Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 8

Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 8
M: Hvað finnst ykkur helst einkenna ver- öld unglinga? H: Það, aö þeir eru orönir óþurftarhópiír í samfélaginu, sem hefur litlu hlutverki aö gegna, t.d. engu í atvinnulífinu, heldur verða aö þreyja þorrann og gó- una þangað til þau veröa stór. Þeirra hlutverk er aö vera neytendur, lítiö bara á tískuverslanirnar og músikina. B: Hvaö atvinnulífiö varöar, veröum viö held ég að gera greinarmun á krökkum úti á landi og í Reykjavík. j sjávarpláss- unum t.d. er jafnvel gefiö frí í skólum þegar fiskur er. S: Neyslan er mjög einkennandi og hún gengur jafnt yfir stelpur og stráka. Auö- vitaö eru þaö stelpurnar, sem kaupa snyrtivörurnar og fötin mest en ég held líka að það sé að verða breyting á því, framleiðendur eru alltaf aö höfða meira til stráka, þeir eru farnir aö lita á sér hár- iö og þess háttar líka. Kannski átta sig ekki allir á því hvaö miklir peningar fara í þetta, tökum t.d. músikina. Það er of- boðslega dýrt fyrir foreldra aö reka unglinga sína, sem þurfa aö eignast plötur, kassettur, græjur. . . E: Maður þarf nú ekki annað en skoöa auglýsingarnar núna vegna ferming- anna. Þaö er veriö aö auglýsa tæki upp á 10—20 þúsund krónur og það er kall- aö „fermingargjöfin í ár“. Og hvernig framleiðendur notfæra sér músikina, t.d. þetta Duran Duran-æöi. Þaö eru töskur og bolir og diskótekin bjóöa upp á Duran Duran kokkteila. M: Nú skyldi maður ætla aö framleiðendur leituöu þangaö sem peningarnir eru fyrir hendi. Ekki eru unglingar rikt fólk. H: Já, en sjáöu til, framboðið leitar líka þangað sem markaðurinn er veikastur fyrir og unglingar eru hópur, sem mjög auðvelt er að skapa þörf hjá. E: Það er alveg makalaust aö fylgjast meö þessu, t.d. í kring um árshátíöirnar núna. Stelpurnar vilja helst breyta sér alveg, fá ný föt, nýja hárgreiðslu. . . þetta eru stórkostleg fjárútlát. H: Ekki bara stelpurnar. S: Þaö er auðvitað ofboöslega erfitt fyrir foreldra að ráöa viö þetta. Þaö er alltaf veriö að höföa til þessara krakka og samkeppnin á þessum árum er svo mikil. Þaö er erfitt fyrir foreldra aö segja nei þegar „allir hinir eiga svona“. E: Já, og þá eru það krakkarnir sem ekki eiga foreldra, sem hafa efni á þessu öllu og þá er farið út í það aö hnupla. S: Eöa sitja heima frekar en láta komast upp um fátæktina! Hvað einkennir veröld unglinganna? Sitja stelpur og strákar við sama borð? Hverju þyrfti að breyta? Vera bauð til sætis við hring- borð og hlustaði eftir sjónarmiðum kvenna, sem vinna á vett- vangi unglinga í Reykjavík. Fulltrúi Veru var Magdalena Schram en þær sem sátu við hringborðið voru: Edda Ólafsdóttir félagsráðgjafi, starfar við Útideildina, Tryggva- götu, Bryndís Guðmundsdóttir kennari, starfar við Unglinga- heimilið Kópavogi, Hjördís Hjartardóttir félagsráðgjafi, starfar við Fjölskylduheimilið Búðargerði og Snjólaug Stefánsdóttir, uppeld- isfræðingur, starfar við Unglingaathvarfið, Tryggvagötu. E: Annað sem mér dettur líka í hug og þá af þessum fáu tilboðum sem eru til fyrir unglingana, þ.e. leiktækjasalirnir. Mér sýnast þeir höfða fyrst og fremst til strákanna og eru mest notaöir af þeim. H: Leikirnir sjálfir höföa líka meira til stráka, þetta eru allt árásarleikir og þess háttar. E: Framleiðendur hafa reyndar gert sér grein fyrir þessu og reynt að koma til móts viö stelpurnar með sérstökum leikjum handa þeim, ekki þó meö aö breyta leikjunum sjálfum heldur t.d. með því aö láta konu vera aðalmann- eskjuna S: og hafa þá léttari H: en það breytir litlu, stelpurnar vilja síð- ur svona árásarleiki. S: Ef marka má tölur frá Æskulýösráöi, þá vilja stelpur síöur keppnisleiki yfirhöf- uð.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.