Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 36
#
KVENNNA
ATHVARFIÐ
Kvennaathvarf hefur nú veriö opnað í
Reykjavík og ekki seinna aö vænna ef dæma
má af þeim könnunum, sem voru aödrag-
andi stofnunar samtakanna um athvarfiö í
lögum þeirra samtaka segir m.a. um tilgang
þeirra:
1. Að koma á fót og reka athvarf fyrir
konur og börn þeirra þegar dvöl í heima-
húsum er þeim óbærileg vegna andlegs
eða líkamlegs ofbeldis eiginmanns, sam-
býlismanns eða annarra heimilismanna.
Jafnframt skulu konur sem verða fyrir
nauðgun eiga aðgang að athvarfinu.
2. Að vinna gegn ofbeldi með því aö stuðla
að opinni umræðu og viðurkenningu
samfélagsins á að því beri skylda til að
veita konum þeim, sem ofbeldi eru beitt-
ar, raunhæfa aðstoð og vernd.
3. Að aðstoða þær konur við að rjúfa þann
múr einangrunar og þagnar, sem reistur
hefur verið um ofbeldi á heimilum.
Alþingi hefur nú samþykkt 600.000 kr.
framlag á fjárlögum fyrir árið 1983 og
Reykjavíkurborg 300.000 kr. framlag í ný-
samþykktri fjárhagsáætlun fyrir sama ár.
Sótt hefur verið til nokkurra nágrannasveit-
arfélaga Rvb. um fjárframlög sem enn hefur
ekki verið tekin afstaða til. Samtökin vænta
þess, að sá víðtæki skilningur sem þetta mál
hefur vakið, ríki einnig meðal ráðamanna
þessarra sveitarfélaga enda er kvennaat-
hvarfið opið öllum konum óháð búsetu og
full vissa fyrir hendi um þörf kvenna jafnt
utan sem í Reykjavík.
Leit að hentugu húsnæði fyrir athvarf tók
nokkurn tíma eins og hjá öllum sem eru í
húsnæðisleit og hafa ekki mikið fé milli
handa. I nóv. fékkst húsnæöi á leigu til vors,
getur það hýst 4-6 konur með sæmilegu
móti. Petta er bráöabirgöahúsnæði en stefnt
er að útvegun frambúöarhúsnæðis með vor-
inu.
Opinnfundur
Samtökin héldu opinn fund um ofbeldi
gegn konum að Hótel Borg þann 5. des. sl.
Valborg Bentsdóttir var fundarstjóri en
Elísabet Gunnarsdóttir tók fyrst til máls og
ræddi um ofbeldi gegn konum f.h. samtak-
anna.
Auk hennar töluðu: Ragnar Jónsson
læknir á slysadeild Borgarspítala, Arnþrúð-
ur Karlsdóttir fréttamaður. Asdís Rafnar
lögfræðingur, Anna Gunnarsdóttir félags-
ráðgjafi, Guöfinnur Sigurðsson lögreglu-
maður og Jón Bjarman prestur.
Ásdís Rafnar ræddi um réttarstöðu
kvenna við slit á hjónabandi eða sambúð, og
kvað ótrúlega útbreitt að giftar konur vissu
ekki réttsinn,t.d.aðþærættuhelmingeigna
og skulda við búskipti. Hún minnti m.a. á
ákvæði 40. gr. laga um stofnun og slit hjú-
skapar en þar segir m.a. ,,Nú hefur annað
hjóna sótst eftir lífi eða orðiö uppvíst að
misþyrmingu á því eða börnunum og getur
þá hitt krafist lögskilnaðar, enda hafi það
ekki lagt samþykki á verknaðinn eða stutt
að framgangi hans". Hér er veitt heimild til
tafarlauss hjónaskilnaðar ef um misþyrm-
ingar er að ræða frá hendi eiginmanns á
konu eöa börnum. Ásdís ræddi einnig um
meðferö nauögunarmála hjá dómsyfirvöld-
um og studdist þar aö nokkru við embættis-
ritgerð sína um þetta efni.
