Vera - 01.02.1983, Qupperneq 38
Hver þarf
að ergja sig?
Ritstjóri úr Reykjavík álasai; Kvenna-
framboðskonum í borgarstjórn fyrir að
„standa í lágkúrulegu þrasi um fjárveiting-
ar hér og þar“. Það mun vera hans dómur
um þá kröfu að meira fé verði varið til
hagsbóta krökkunum í Reykjavík en t. d. í
bílastæði. Ritstjórinn er líka þeirrár skoð-
unar að kvennaframboðskonur séu „fullar
af minnimáttarkennd" og „ergilegar ef
ekki móðgaðar.“ (DV, 22. jan. 83) Þar
sannast e. t. v. hið fornkveðna að gott er að
grípa til undanbragða þá er rökin þrýtur.
Flokksbróðir hans, Þorvaldur Garðar
Kristjánsson (landskunnur baráttumaður
fyrir frelsi kvenna) mun þó varla sammála
ritstjóranum þarna. Hann lýsti því yfir eftir
að hafa látið bjóða sér til setunnar á fram-
boðslista flokksins, að „á listanum væri
samt sem áður mikið kvennaval" (Mbl.
18.1.83) og telur víst að konur megi vel við
sinn hlut una. Enda var þá búið að þeyta
einni langt upp á heiði og hinar sestar í svo
djúp sæti, að enginn kraftur megnar að
draga þær upp úr þeim og inn á þing. Að
áliönum prófkjörunum geta ritstjórinn,
þingmaðurinn og allir hinir hrósað happi
yfir því að eiga flokkssystur sem ekki eru
„ergilegar eða móðgaðar" og er eins líklegt
að þær þakki gullhamrana með bros á vör.
Eflaust halda þær áfram að taka það frum-
kvæði, sem Hannes nokkur Hólmsteinn
Gissurarson skrifar þeim hrósyrði fyrir alla
leið frá Bretaveldi. (í bréfi um bókina
Frjáls hugsun — frelsi þjóðar í Mbl. 20.1.)
Líklega hafa konur enga ástæðu til að
vera ergilegar. Nema við gerum það að
þrætuepli hvernig hinir hlutlausu ríkisfjöl-
miðlar bregðast hlutverki sínu æ ofan í æ.
Það er t. d. nokkuö súrt í broti fyrir
Kvennaframboðskonur að hlusta á Al-
þýðubandalagsmann kynntan sem oddvita
meirihlutans í borgarstjórn og eiga undir
honum komið að tillögur Kvennafram-
boðsins fái réttmæta kynningu. Þá furðu-
legu hugmynd, að Kvennaframboðið sé
hluti af einhvers konar minnihlutaheild,
hefur útvarpið e. t. v. fengið að láni hjá
Mogganum, þar sem borgarstjórinn kvartar
yfir því að tillögur minnihlutans hafi verið
sín úr hverri áttinni og hver höndin upp á
móti annarri þar! Rétt eins og það hafi ein-
hvern tímann staðið til að Kvennafram-
boðið gengi í smiðju með öðrum en eigin
félögum! Útvarpið má vara sig á að taka of
rnikið mark á Mogganunt, það gæti endað
með því að Kvennaframboðið hyrfi því
alveg úr augsýn, líkt og gerst hefur í Morg-
unblaðinu í vetur. A þeim bæ þarf þögnin
um málsvara kvenna að vera svo algjör, að
stjórnmálaflokkunum eru kenndar okkar
tillögur — að því er virðist með það eitt
fyrir augum að þurfa ekki að birta hið
voðalega nafn Kvennaframboðsins á
prenti. Þjóðviljinn á hinn bóginn hefur
þann háttinn á að eigna sínum flokki okkar
tillögur þyki honum í þeim einhver matur
en klína svo annarra skömm upp á
Kvennaframboðiö ef svo býður við að
horfa! Dæmi:- „Fulltrúi V-listans greiddi
atkvæði með hækkun aðgangseyris sund-
staða" (21.1.) Ekki þykir þarna ástæða til
að taka fram að sá fulltrúi V-listans var alls
ekki úr röðum Kvennaframboðsins heldur
tilheyrði hann einum þeirra flokka, sem
buðu sameiginlega fram í nefndir borgar-
innar að loknum kosningum. Var það gert
undir merki V-listans vegna þess eins aö
Kvennaframboðið átti stærstan hlut að
máli þar. Veröur ekki annað séð en Þjóð-
viljinn sé vísvitandi að villa um fyrir lesend-
um sínum til að falsa mynd Kvennafram-
boðsins.
