Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 35
JÓMI RÚ RAGNHEIÐUR:
höf'undúr: Guðmundur Kamhah
lcikgerö og stjórn: Bríet Hcdinsdóttir
lcikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson
lýsing: Davíö Walters
Mörgum mun sagu Ragnheiöar Brynj-
ólfsdóttur fátt annað en meira eða minna
forvitnileg aldarháttarlýsing. Mér er hún
annað og meira. Leikgerð Bríetar Héðins-
dóttur bregður slíkri birtu á þessa sögu að
hún berst okkur í gegn um aldur og ár sem
hnitmiðuð örlagasaga konu furðulega
skyldri nútímakonum. Bríet undirstrikar
það. sem helst gæti orðið til að vekja skiln-
ing og samúð með Ragnheiði í baráttu við
lögmálin í lundinu, lögmál sem ganga þvert
á viðhorf og sannfæringu konunnar Ragn-
heiðar. í þeirri baráttu getum við tekið
höndum saman við biskupsdótturina frá
17. öld.
Ragnheiður elst upp á allsnægtaheimili,
hún hlýtur þá menntun sem skvlt þykir að
Veita dóttur æðsta manns landsins, mennt-
un á borð viö piltana jafnvel. Hún nýtur
jafnréttis og virðingar á við hvern þeirra og
reisir drauma sína á bjartsýni og andvara-
leysi þess. sem ómeðvitaður er og grunlaus
um óréttlæti og ósanngirni. Hún á þó eftir
að reka sig á að þeir draumar eru á engum
raunverulegum rökum reistir, bjartsýni
hennar og fífldirfska. Ósæmileg hegðun
(hvenær haga konur sér ekki ósæmilega,
jafnvel í dag?!) dregur hana fyrir dómstól,
hún veröur aö beygja sig fyrir valdi kirkju
og kerfis, — biskupsins, ímynd hvoru
tveggja. I þessari leikgerö er ekki efast um
að Ragnheiður sór réttan eið og að hún
hafi lagst með Daða í hefndarhug og reiði.
Þegar yfir lýkur verður hún að hneigja sig
tyrir ofurvaldinu, þaö bugar hana og brýt-
ur.
Þessi leikgerö er fjórða uppfærslan á
sögunni frá Skálholti sem ég hefi séð. Haf-
andi að auki lesiö söguna, verður ekki hjá
þvi komist að bera höfuðpersónurnar
saman, hjá því verður hreinlega ekki kom-
■st. j mörgu þykir mér barátta Ragnheiðar
sem konu gegn kerfi Ijósust nú. Biskupinn
kann að valda þessu. Gunnar Eyjólfsson er
1 flestu ólíkur fyrri biskupum — ekki eins
valdslegur og einbeittur. heldur líkt og
'ekin meir af þeim lögmálum, sem hann er
mvnil: Þjódleikhús
(Hlutverk Daöa er annars og meðal ann-
arra orða merkilega líkt hlutverkum
kvenna í leikritum oft á tíðum — persónu
hans er ætlað að búa í útlitinu einu saman.
hann bara er þarna án þess að hafa beinlín-
is mikið að segja eða hugsa.) Kristbjörg
Kjeld þótti mér yndisleg biskupsfrú. ég
bæði fann til með henni og gramdist hún
um leið fyrir roluháttinn. Hún var kona,
sem brást annarri, og þaö dóttur sinni. þeg-
ar á þurfti að halda og mest reið á. Gaf sál
sína með hjartanu. Kristbjörg kom hljóðri
sál Margrétar Halldórsdóttur alveg til skila.
