Vera - 01.02.1983, Qupperneq 28
1
Rætt við
Elínu Pálsdót
framkvæmda
Jafnréttisráðs
um skyldur
og störf
ráðsins
niynii: Annu Gyða
.
K: Getur þú Elin sagt okkur í stutu múli frá
tildrögum stofnunar Jafnréttisráðs?
E: Já, Jafnréttisráð starfar samkvæmt jafn-
réttislögunum, það eru lög nr. 78 frá árinu
1976. Þau lög voru sett, aö því er ég tel
aðallega vegna þeirrar umfjöllunar sem
jafnréttismál fengu kvennaárið 1975, áður
en lögin voru sett. Þá var ákveðinn þrýst-
ingur á stjörnvöld að setja fram skýrari
stefnu í jafnréttismálum. ísland var fyrst af
Norðurlöndum til að setja almenn jafnrétt-
islög, en áður höfðu verið stofnuð jafnrétt-
isráð á hinum Norðurlöndunum. Sú skoð-
un virtist ríkja hér að jafnréttislög þyrfti að
setja í hvelli, og ekki þyrfti síðan að ræða
um það mál frekar. Mér virðist t.d. ein-
kennilegt hve umræður um frumvarpið
voru litlar.
K: Höfðum við einhverja fyrirmynd að
þessum lögutn?
E: Fyrirmyndin að okkar jafnréttislögum
var norskt frumvarp um sama efni, sem
fram kom í norska Stórþinginu árið 1974,
en það frumvarp náði ekki fram að ganga.
Síðan voru samþykkt jafnréttislög í Noregi
árið 1978, þar sem lögfestur er sá tilgangur
þeirra, að sérstaklega skuli bæta stöðu
kvenna til að jafnrétti náist. í okkar jafn-
réttislögum er hins vegar algjörlega talað
um jafnrétti, hvorugt kynið hefur forgang.
K: Norsku lögin veita þá konum aukin rétt-
indi?
E: Já, en þaö er auðvitað matsatriði
hvenær um forgang skuli vera aö ræða, í
norsku lögunum er það oröaö eitthvaö á þá
leið aö mismunun á kynjum, sem hefur
þann tilgang að koma á jafnrétti, er ekki
fi 28
andstæð lögunum. Það er Ijóst að þetta
ákvæöi kernur konum sérstaklega til góða.
K: Hvert er þá hlutverk Jafnréttisráðs?
E: Það er fyrst óg fremst að sjá um aö jafn-
réttislögunum sé framfylgt. Það er heilmik-
iö starf. því í lögunum er kveðið á um að
jafnrétti skuli vera varðandi menntun,
atvinnutækifæri, laun. auglýsingar o.s.frv.
Eins og allir vita gerist þetta ekki af sjálfu
sér, og er mikiö starf og víðtækt. Hlutverk
Jafnréttisráðs er þó meira en þetta, það er
talið upp í 6 liðum í lögunum, og er m.a. að
vera ráðgefandi gagnvart stjórnvöldum,
stofnunum og félögunt í málefnum er varða
jafnrétti með konum og körluni í kjaramál-
urn og við ráðningu eða skipun starfs.
Einnig að fylgjast með þjóðfélagsþróuninni
varðandi jafnréttismál og gera tillögur til
breytinga. Ráöið á ennfremur að stuðla að
góðri samvinnu atvinnurekenda og launa-
fólks, og einnig að taka til rannsóknar aö
sjálfsdáðum, hvort brögð kunni að vera á
misrétti í jafnréttismálum. Síðast en ekki
síst á ráðið að taka við ábendingunt um
brot á ákvæðum laganna, rannsaka málið
og senda niðurstöður til þeirra aðila er
málið varðar. Það geta allir komið ábend-
ingum til Jafnréttisráðs unt brot á jafnrétt-
islögum, og það er mjög mikilvægt atriöi.
Þrátt fyrir alla þessa upptalningu getur
ráðiö ekki sinnt ööru nógu vel en kærun-
um, og er aðallega um að kenna mannfæð á
skrifstofu ráösins og fjárskorti.
K: Hverjir skipa Jafnréttisráð?
E: Þaö eru fimm manns sem skipa Jafnrétt-
isráö og cru þeir tilnefndir af ýmsum aöil-
um. Formaður ráðsins er Guðríður Þor-
steinsdóttir og er hún skipuö af Hæstarétti.
Einn aðili’er skipaður af B.S.R.B. og er
það Lilja Ólafsdóttir, Ragna Bergmann er
skipuö af A.S.Í., Einar Árnason er skipað-
ur af V.S.I., og einn aðili er skipaður af
félagsmálaráðherra og er það Vilborg
Harðardóttir. Þessir aðilar eru skipaðir til
þriggja ára í senn, eftir þann tíma er skipað
í ráðiö á ný.
K: Hvar kemur þú inn í dcemið?
E: í lögunum segir að Jafnréttisráð hafi
skrifstofu og ráði framkvæmda.stjóra til að
veita henni forstöðu. Að mínu mati er
þetta mjög mikilvægt atriði, og það get ég
skýrt betur. Undanfari jafnréttislaganna
voru jafnlaunalög sem sett voru árið 1973.
Þau kváðu á um sömu laun fyrir sömu og
sambærileg störf, sern Jafnlaunaráð átti að
sjá unt í framkvæmd, Gallinn var liins vegar
sá, að það ráð hafði enga heimild til skril-
stolu- né mannhalds. Eðlilega er mjög erf-
itt lyrir fólk í fullri vinnu, sem skipuð er í
svona ráð, aö sinna flóknum og viöamikl-
um verkefnum utan síns vinnutíma. Starf
framkvæmdastjórans er mjög margþætt, en
er aðallega aö taka við kærum og svara fyr-
irspurnum, sjá urn útvegun gagna vegna
málanna, vinna aö ýmsum atriðum sem
hafa varanleg áhrif á jafnrétti og er þar
aðallega um að ræða fræðslu ýntis konar,
yfirferð lagafrumvarpa og framkvæmd
ýntissa kannana auk upplýsingaöllunar.
Framkvæmdastjóri sér einnig um ljármál
Jafnréttisráðs.
K: Starfsemi Jafnréttisráðs í dag fer þú mest
í kærurnar?
E: Já, eins og áður sagði er litlu öðru hœgt