Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 33

Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 33
'ngu. en þó er gerð og uppbygging sjálfrar frásagnarinnar öðruvísi en hjá karlmönnunum. F*ær segja frá í sameiningu, gera áheyr- e'ndur sína að þátttakendum. Þegar þær grínast og gera að gamni S|nu nota þær hnyttinn og snarpan orðaforða, sem karlmenn geta upplifað sem kulda og nepju. í leikhúsinu finnst leikkonu hún sjaldan skemmtileg. Hún kemur sér jafnvel hjá sumum verkefnum, sem höfða til kímni, nteð afsökuninni ,,ég er ekkert skemmtileg" Cjetur veriö að henni finnist hún ekki skemmtileg, vegna þess að hún veit innst inni að hún og hennar kímni verða ekki skilin rétt? ,,Við flýtum okkur í lífinu og á leiksviðinu við að segja eitthvað, en drögum síðan úr því með brosi til þess að það fari sem minnst fyrir okkur." hetta eilífa, bölvaða bros okkar. Við erum bókstaflega síbros- andi, þegar viö tölum og hreyfum okkur. Við höfum varla lokið við einhverja fullyrðingu, fyrr en viö drögum úr henni með afsökunar- brosi. Við llýtum okkur í lífinu og á leiksviðinu viö að segja eitt- hvuö, en drögurn síðan úr því með’ brosi til þess að það fari sem ntinnst fyrir okkur. Ef viö hættum að brosa fer okkur að líöa illa. bn hvar er hláturinn, stóru hláturrokurnar, hlátrasköllin, pískrið °g llissið, allt þetta frá unglingsárunum, sent ég er alltaf að leita að? Brosið er ákveðin spenna í andlitsvöðvunum, og er til þess að dylja einhverja hugsun. Það bros sem brýst fram eins og sólargeisli er altur á móti auðþekkjanlegra og meira ekta. Litli vöövatitring- nrinn kringum munninn og brosviprurnar eru frekar augljós sár. • aktu eltir því hvernig þú brosir og hugsaðu þér hversu þreytt þú ert 1 kjálkunum að degi loknum. Hœttu ad brusa — er sú leiðbein- ■ng, sem ég þarf oftast að grípa til þegar ég leikstýri konum. Það er gaman að leika heimskar. hórur, kellingar og tengdamæður. Að sjalfsögðu verðum við að rannsaka þessar yfirborðskenndu myndir af konum og annað sem fullyrt er um þær. Við eigunt að nota kynferði okkar í eigin tilgangi, og það er full nauðsyn á því að leikkonur nái valdi á því á leiksviði. Spurningin er bara alltaf hin sama, fyrir hverja. Mér finnst ég sjaldan eða aldrei hafa saknað gagnrýni kvenna og hreinlínustefnu kvennahreyfingarinnar frá byrjun 8. áratugarins jafn ntikið og einmitt núna. Oft og ntörgum sinnum hef ég bölvað ofstækisstefnu vinstrihreyfingarinnar í fagurfræðilegum efnum og þá sérstaklega kröfu þeirra um þjóðfélagslegt raunsæi í öllu, alls staðar. Án virkrar baráttuhreyfingar kvenna, lognast öll umræða um konur á leiksviði út af. Auðvitað er ekki hægt að línta sig við eina rétta skilgreiningu á því hvaö sé kvennalist, enda ekki til. Aöalatriðið er að finna nýjar leiöir, nýjar aöferðir og tækni við að túlka líf kvenna. Árið 1982 sagði leikkona nokkur frá reynslu sinni viö að leika konu í 3 klukkustundir. sem hún ómögulega gat tengst eða skilið, henni tókst aldrei að lifa sig almennilega inn í hlutverk sitt. Hins- vegar skorti hana síður en svo skilning á vanamálum karlmanns- ins sem hún lék á móti. Konurnar sem hlustuðu á hana tóku and- köf af undrun. Hver þorir aö spyrja „róttækan" kvennaleikhóp, sent strippar í svörtum lífstykkjum hvort tilgangurinn sé sá, að koma karlmönn- ununt í áhorfendasalunum til, eða gera konurnar atbrýðisamar og þar með skilja þær útundan. Dreifiritum er ekki lengur dreift. Ungar kvennarokkhljómsveitir segja að kvennahreyfingin sé hundleiðinleg. Kvenfyrirlitningin (sjálfsfyrirlitningin) er eins og eyðandi afl. Það út fyrir sig er eins og efni í leikrit, dúndrandi leikrit. með mikilli líkamsfimi, söng, tónlist, fyndni, groddaraskap, sorg, þján- ingu, reiði og Ijótleika, sem því miður tilheyrir lífi okkar. 33 6

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.