Aftur á móti fyllti Helga Bachmann mig
aldrei þeirri aðdáun, sem Helga í Bræðra-
tungu krefst. Annarra leikara læt ég vera að
geta sérstaklega. Sýningin í heild siniii var
með yfirbragöi vandaðra vinnubragða sem
leiddu öll að einu marki, meðvituðu marki
leikstjórans. Eru þá meðtalin leiktjöld Sig-
urjóns Jóhannssonar og lýsing David
Walters ásamt með tónlist Jóns Þórarins-
sonar. Einkum þótti mér leiktjöldunum
takast að gera flest í senn, vísa til tíma og
rúms og um leið þess fasta forms, sem lög-
mál og viðhorf voru læst í og Ragnheiður
átti við að etja.
Ms
lulltrúi fyrir. en af eigin samvisku. Hann
rennur í eitt með hinum klerkunum og
kirkjunni — tákn þess sem Ragnheiður
berst við. Mörgum þykir þetta galli, sakna
átaka tveggja sterkra persónuleika í leikn-
um. Mér virðist þetta undirstrika að Ragn-
heiður brýst um gegn samfélaginu sjálfu,
ekki fööur sínum eingöngu. Til líkra átaka
hefði komið á milli hennar og umhverfisins
jafnvel þó svo faðir hennar hafi ekki verið
biskup og þar með líkamning kirkjuvalds-
ins.
Guöbjörg Thoroddsen komst vel frá
Ragnheiði ungri og hrekklausri þó stund-
um hafi hún e.t.v. spriklað um of í því
gerfi. Hádramatískar senur á borð við þá,
er hún grætur barn sitt handan árinnar og
banasængina, fara henni betur. bituryrðin
sannari en barnslegheitin. Eg er ekki viss
um að svo auöveld tök á tárakirtlum áhorf-
enda séu leikkonum vænleg þegar til
lengdar lætur en efast þó ekki um að Guð-
björg hefur það til að bera, sem gerir leik-
ara mikinn. Daði Halldórsson getur varla
verið spennandi viðfangsefni fyrir leikara.
svo dauf sem mynd hans er. Þó hefur Daði
haft ýmislegt til að bera, sem gerði stelpu á
borð við Ragnheiði svo heitt í hamsi og
raunar fleiri til. Hallmari Sigurðssyni tókst
svo sem ekki að skerpa mynd Daða að
nokkru marki og ekki þótti mér hann,
svona á sviði séður, hafa það til að bera
sem dregur konur í gegn um eld og brenni-
stein en þaö er vitanlega smekksatriði.
SÚKKULAÐI HANDA SIl.JU:
höfundur: Nína Björk Árnadöttir
lcikstjórn: María Kristjánsdóttir
lcikmynd og búningar: Messíana Tómasdóttir
lýsing: Sveinn Benediktsson
tónlist og flutningur: Egill Ólafsson
„Súkkulaði handa Silju“ eftir Nínu
Björk Árnadóttur er leikrit sem fjallar á
raunsæjan hátt um konu, kúgun hennar og
stöðuga leit að sjálfri sér.
Aðalpersónan, Anna, er 35 ára verka-
kona í kexverksmiðju. Hún á 15 ára gamla
dóttur og vinkonu sem hún djammar með
um helgar. Anna er óánægð nteð líf sitt og
fær ekkert út úr því að fara á böll, hitta
einhverja karlmenn, fara með þeim heirn,
— og fara svo aftur á ball um næstu helgi.
Þar að auki er Silja dóttir hennar að fjar-
lægjast hana. Anna hefur áhyggjur af henni
því luin er hætt að fara í skólann og er alltaf
úti með einhverjum krökkum, sem mamm-
an treystir ekki. Hún reynir að telja stelp-
unni hughvarf og minnir hana á sín eigin
örlög, en Silja svarar aðfinnslunum ekki
með öðru en miskunnarlausri gagnrýni á líf
móður sinnar. Stelpan er nefnilega orðin
„róttæk", vill bylta og breyta. Lífið er ein-
falt í hennar augum — „ekkert mál“. Önnu
svíður undan ásökunum dóttur sinnar, en
það er ekki svo auðveldlega aftur snúið.
Framhald á bls. 38