Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 25

Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 25
Allar. sem leggja land undir fót kannast viö söfn, sem liýst eru í fyrrverandi heimil- tim stórmenna og jafnan kennd við þá. Hér á Islandi er til Nonnahús, hús Davíös á Sig- urhæðum o.s.frv. Erlendis t.d. hús Mozarts. Dickens og svo fram eftir götun- uni allt í kring um jörðina. Ekki er vitað til ttð nokkurt slíkt safn sé kennt við konu. Englendingar Itugsa sér nú að ráða bót á þessu nteð stofnun sérstaks kvenréttinda- satns í Manchester og mun það heitið í höf- uðið á Entily Pankhurst, þeirri, er harðast gekk fram í baráttu kvenna fyrir kosninga- rétti og kjörgengi í landi bresku krúnunnar. I eitt ár hefur staðið yfir fjársöfnun í því skyni aö mega vernda og viðhalda tveimur húsum í Manchester, en húsin þau komu mjög við sögu súffragettanna, einkum Pankhurst. í húsunum er ætlunin að hafa ýmsa muni til sýnis, þar verður einnig bókasafn og fundarherbergi. Þegar hafa safnast um 90.000 pund, enda áhugi ntikill tyrir þessu nýja safni. Hver veit nerna barnabörnin okkar geti einhvern tímann heimsótt Hótel Vík til að skoða kvenna- sogusafnið hennar Önnu Sigurðardóttur og niuni úr eigu Bríetar — að ekki sé nú talað um gögn og gersemar Kvennaframboð- ttnna! Nema auðvitað ,,þeir" láti rífa allan miðbæinn........ Eins og Vera skýrði frá í 2. tölublaði, tmdirbjuggu perúskar kvenréttindakonur mótmæli gegn fegurðarsamkeppninni Ung- frú Alheimur, sem átti sér stað þar í landi í sumar. („Við" áttum fulltrúa þar!) eins og fram kom í miklu viötali við Morgunblaðið í janúar s.l. I viðtalinu kom þó hvergi fram að fulltrúinn hefði orðið vör við mótmælin og má það raunar furöu sæta. því evrópsk kvennablöð hafa lýst þeim sem kröftugum og vel undirbúnum. Má þó vel vera að keppendur hafi ekki komið auga á róttæk- ar kynsystur sínar — þær söt'nuöust oftast saman úti fyrir keppnissölunum. Báru þær þar plaköt með ýmsum áletrunum, svo sem „Fegurðarsamkeppnir fela ekki í sér t'á- tækt" — ..Hvort sem hún er ljót eða falleg, er kona aldrei hlutur". í bæklingum sem kvenréttindakonurnar dreifðu, mótmæltu þær sýningu skrautgripa en fóru fram á bættar aðstæður innlendra kvenna, betri læknisþjónustu og jafnrétti á vinnumarkaði. Nokkrar kvennanna voru handteknar og margar hlutu meiðsli eftir átök við lög- reglumenn. Einn lögreglumannanna ku hafa haft á orði við kvenréttindakonu úr hópi mótmælenda: ,,Þetta sem þið eruð að gera er tilræði við fegurð." Stjórnin í Kenya hefur sett lög sem banna úmskurð á konum, en umskurður tíðkast þar frá fornu fari. (Ef einhver ekki veit hvað umskurður er, upplýsist hér með aö við þá aðgerð er snípurinn (clitoris) skorinn af mcð nær ólýsanlegum afleiðing- um fyrir stúlkurnar). Lögin hafa sætt nokkrum mótmælum, ekki Itvað síst frá foreldrum ungra stúlkna. Mótmæli þeirra byggjast ekki síst á óttanum um aö dæturn- ar muni ganga ver út hafandi ekki verið umskornar. Enski njósnarinn Geoffrey Prime, sá er upp komst um á síðasta ári, var ekki aðeins kærður t'yrir að njósna og leggja þannig öryggi breska ríkisins í hættu. heldur reyndist hann líka sekur um kynferðislegt ofbeldi á börnum og unglingum. Það var reyndar árás hans á 14 ára gamla stúlku, sem leiddi til uppgötvunar á njósnum hans. Geoffrey Prime var dæntdur til 35 ára fangelsisvistar fyrir njósnir og til þriggja ára fangelsis fyrir kynferðisafbrot. Breska kvennablaðið Spare Rib greinir frá þessu og getur ekki á sér setið að spurja hvort í dómnum korni ekki fram mat laganna á því hvort skipti meira ntáli, öryggi barna eða ríkis. Fyrsta ákæran á hendur Prime fyrir nauðgun kom fram þegar árið 1977. Fallið var frá ákærunni áður en hún kom fyrir rétt. Eftir handtöku Prime á síðasta ári fundust í fórum hans bækur með heimilis- föngum og símanúmerum 2.287 barna. Prime notaði þessar upplýsingar reglulega til þess aö hræða og ofsækja börnin. Þessar ofsóknir þykja þó, samkvæmt meðferð lög- reglu og dómnunt yfir Prime, t'remur ómerkilegar ef miðað er við vægi dómanna, segir Spare Rib. Samkvæmt Gallup könnun, sem nýlega var gerð á afstöðu tolks til kjarnorkuvopna í Bretlandi, eru konur harðari í afstöðu sinni gegn kjarnorku en karlar. 64% kvennanna sögðust vera á móti langdræg- unt flaugum en 51% karlanna. 60% kvennanna kváðust á móti Trident-eldflaug- unt (meðaldrægum) en 53% karlanna. For- sendur karla og kvenna reytidust einnig vera ólíkar. Flestur konur eru á móti kaup- unt bresku stjórnarinnar á Trident-eldtlaug- unum vegna þess eins að þær eru kjarn- orkuknúnar en ástæðan að baki afstöðu karlanna var sú. að þessi tegund vopna væri svo dýr! 25 &

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.