Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 26

Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 26
Eiginkonur níu rússneskra friðarsinna, skýrðu frá því í viðtali við vestra-na frétta- menn nýlega, að eiginmenn þeirra ættu nú undir högg að sækja sökum skoöana sinna á víghúnaðarkapphlaupinu. Ein kvennanna, Natalya Batovrina, bað fréttamennina um að minna vesturvelda- þjóðir á tilveru þeirrar friðarhreyfingar. sem hún og maður hennar standa að ásamt öðrum. „Aðstaða okkar hér er staða ör- væntingar" sagði Natalya. Sergei, eigin- maður hennar og listamaður, var látinn dúsa á geðveikrarhæli í heilan mánuð t' sumar er leið fyrir að taka þátt í undirbún- ingi samtaka gegn stríöi. sem hafa þaö fyrir markmið að draga úr tortrvggni Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna í hvurs annars garö. Konurnar skýrðu enn fremur frá því að þrír meölimir samtakanna aðrir hefðu einnig verið handteknir og gengjust nú undir geðrannsókn, sem væri undirbún- ingur undir réttarhöld. Þær sögðust reikna með að fjórir til fimm meðlimir sárntak- anna veröi dregnir fyrir rétt en öðrum meðlimum síðan gert að afneita skoðunum síiium á friðarmálum. Sovéskir fjölmiðlar gefa jafnan í skyn í fregnum sínum af friðelskum löndum, að þeir sæki skoðanir sínar til vestrænna und- iráróðursmanna og einnig að þeir styöji málstað Gyðinga í Asíu nær. Eiginkonurn- ar mótmæltu þessum ásökunum við frétta- mennina og sögðu m.a.: „Mennirnir okkar eru ekki glæpamenn. Þeir eru vísindamen, læknar og verkfræðingar. Þeir eru ekki and-sovétsinnaðir. ekki útscndarar banda- rísku leyniþjónustunnar og ekki ofstækis- sinnaðir Gyðingar. Ein þeirra sagði aö samtökin, sem nú verða fyrir ofsóknum yf- irvalda, séu ekki í andstöðu við „friðar- stefnu stjórnvaldanna austur þar en vildu auka við hana sínum eigin hugmyndum um aukið traust á milli stórveldanna." Bakhópar Kvennaframboðsins í hinum ýmsu málum hittast reglulega. Allir fundir eru opnir og engin ætti að hika við að mæta — það er í þessum hópum sem stefnan er mótuð. Fundartímar eru þessir: 1) Félagsmálahópur fundar miðvikudaga kl. 20.30. Þessi hópur fjallar um félagsmál, heil- brigðismál, æskulýðsmál o. fl. 2) Umhverfismálahópur fundar á þriðjudögum kl. 21.00. Undir þennan hóp heyra skipulags- mál, umhverfismál, mál strætisvagnanna og umferðarmál. 3) Friðar- og mcnningarmálahópur hittist á mið- vikudögum kl. 20.30. í þessum hópi er m. a. fulltrúar Kvennaframboðsins í stjórn Kjarvals- staða og Borgarbókasafns. 4) Borgarmálaráð hittist síðasta þriðjudag hvers mánaðar kl. 20.30. í ráöinu eru allir fulltrúar Kvennaframboðsins í nefndum og ráöum borgarinnar og öllum, er áhuga hafa á borgar- málunum, er frjálst að koma á fundi þess, líkt og á fundi annarra hópa. Allir fundir eru haldnir á Hótel Vík. Þá má einnig benda á að framkvæmdanefnd Kvennaframboðsins þingar á fimmtudögum milli 17—19. Þeir fundir eru einnig opnir. Ritnefnd hittist mánudaga milli 17-18 en auk þess erein úr ritnefnd á Hótel Vík daglega eftir hádegið. Einu sinni enn — munið að allir þessir fundir eru opnir og að við leggjum á það áherslu, að sem flestir leggi hönd á plóginn í starfi og stefnumótun Kvennaframboðsins. Allar nánari upplýsingar um starfið er að fá í síma 21500 á milli kl. 14-18 eða á Víkinni sjálfri á sama tíma. abecita® Kynning: RÉTT OG SLÉTT Margar stæröir, fjölbreytt númeraval, fæst um allt land. Sænsk - íslenska, Sölumenn: 83599-83889 fi 26

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.