Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 30

Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 30
Hœttiði að brosal Höfundur þessarar greinar er Susanne Osten (f. 1944), sænskur leikritahöfundur og leikstjóri. Hún hefur starfað um árabil við Ungá Klara barna og ungl- ingaleikhús borgarleikhússins í Stokkhólmi. Hún er um þessar mundir listrænn leiðbeinandi leikhússins og hefur einnig leikstýrt kvikmyndinni „Mamma - várt liv er nu“, sem sýnd var á nýafstaðinni kvikmynda- hátíð. Einu sinni var ég stödd á ráðstefnu frjálsra leikhópa í London í lok 8. áratugarins og rakst þá á eftirfarandi í dreifiriti eins þeirra: . sýna persónur verksins að: — Ijóshærðar konur séu heimskar — húsmæður nöldurseggir — kvenréttindakonur bældar — tengdamæöur afskiptasamar — lesbískar konur árásargjarnar — menntakonur kynkaldar — konur sent njóta kynlífs graðar . . .heldur þú að þessar myndir af konum spegli í raun líf og reynslu hálfrar þjóðarinnar? Þaö höldum við ekki. Við erunt hópur / leikhúsfólks, sem eruni orðin þreytt á þessum gömlu lummum. Við förum fram á það, að leikhússtjórar, leikstjórar og leikritahöfundar hætti aö semja og setja upp leikrit þar sem konan er niðurlægð og auðmýkt. Við viljum leikhús sem speglar raunverulegt líf okkar. Hjálpið okkur aö dreifa þessu bréfi. Fariö ekki á leiksýningar sem niöurlægja konur." /-______________________________________________________________ Þetta varð eiginlega til þess aö vekja mig til umhugsunar unt þau vandamál sem ég hef margsinnis rekist á sem leikstjóri og leikrita- höfundur, ekki síst þar sem ég hef fengist við aö leikstýra konum ntjög mikið. Dreifiritið speglaði helstu vonir og hugsjónir róttækra kvenfrelsisbaráttu, en samtímis þá hreinlínustefnu sem hún hefur einkennst af um árabil. í tæplega 20 ára starfi mínu að leiklist hefur þessi barátta bæði hindrað mig og hvatt til dáða, sérstaklega í viðleitni minni við að skapa og sýna „frjálsa og sjálfstæða konu" á sviði. Líklega hefði ég aldrei reynt að skrifa fyrir konur, eða leitaö sérstaklega aö sannfærandi túlkun og framsetningu á málefnum þeirra á leiksviði, ef ég hefði ekki sjálf haft trú á kröfum og baráttu nýju kvenfrelsishreyfingarinnar. Að vissu leyti sköpuðu margir írjálsir leikhópar nýja fyrirmynd handa konum með margvíslegum skilgreiningum sínum á hlutverki og stöðu konunnar í nútímaþjóö- félagi. ÖII sú umræða var róttæk á sínum tíma og leitaðist viö aö finna nýjar lausnir meö konunum og íyrir þær. Margt leikhúsfólk aöhylkist einnig jafnrétti og sósíalisma og hafði hvorutveggja á stefnuskrá sinni. Það nægöi þó ekki til þess að leiklist kvenna þróaðist, jafnvel þótt leikritin, sem tekin voru til meðferðar hefðu beinlínis fjallað um vandamál sem snertu baráttuþeirra og jafnrétti kynjanna. Núna ríkir þögn. Við sem í dag höfum áhuga á málefnum kvenna innan leiklistarinnar höfum það á till'inningunni að við séum staddar í nokkurs konar tómarúmi. Þýðir þaö ef til vill að sú þróun sem hófst upp úr 1970 hafi stöðvast, eða hvernig er ástandið eiginlega. Fyrir hverja leikunt við og sýnum frjálsar, flóknar, margþættar konur á sviði? Fyrir alla segja margar leikkonur í dag. Fyrir konur segi ég. Ég álít það mjög mikilvægt að ákveða fyrir hvern maöur leikur. Á leiksviði eru það ekki einungis orðin sem tala. Raunveru- legar hugsanir okkar og ætlanir taka aðra stefnu áður en við viturn af. Líkaminn gefur frá sér ákveöin merki og talar sínu máli. Þegar leikkona leikur hlutverk, sem fjallar um kvenfrelsi og beitir til þess aölaöandi leik, leikur hún fyrir karlmennina í salnurh. Við þaö magnast spenna nteðal áhorfendanna, því konan í áhor'fendasaln- unt bregst öðruvísi viö þeim leik en karlmaðurinn. Leikkonan lýg- ur nteð leik síriúm, en það er erfitt aö útskýra á hvaða hátt. Það er bæði erfitt og þreytandi verk að lýsa honum á raunsæjan hátt á leiksviði. Ástæður þcss eru margar, m.a. vantrú og tor- tryggni annarra gagnvart konunt innan leikhússins, en einnig sú staðreynd aö konur eiga bágt með og vilja helst ekki kannast við „Ijóta og skrítna" hegðun hjá sjálfum sér. Þær ásamt karlntönn- unum sem horfa á, skammast sín fyrir að sýna áður óþekktar hliðar á persónuleika sínum og láta þær ógjarnan í Ijós. Margar leikkonur 6 30

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.