Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 2

Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 2
Að þessu sinni fjöllum við um unglingsstúlkur — ger- um tilraun til að varpa Ijósi á nokkra þætti sem hafa áhrif á það hvernig er að vera unglingsstúlka í dag, — núna í lok kvennaáratugarins. Nógu slæmt er nú að vera unglingur í þessu tilfinninga- lausa neyslusamfélagi okkar þó að maður sé nú ekki stelpa í ofanálag. Það er að verða svoldið þreytandi — eða finnst ykkur það ekki — stelpur, að það er sama hvar við berum nið- ur, allsstaðar erum við undir í þessu lífi. Takið eftir í greininni um skólamálin hvað gerist í skólunum. Strák- pattarnir næla sér í næstum alla athyglina og aðstoðina, á kostnað stelpnanna auðvitað. Haldið þið að þetta sé eitthvað betra á dagvistarstofnununum — haldið þið að þetta sé eitthvað betra inni á heimilinum sjálfum? Allsstaðar þar sem er verið að ala upp og annast börn og unglinga, erum við konur í meirihluta. Við sjáum að mestu leyti um þetta. En hvað erum við að gera? Erum við virkilega svo skaðaðar af kúgun og kvenfyrirlitn- ingu aldanna að við ómeðvitað flytjum þau viðhorf áfram til þeirra krakka sem við erum að ala upp heima og heiman. Hvað eigum við að gera? Hvaða aðstæður ætlum við að búa unglingsstúlkum framtíðarinnar? Sömu aðstæður og við búum við — kúgun í 1000 myndum? Nei stelpur — herðum baráttuna. Hjördís Hjartardóttir VERA 3/1985 — 4. árg. Útgefendur: Kvennaframboðið í Reykjavík og Samtök um Kvennalista. Símar: 22188, 21500, 13725. í VERU núna: 5— 6 Lífiö er. . . unglingsstúlkur segja frá 6— 7 Um kynlíf Rétturinn að segja nei 8—10 Hringborðið — fjallað um unglinga 11 Tómstundavenjur 12—13 Skólamál 14—15 Tvær 16 ára segja frá 15 Ljóð T6—19 Samtalið endalausa Guðrún Ágústsdóttir segir frá 20—21 Rokk um Cyndi Lauper 22—23 Kvennaráðgjöf 24 Skrafskjóðan Guðrún Ólafsdóttir skrafar 25—28 Borgarmál 29—32 Þingmál 34—37 Bókadómar * Temahópur um unglingsstúlkur: Edda Ólafsdóttir, Kristjana Bergsdóttir, Bryndís Guömundsdóttir, Hjördís Hjartardóttir, Snjólaug Stefánsdóttir Mynd á forsföu: Gerður Arnórsdóttir Rltnefnd: Gyöa Gunnarsdóttir Helga Thorberg Ingibjörg Sólrún Glsladóttir Kristin Blöndal Guörún Ólafsdóttir Magdalena Schram Útlit: Solla, Gyða, Stína, Helga, Kicki, Malla Starfsmaður Veru: Kicki Borhammar Auglýsingar og dreifing: Hólmfríður Árnadóttir Ábyrgð: Kristín Blöndal Setning og filmuvinna: Prentþjónustan hf. Prentun: Solnaprent ATH. Greinar í VERU eru birtar á ábyrgö höfunda sinna og eru ekki endilega stefna útgefenda.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.