Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 31

Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 31
hata revnt aö skapa ,,nýja konu" á sviöi eftir ýmsum uppskriftum. Utkoman hefur oröið einhverskonar ,,nýr félagi" karlmannsins. ,,Um leið og konur reyndu að forðast gömlu lummurnar um sjálfar sig í leit sinni að nýjum túlkunum, gleymdu þær öllu gamni, kímni, fyndni og hættu að vera erotískar.“ Þessar sömu leikkonur hafa einnig kvartað undan því, að þeim ttnnist þær verða að „kynlausum verum" og á meðan hafa karl- mennirnir fengið betra tækifæri til þess að þróa sína leiklist. Um leiö og konur reyndu aö forðast gömlu lummurnar um sig sjálfar, í leit sinni að nýjum túlkunum, gleynulu þær öllu gamni, kímni og fyndni og hættu að vera ástleitnar (erótískar). Sú leikkona, sem virkilega hefur áhuga á að skapa „nýja mynd" af konunni, verður að rannsaka sjálfa sig og vera sitt eigið viðfangsefni. I tún verður að þora aö horfast í augu viö sjálfa sig og sína eigin reynslu og lang- anir. Takmark hennar hlýtur að vera að setja fram reynslu, sem hrýtur í bága við þá yfirborðslegu hugmynd, sem ríkt hefur um konur bæði í lífinu og í leiklistinni. Það er einnig skylda hennar gagnvart konunni í áhorfcndasalnum og á því verður hún etlaust margs vísari. Leikhúsið sem miðill nær fyrst og fremst til hins sjáanlega. Það er sjónleikhús í orðsins fyllstu merkingu. Leikkonan veröur einnig að sjá sína áhoríendur. Hún getur svo sem leikið Ivrir karlmennina og skiliö konurnar eftir. Hún getur líka reynt að 11 á sambandi við konurnar og skiliö karlmennina eftir. Hið fyrr- netnda sjáum við daglega. Hið síðarnefnda er afar sjaldgæft. Leik- konan er nefnilega hrædd viö konur. I lún deilir oft fyrirlitningu karlmanna á þeim. Oftast nær þykist hún leika fvrir alla, en allir vita fyrir hverja hún leikur. Konan í áhorfendasalnum og konan á sviðinu sjá sig meö augum karlmannsins. Samt búa þær yfir reynslu. sem þær varla kannast viö. A æfingum í leikhúsinu treystir leikkonan sjaldnast fyrstu hugboöum sínum og á erfitt meö að vtöurkenna þau. (Hér á ég auövitað ekki viö undantekningarnar). Meö þessu vil ég halda því fram, að umræða og barátta kvenna sé einnig nauðsynleg innan veggja leikhússins. Á námsskeiði um konur og leiklist haföi ein leikkona eftirfarandi að segja: „mér finnst ég vera hálfgerður geðklofi. þegar ég er að æfa. Mér hnnst ég aldrei gera nokkurn skapaðan lilut, sem kemur heim og saman viö reynslu mtna. Ég er alltaf aö túlka konur. en aldrei út frá sjálfum mér". Viö vitum ósköp vel aö konum ei settur stóllinn fyrir dyrnar i le'ikhúsinu af karlkyns leikstjórum og leikritahöfundum. Þær fá ekki mörg tækifæri. heldur léleg og lá hlutverk, svo þurfa þær einnig aó bera ábyrgö á börnum o.s.lrv. En þær geta líka sjálfum sér um kennt. Hógværð og óframfærni þeirra hindra að nýjar hugmyndir og túlkanir komi fram og þær eru fáar leikkonurnar sem þora án stuðnings að takast á viö óviss- una sem fylgir í kjölfar leitarinnar. Þá er mun auðveldara og fljót- legra aö hljóta aödáun og viöurkenningu karlmannanna. „Ekkert er eins háskalegt og hræðilegt og lærapokarnir, hrukkurnar og fellingarnar á líkama og andliti.. Konur hræöast ekkert jafn