Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 29

Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 29
uð sinna vegna fjárskorts og mannfœðar á skrifstofu ráðsins. Samkvœmt lögunttm tekur ráðið við þessum kærum og rannsak- ar þær m. 1.1. þess Itvort um brot á jafnréttis- lögunum sé að ræða. Síðan kemur ráðið sér saman um niðurstöðu og ræður meirihluti ef ágreiningur er. Að lokum er álit Jafnrétt- isráðs sent til þeirra aðila sem málið varðar með rökstuddum tillögum að úrbótum ef það telttr um brot á jafnréttislögunum sé að ræða. Jafnréttisráð hefur ekki heimild til að kveða upp bindandi úrskurð. h ' Er tilmælum ykkar sinnt? E: Tilmælunum cr oft sinnt þegar því verö- ur viö komið t.d. í sambandi viö launamis- mun og slíkt. Hins vegar eru sum mál þess eölis aö þau veröa ekki leiðrétt, viökom- andi aðili á aðeins rétt á skaðabótum gegn- um dómstólaleiöina. Ymsir aðilar kæra sig ekki um peningaupphæð í stað réttind- anna. Jafnréttisráöi er heimilt aö fara í mál til viðurkenningar á rétti þess aðila sem brotiö hefur verið á. en þaö verður að vera í samráöi viö þann aöila, að öörum kosti veröa engin málaferli. K: Getur þú gefið okkur dæmi? E: Eg get tekiö ráðningu í stöðvarstjóra- embættiö á Isafirði sem dæmi. Um þá stööu sóttu þrír aðilar, tvær konur og einn karl. Karlinn var ráðinn. Jafnréttisráði barst kvörtun, þar sem tekiö var fram að önnur konan hefði meö réttu átt að fá stöðuna. Niöurstaða ráðsins var og á þá leið, aö þessi kona hefði átt rétt á henni m.t.t. starísreynslu o.fl. Samgöngumálaráöherra, Steingrímur Hermannsson, réö í stööuna. Konan háfði eingöngu möguleika á skaöa- bótum og hún virtist ekki kæra sig um þær og haföi því ekki áhuga á málaferlum. K: Ertt formlegheitin aUsráðandi Itjá Jafn- réttisráði? Ber ekkert á persónulegum mál- um? E: Jafnréttislögin eru undanþcgin heimilis- lífinu og félagslííi. En þaö er þó um helm- ingur þeirra fyrirspurna sem til skrifstof- unnar koma, sem eru fjölskyldu- eöa félagslegs eölis. Þessar fyrirspurnir gefa óneitanlega mynd af þörf fyrir félags- og lagalega ráðgjöf. Sérstaklega er áberandi bve konur vita lítiö um sinn rétt, ekki síst varðandi óvígða sambúö. E' Er einltverstuðningurfrá stjórnvjjldum? E: I stjórnkerfinu ríkiralmenn tregöa varð- andi jafnréttismál. Þar ríkir þessi hugsunar- háttur: „Slappið af, þetta kemur með tím- anum". Staöreyndin er hins vegar sú að jafnréttið kemur ekki af sjálfu sér, et' ekki er unniö markvisst aö því. Stjórnvöld telja sig hafa þvegiö hendursínar með jafnréttis- lögunum og telja nægilegt aö forsetinn sé kona. í gegnum árin hefur Jafnréttisráöi btill skilningur veriö sýndur, en þó má ekki gleyma því aö núverandi félagsmálaráö- herra, Svavar Gestsson, bætti einu stööu- gildi við Jafnréttisráð, eftir aö fram- kvæmdastjórinn haföi starfað þar einn í fimm ár. Stööuheimild þessi er nýtt á þann veg, að fulltrúi starfar þar í V2 og nú starfar þjóðfélagsfræðingur þar í V2 stööu viö rannsóknir aö verkefninu „Konur í nor- rænum stjórnmálum", en þaö er sam- norrænt verkefni, aö miklu leyti kostaö af norrænu jafnréttisnefndinni. K: Að hverju stefnir Jafnréttisráð nú? E: Það er mikill áhugi á því í ráðinu að brevta starfseminni í auknum mæli í átt til stefnumörkunar frá kærunum, gera átak í kynningu og reyna aö gera ráöiö áhrifa- meira í þjóðfélaginu. K: Hvaða leiðir er hægt að nota í barátt- ttnni? E: Ýmsar leiðir má fara, en best er ef stjórnkerfið snýst á sveif meö okkur. Á vegum Jafnréttisráðs starfar t.d. ráðgjafa- nefnd sem hefur sinnt sérstökum jafnréttis- verkefnum. Undanfarin tvö ár hefur hún einbeitt sér aö jafnrétti og menntamálum. Nefndin hefur unniö ómetanlegt starf, en framkvæmdin hefði orðiö auðveldari, ef menntamálaráðuneytið heföi sýnt meiri samstarfsvilja. Þó eru ákveðnir aöilar hjá skólarannsóknardeild, sem hafa verið ein- staklega áhugasamir varöandi störf þessar- ar nefndar. Fleira má nefna t.d. aukna starfsfræöslu í skólum og reyna að breyta hugsunarhætti manna til hinna hefðbundnu kvenna- og karlastarfa. Nú svo er almenn kynning og fræðsla stórt atriöi. K: Pú talar um kynningu. E: Já, mikill áhugi er fyrir kynningarher- ferö, auka útgáfu og gefa út fréttabréf. Þetta er í raun frumskilyrði ef Jafnréttisráö ætlar aö komast út úr sínum fílabeinsturni og ná til fólksins. Það er einnig augljóst að öll umræöa um, og almennur skilningur á jafnrétti hefur ekki vaxið. Þvert á móti hef- ur sá meðbyr sem var með jafnrétti hjá íslenskum konum í kjölfar kvennaársins lægt til muna. K: Getur þú gefið lesendum áþreifanlegt dæmi? E: Já. það var haldin stór ráðstefna á Hótel Loftleiðum, kvennaárið 1975 og þar kom fram hvatning til sveitastjórna um að stot'na jafnréttisnefndir. Árið 1980 voru þessar nefndir 26 að töln. En nú eftir sveita- stjórnakosningarnar í vor hefur Jafnréttis- ráð einungis fengið upplýsingar um 12 slík- ar nefndir. Umræðan liggur mikiö niðri og fjölmiðlar eru áhugalausir. Annað dæmi er hægt að taka varðandi konur í Háskóla íslands. Guðríður Þorsteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri BHM og formaður ráösins, kannaði sókn kvenna í hinar ýmsu deildir Háskólans og kom þá í ljós, aö eftir kvennaárið sóttu konur í auknum mæli í karlagreinar. Núna virðast þær hins vegar sækja aftur í hinar gömlu hefðbundnu kvennagreinar, en aðsókn kvenna í karla- greinar minnkaöi að sama skapi. K: Hafið þið einhvers konar samstarf í huga við t.d. kvennasamötk? E: Sú hugmynd hefur komiö fram aö halda skuli árlegan fund meö áhugasamtökum og kvennasamtökum og Jafnréttisráöi. Þar veröi ákveðin efni tekin fvrir, samstaðan etld og sporin mörkuö í baráttunni. Það er Ijóst aö baráttan ellist við samvinnuna, og nú dugir ekki annaö en aö beita sér á öllum vígstöðvum að þeirri sjálfsögöu mannrétt- indakröfu sem jal'nrétti kynjanna er.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.