálamanna. Mig langaði bara að vekja athygli á því vafasama erfðagóssi, sem borgar- stjórn sem og aðrar valdastofnanir þjóðfélagsins byggja tilveru sína á — karlaveldinu." v^tríng teiknipennar viðurkenndir úrvals pennar fyrir atvinnumenn, kennara og námsfólk. Rotring téiknipennar og teikniáhöld fást í þægilegum einingum fyrir skóla og teiknistofur. PENNAVIÐGERÐIN Ingólfsstræti 2 Sími 13271

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.