Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 37

Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 37
rekstur athvarfsins veröur þungur baggi á samtökunum. en fjárhagur þeirra byggist á styrktarfé og félagsgjöldum. í því sambandi má geta þess aö einstaklingar og félagasam- tök geta gerst styrktarfélagar og einnig á gírónúmer samtakanna 44442-1. Nokkur verkalýðs- og hagsmunafélög hafa gerst styrktarfélagar eðá sent samtökunum styrktarframlög og einnig hafa samtökun- Um borist gjafir t.d. má nefna að kona ein sem ekki vill láta nafn síns getið hefur fært samtökunum kr. 75.000 að gjöf á sl. mán- uðum. Allt áhugasamt fólk er hvatt til þess að gerast styrktar- eða virkir félagar í sam- tökunum og taka þannig virkan þátt í bar- áttunni gegn ofbeldi gagnvart konum. Ars- gjald samtakanna er kr. 300. Er athvarfið var opnað var starfsemin sérstaklega kynnt mörgum aðilum sent konur leita aðstoðar hjá er þær verða fyrir ofbeldi af völdum heimilismanna eða þær verða fyrir nauðgun. Petta eru aðallega slysavaktir sjúkrahúsa, lögregla. starfsfólk félagsmálastofnana, læknar og hjúkrunar- lið, prestar og sálfræðingar. Lítil handhæg kynningarspjöld með símanúmeri athvarfs- ins hafa verið útbúin og afhent öllum þess- um aðilum og einnig límmiðar með sírna- númeri og merki samtakanna. Einnig hefur leigubifreiðastjórum veriö kynnt síma- númer athvarfsins. Pannig ætti allmörgum að vera kunnugt unt hvernig komast ntá í santband við athvarfið sem opið er allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Síminn er 21205 og beðið er unt aö konur Itringi og biðji um pláss og fái upplýsingar ef þær telja sig þurfa á aðstoð að halda.* Athvarfið var opnað þann 6. des. Fyrsta konan var komin á staðinn þann 8. des., síðan hafa konur dvalið óslitið þar. Þegar þessi orð eru skrifuð er þar yfirfullt. Konur sem þangaö hafa leitað eru á aldrinum 20- 70. Eins og áöur sagði var opnun kvennaat- hvarfs um eða fyrir áramót 1981-'82 fyrsta baráttumarkmið samtakanna. Þetta er að- gerð sent miðar aö því aö gera ofbeldi gegn konum opinbert og jafnframt liður í barátt- unni gegn undirokun kvenna. Endanlegt ntarkmiö þessarar baráttu er að gera k ven naa t h vörf óþö rf. Það tókst að ná því marki að opna fyrir áramót þó nokkuö sé óunnið til að tryggja Iramtíðarrekstur. Kvennaathvarfsmálið hefur fengið jákvæöar undirtektir margra °g er þaö vel. En því má ekki gleynta að húsaskjól og stuöningur sem veittur er í slíku athvarfi er aðeins brot af því sem koma skal í baráttu gegn þeint alvarlegu brotum sem framin eru á konum og börnum með barsmíðum og andlegu ofbeldi á heimilum og með því að nauðga konum. Við verðum uö athuga vandlega orsakir þessa ofbeldis °g opna augu samfélagsins fyrir þeirri undirokun kvenna sem í því felst. 1 Rétt er að undirstrika að athvarfið er ekki ætlað konum sem eiga fyrst og fremst við önnur vanda- mál að etja s.s. húsnæðisleysi eða annað. Hvers vegna ofbeldi? I samstarfsgrundvelli samtaka um kvennaathvarf segir m. a. að ofbeldi gegn konum sé einn þáttur í undirokun kvenna í samfélaginu, að þaö sé ekki einkavandamál karls og konu heldur vandamál sem á sér aldagamlar samfélagslegar rætur. Þar segir einnig: „Ymsar ástæður eru fyrir því að ofbeldi gegn konum viðgengst og má þar helst nefna: — Iðulega eru frásagnir kvenna sem beittar eru otbeldi dregnar í efa, eða því jafnvel haldið fram að þeim sé sjálfum urn að kenna. Oft gengur þetta svo langt að þær fara sjálfar að trúa því að svo sé. — Ætli kona að kæra ofbeldi hvílir sönn- unarbyrðin á henni. Þrátt fyrir að ofbeldi sé refsivert athæfi samkvæmt lögum er ofbeldi oft beitt í skjóli friðhelgi heimilisins og lög- .reglan blandar sér ógjarnan í slík mál. - Auðvelt er fyrir almenning að leiða þaö hjá sér þegar kona er beitt ofbeldi. Algengt er að hún reyni í lengstu lög aö halda því leyndu t)g eru ýmsar ástæður fyrir því: Konan er oft fjárhagslega háð otbeld- ismanninum. Hún ber hag barnanna fyrir brjósti og er bundin af þeint. Konan hefur í engan stað aö leita. Hún verður fyrir þrýst- ingi frá ættingjum um að skýra ekki frá því sem gerst hefur. Henni finnst hún sé að bregðast fjölskyldunni, þ. e. að blettur falli á hana. Konan getur óttast hefnd eða frek- ara ofbeldi. Stundum virðist einnig sem hún haldi lengi í vonina um að ástandið batni og reyni að telja sér trú um að það sé aðeins tímabundið. Jafnvel getur það virst skammarlegra að vera beitt ofbeldi en að beita því sjálf. Munum að hvaða kona sem er getur ver- ið beitt ofbeldi af körlum. Þjóðfélagsleg stétt og staða, neysla áfengis eða annarra vímugjafa virðist ckki hafa úrslitaáhrif á hvort karlmaður gerist ofbeldismaður gagnvart konunt." Lýkur hér þessum fréttum af starfi sam- taka urn kvennaathvarf. Guðrún Kristinsdóttir KVENNAATHVARF Opið allan sólarhringinn Sími 2 12 05 Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Þér er óhætt í okkar höndum ANDLITSBÖÐ ANDLITSHREINSANIR HANDSNYRTINGAR FÓTSNYRTINGAR LITANIR VAXMEÐFERÐIR MINI LIFT AUGNHÁRAFESTINGAR IONTOFORESIS O. FL. Snyrtistofan KRISTA RauAarárstíg 18 - Sími 15777 37 fi

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.