Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 7

Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 7
hvernig er aö mestu eftirlátin götunni og svo blöðum, bókum og kvikmyndum, — en þar ráða strákarnir ferðinni eins og annarsstaðar. Þegar mín kynslóð var að alast upp gengu „Eros" og „Sannar sögur", þess tíma vinsæla lesefni ástsjúkra ung- lingsstúlkna, undir nafninu sorprit. Þetta voru í rauninni sögur með mjög skýran sið- ferðilegan boðskap, — það fór undantekningarlaust illa fyrir stúlkum sem óhlýðnuðust for- eldrum sínum, — ef þær „leyfðu strákunum það“ uröu þær ófrískar og lentu í ferlegu veseni. Lesefnið á markaðinum í dag er af annarri gerð. „Bósi“, „Brandarablaðið", Morgan Kane o.s.frv. er stoppfullt, ekki bara af kvenfyrirlitningu, held- ur lýsingum á hvernig konur njóta þess að láta fleiri karl- menn ,,ríða“ sér í röð, njóta þess að vera barðar, njóta þess að láta nauðga sér, — allt í stanslausri nautn og röð af stórkostlegum fullnægingum. Það er auðvitað ekki fjallað um stúlkur sem eru vandfýsnar á rekkjunauta, — þá er engu spennandi að lýsa. Morgan Kane (sem trúlega er það lesefni sem notiö hefur hvað mestra vinsælda meðal unglinga síðustu ár) elskar konur þannig — hann vindur sér að þeim — skellir þeim strax afturábak, án þess aö fara úr skónum — þær fara strax að iða undir honum af nautn — fullnægingin lætur ekki á sér standa — Morgan Kane stendur upp þegjandi og fer til að skella næstu konu í næsta þorpi. Bíómyndir eru gjarnan í svip- uðum dúr, — það er ekki nema í gamanmyndum og bröndur- um sem kynlíf gengur eitthvað brösulega, — sem samfarirnar leiða ekki til fullnægingar beggja aðila. Þetta er stærsti hlutinn af þeirri umfjöllun um kynlíf sem unglingsstúlkur hafa í fartesk- inu þegar þær byrja að hafa kynmök. Þá var nú þögnin betri. Best væri þó alvarleg umræða um kynlíf, afhverju við lifum því, hvernig og með hverjum. Ekki veitir af hörðum þykir vænt um, sem þykir vænt um þig og sem þig sjálfa langar til að sofa hjá, — eöa erum viö að segja farðu út vinan, vertu reiðubúin þegar strákarnir vilja, þetta er allt í lagi þú verð- ur ekki ólétt. Eru 15 ára telpur í nægilega sterkri aöstöðu gagnvart strákunum til að geta sagt nei, ef þær geta ekki variö sig meö yfirvofandi hættu á að verðaóléttar? Hvað segjum við við strákana okkar? Ég stenst ekki freistinguna um að spyrja, — er þetta bara vandamál ung- lingsstúlkna, — ráðum við sjáfar okkar eigin kynlífi? Við verðum að stórauka um- ræðu um kynlíf án þess að flýja alltaf inn í umræðu um tækni- legu hliðina og getnaöarvarnir. Við þurfum ekki bara aö endur- heimta réttinn til að segja nei heldur einnig endurvekja þá skyldu allra kvenna gagnvart sjálfum sér að segja alltaf nei nema þegar þær raunverulega langar til aö segja já. Hjördís Hjartardóttir Við verðum að stórauka umræðuna um kynlíf án þess að flýja alltaf inn í umræðu um tækni- legu hliðina og getnaðarvarnir. skoðanamótandi umræðum til að vega upp á móti kláminu og kvenfyrirlitningunni sem flæðir yfir okkur. Ráðalausar vorum viö á okk- ar unglingsárum en hvaö er unglingsstúlkum boðið upp á í dag. Hver er hlutur okkar sem eldri erum? Við höfum hingað til þagað þunnu hljóði, nema gasprað um getnaðarvarnir. Hvað erum við að gera þegar við setjum 15 ára telpur um- yrðalaust á pilluna? Erum við að segja vertu vandfýsin, sofðu bara hjá strák sem þér 7

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.