Það er þannig eins gott að útvarp og
sjónvarp fari varlega í að nota sér flokks-
blöðin sem heimildir um framgang mála í
borgarstjórn.
Nokkuð hefur verið fróðlegt að fylgjast
meö hlutleysinu þegar kemur að viðbrögð-
unum við stofnun Bandalags handfyllis Vil-
mundarvina og bera það saman við við-
brögðin í fyrra, þegar 600 konur stofnuöu
með sér samtök um sérstakt framboð. Ætli
maöur hefði nú ekki þegið opinbert einka-
viðtal í sjálfu sjónvarpinu? En það er ekki
sama séra Jón og hún Gunna og ástæðu-
laust að ergja sig út af því!
Undarlegt var að heyra til borgarstjórans
tala í sjónvarpinu um flokksbrœður sína í
borgarstjórn, rétt eins og hann hefði ekki
tekið eftir flokkssystrunum, sem þar sitja
með honum. Heldur engin ástæða fyrir þær
að móðgast út af því! Enn þá sárgrætilegra
og ekki aðeins fyrir llokkssystur hinna
glaðbeittu sjálfstæðismanna heldur fyrir
allar konur, var að heyra viðbrögðin við
þeirri fregn, að borgarfulltrúi ætti von á
barni. Makalaust veröur að kalla að kven-
umsjónarmaður þáttarins „Á helgarvakt-
inni“ skuli hafa geð í sér að standa fyrir
klúru skopi um svo sjálfsögð réttindi sem
fæðingarorlofið er konunt (útvarp, 15.1.).
Nú, en öðru hverju örlar nú fyrir brosi í
tilverunni — jafnvel hjá kvenréttindakon-
um! Eða gátuð þið annað en brosað, sem
sáuð auglýsinguna í sjónvarpinu unt skrif-
stofuvélina, sem allir þurfa, því „þú færð
hjá henni allt sem þú vilt"? Þetta kallar
maður nú að kunna að spila á orðin og allt
sem þau þýða.
Ms
SÚKKUI.ADI HANDA SILJU - framhald
„Hin konan" kemur líka mikið við sögu,
en hún lýsir á ljóðrænan hátt tilfinningum
og draumum Önnu — því sem býr undir
hversdagslegu yfirborðinu. „Hin konan" er
rómantísk og lýsir dýrölegu lífi meö sannri
ást. Ástin er nefnilega það sem allir eru að
leita að, en hún er síður en svo auðfundin.
Allt mótlætið sem Anna verður l'yrir ger-
ir hana svartsýna og þunglynda. Þá kemur
Dollý — hún er vinkona hennar og um leið
algjör andstæða hennar. Hún er alltaf svo
hress og reynir sífellt að rífa Önnu upp úr
vonleysinu. Hún kann að njóta lífsins og
gera grín að öllu saman. Anna dáist aö
henni og öfundar hana, en getur ekki skilið
hana. Dollý virðist nefnilega hafa fundið
leið í gegnum lífið: aö vera hress og láta
ekki neina óánægju komast upp á yfirborð-
ið og taka völdin. Það er ekki þar með sagt
að hún sé einföld eða heimsk. Hún hefur
aðeins ákveðið að sætta sig við hlutskipti
sitt. Hún skilur kúgun sína en finnst að það
þýði ekkert fyrir hana að rísa gegn henni.
Anna reynir það, en henni mistekst...
Karlmenn koma aðeins við sögu. Þeir
nota konurnar aðeins til að sofa hjá þeim
eða gráta við öxl þeirra yfir hjónabands-
vandræðum sínum. Þeir eru yfirborðslegir
og frekar leiðinlegir. Vinir Silju eru ólíkir
þeim körlum sem Anna og Dollý þekkja,
þeir þora að sýna tilfinningar sínar og hafa
ennþá einhvern áhuga á öðrum en sjálfum
sér.
Þegar á heildina er litiö hefur Nínu Björk
tekist að gera raunsætt verk, stundúm sorg-
legt og stundum fyndiö. Persónurnar eiga
sér fyrirmyndir úr hversdagsleikanum og
því eiga allir erindi á sýninguna sein er á
litla sviöi Þjóðleikhússins.
hha