Vera - 01.07.1984, Qupperneq 15

Vera - 01.07.1984, Qupperneq 15
Verður kynlífið betra með aldrinum? Ef til vill ekki, en eldri konur í dag njóta góðs af þeirri umræðu sem átt hefur sér stað um jafnrétti kynjanna, jafnt á vinnumarkaðnum sem í svefn- herberginu. Sú umræða hefur hjálpað mörgum þeirra til að yfirvinna þá feimni og fordóma sem umluktu kynlífið þegar þær voru yngri. Þó að alls- staðar í kringum okkur sé verið að fjalla um kynlíf, þá er það nær aldrei tengt eldri konum. Verði vart við kynhita hjá þeim veldur það hneykslun, á meðan litið er á kynhitann sem hreystimerki hjá eldri körlum. Kynlíf á að vera jafn sjálfsagður hluti af lífi kvenna eftir tíðahvörf og fyrir þau. Að okkar mati eru samfarir fólks af gagn- stæðu eða sama kyni svo og sjálfsfróun hluti af kynlífi og öll afbrigðin jafnrétthá. Jafn fráleitt er að halda að við hættum að geta lifað kynlífi eftir tíðahvörfin og það að við hættum að geta skokkað eftir fimmtugt. Að líkja kynlífi við skokk er ekki út í bláinn, því að sjálfsögðu er skokk eftir fimmtugt auðveldara fyrir þá sem hafa stundað það að staðaldri. Líkaminn þarf að vera í þjálfun, því meiri þjálfun sem hann er í því betri árangur. Kynlíf er gott fyrir heilsuna og má í því sambandi benda á að langlífi í Andes- og Himalayafjöllum er að hluta til rakið til reglulegs kynlífs. Við samfarir á sér stað samdráttur og slökun í öllum vöðvum líkamans, blóðþrýstingur og púls verður eins og hjá íþróttamanni við mikla áreynslu, það á sér stað brennsla á aukafitu í blóðinu og eggjahvítumagn minnkar. Á 15 mínútum brennum við um 200 kalóríum og enn meiru ef við fáum fullnægingu oftar en einu sinni. Þjálfun er nauösynleg Við getum líkt líkama okkar við vélar ,,þær ryðgaán notkunar”. Við vitum hvern- ig aörir hlutar líkamans stirðna ef þeim er ÍVAR - SKIPHOLTI 21 - SÍMI(91) 23188 og (91) 27799 AFAKAFFIÐ & ÖMMUKAFFIÐ dlia d*íl i mW*"" .-í f«r ve 15

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.