mikið og það að teljast óaðlaðandi eða Ijótar. Ekkert er eins haskalegt og hræðilegt og lærapokarnir, hrukkurnar og fellingarnar á líkama og andliti. Og þær aukast bara með aldrinum. Hlutverkin minnka líka í beinu samræmi viö aldurs- og útlitshnignunina. Ljótar og groddaralegar konur eru þar að auki bein ógnun við sjálfa „leiklistina". Sorgin á ekki aðeins að vera harmræn heldur t'ögur. á meðan hið spaugilega telst nriklu frekar sérsvið „ljótra", en „skemmtilegra kellinga". í leikhúsinu eru kon- ur nefnilega líka flokkaður niður í „stúlkur", „hórur", „kruggur" og „brussur". Allt frá upphafi æfingatímabils í leikhúsi hefja konur ómeðvitað eftirlit með þeim hliöum í sjálfum sér. sem þær telja óæskilegar. Að vissu leyti er þetta afar skiljanlegt. Líklega lyrirfinnst engin starfs- stétt (fyrir utan félagsráðgjafa) sem misnotar tilfinningar og innlif- un jafnmikið og leikarastéttin. Þess vegna er skynsamlegt af leik- urunum að fara vel meö tilfinningalíf sitt og persónuleika til þess að þeir slíti sér ekki út andlega. í fyrsta lagi veit maður sjaldnast í stóru leikhúsi með hverjum maður getur átt von á aö vinna með í komandi uppsetningu og í ööru lagi eru leikarar eins og hver annar vinnukraftur á vinnumarkaönum, sem hvorki getur valiö, né ráðiö nokkru um þau verkefni sem tekin eru til meðferðar. I stuttu máli: eftirlit óæskilegra túlkana fer fram sjálfkrafa. Þegar kona stendur á sviöi, eru það karlmennirnir, mótleikarar hennar, leikstjóri og væntanlegir karlmenn í hópi áhorfenda, sem taka viö leik hennar. Þaö er því afar stórt skref fyrir leikkonuna aö líta á sjálfa sig sem kvenfrelsiskonu. (Prófið að segja upphátt: „ég er kvenfrelsiskona".) Það er ákveðin áhætta fólgin í slíkri yfirlýs- ingu. ekki síst þar sem konur heyja innbvrðis baráttu sem kynver- ur. Það er athyglisvert í þessu samhengi, að oft hefur slík yfirlýsing verið tekin sem merki um aö viðkomandi kona sé einnig kynferðis- lega til í hvað sem er. með hverjum sem er, hvar og hvenær sem er. ,,Þeim l'innst jafnramt aö það skipti ekki megin máli að vera kona, heldur mann- eskja.“ Þegar konur taka sig saman og stofna til námskeiða og umræöna sín á milli um leiklist getur það jafngilt því, aö þær viðurkenni slæma stööu sína tnnan leiklistarinnar og jafnvel lítinn eöa ónógan árangur í starfi. Þær leikkonur sem hafa náð miklum árangri á sviði finnst oft leikrit um konur hvorutveggja í senn. leiöinleg og ólist- ræn. Þeim finnst jafnframt að þaö skipti ekki meginmáli að vera kona, heldur manneskja. Undir þessa skoðun taka karlkyns leik- stjórar og leikritahöfundar af heilum hug. Samt sem áöur eiga konur ekki um neitt að velja. Þegar þær hefja krufningu á eigin reynslu til þess aö finna henni heppilegt form gera þær slíkt af nauðsyn. Á áöurnefndri ráöstefnu í Englandi, skiptu þátttakendur sér í umræöu- og starfshópa eftir kynjum. Kvenfrelsiskonur úr hópi leikhúsfólks áttu þar frumkvæðiö aö umfjöllun um fagurfræði, þjálfun og sérstök málefni kvenna innan leikhússins. Sú umræða kom sér vel fyrir okkur frá Norðurlöndunum. Hún varð til þess að stofnað var til umræöna og námskeiöa um sögulega hliö kvenna- 31 JO

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.