Ásdís taldi að fastákveðin lágmarksrefs-
ing fyrir nauðgunarbrot sem nú er lögum
(1 árs fangelsi) stuðlaði að því að dómarar
hneigðust til þess að dæma fremur fyrir „til-
raun" til nauðgunar væri að ræða, sem í
sjálfu sér er nógu alvarlegt. Taldi Ásdís því
ástæðu til að lágmarksrefsing yrði felld úr
lögum. Ennfremur að nauðsyn væri á því að
skaðabótakröfur sem konur settu fram fyrir
nauögunarbrot væru háar til að undirstrika
alvöru þessarra mála.
Anna Gunnarsdóttir félagsráðgjafi lýsti
starfi Félagsmálastofnunar að þessum
málum og kvað konur oft leita aðstoðar þar
vegna ofbeldis. Umtalsverður þáttur væri
meðferð barnaverndarmála og vakti Anna
athygli á 27. gr. barnaverndarlaga en þar
segir m.a. að ef barnaverndarnelnd þyki
barnið eða ungmenni háski búnu af fram-
ferði heimilismanns sé henni skylt að kæra
málið og geti þá m.a. komið til greina að
víkja manni brott af heimili. Anna kvað
þetta ákvæði mikilvægt þó því hefði of
sjaldan verið beitt enda gæti slíkt veriðerfitt
í framkvæmd.
Að loknum framsöguerindum voru al-
mennar umræöur og fyrirspurnir. Var m.a.
spurt um hvort virkilega væri nauðsynlegt
að Ijósmynda konur er kæra nauðgun, hvort
ekki væri nægjanlegt að styðjast við læknis-
vottorð? Upplýsingar, sem fram komu á
fundinum um hvemig staðið er að rannsókri
nauðgunarkæra, vöktu athygli og bentu
fyrirspurnir til þess að mörgum fyndist allt
of mikið á konur lagt, er þær kæra nauðgun
að þurfa aö ganga í gegnum svo ítarlega
rannsókn sem tíðkast. Þetta á við um mjög
nákvæmar lýsingar er konan þarf að gefa á
nauðguninni og aðdraganda hennar um
önnur og fyrri samskipti hennar við karl-
menn. læknisskoðun, Ijósmyndun og getur
konan þurft að mæta með þeim manni sem
hún kærir ef hann neitar vitnisburði.
Jón Bjarman sagðist mjög hafa orðið var
við ofbeldi á heimilum í starfi sínu sem
sóknarprestur. Hann taldi ástæðu oft vera
hægfara firringu, vinnuþrælkun ásamt lang-
varandi fjárhagsáhyggjum. Svo virtist sem
eiginmaðúr í þessari stöðu einafigraðist al-
gerlega og eina leiðin sem hann fyndi til
útrásar væri að berja nánasta ástvin sinn.
í máli allra ræðumanna kom fram að þeir
teldu ofbeldi gegn konum alvarlegt og al-
gengt vandamál og að brýn nauðsyn væri á
athvarfi fyrir þær. Fundinn sóttu um 150
manns. í fundarlok var því lýst yfir að at-
hvarfið myndi opna næsta morgun, mánu-
duginn 6. des. Hafði starfsfólk þá verið ráð-
iö til starfa, 2 konur í fast starf en 10 manns
aðrir sem ganga vaktir til skiptis. Félagar
höfðu þá unnið að lagfæringu og útvegun
húsbúnaðar um 2ja vikna skeið.
Opnun athvarfsins
Það er sérstakt gleðiefni að segja frá því
hve undirbúningur að opnun hússins gekk
fádæma vel. Málning, teppi, húsgögn,
heimilistæki, leikföngogannað nauðsynlegt
bökstaflega streymdi að þegar eftir því var
lýst, og mátti búa mun stærra hús húsgögn-
um með öllu því er barst. Einstaklingar og
fyrirtæki brugðust vel við og iönaðarmenn
gáfu vinnu sína við lagfæringar. Kostnaður
við opnun hússins var því nær enginn. Þetta
kom sér ákaflega vel því fyrirsjáanlegt er að
fi 36