Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 10

Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 10
H: Auðvitað! Og það að þær breytast á undan strákunum. Og þetta er ekki bara viðhorf til eigin líkama, heldur til sjálfssín. Strákarnirverða stoltir, stelp- urnar feimnar. B: Svo bætist við þessi stöðuga hræðsla hjá foreldrunum, sem þær finna alltaf fyrir. E: Jájá, alltafverið að leggja lífsreglurnar, passaöu þig nú. . . og aldrei almenni- lega útskýringu á hverju. Bara hræðsla. Þaö ýtir auðvitað undir van- mat á sjálfum sér að ekki megi treysta manni. M: Hræðilegaóréttlátt þegar það er í raun- inni veröldin, ekki maður sjálfur, sem ekki er hægt að treysta! Heimilisstörf S: Svo er það alveg klárt að það eru gerð- ar allt aðrar kröfur heima fyrir, t.d. hvað varðar menntun. Jú, það er svo sem allt í lagi að læra en líklega giftir þú þig hvort eð er. . . H: og hvað varðar þátttöku í heimilislífinu. Stelpurnar eru orðnar virkir þátttak- endur í heimilisstörfunum en strákarnir sleppa gjarnan. S: Það kom líka fram í könnun Æskulýðs- ráðs að 49% stelpna hjálpa til heima hjá sér daglega en 24% stráka. E: Og maður verður var við það hve ólík- um augum þau líta þessi störf. Strákun- um finnst sjálfsagt að fá peninga fyrir en stelpunum finnst eðlilegt að gera þetta ókeypis, þær meta sitt framlag ekki til fjár. S: Allt þetta, öll þessi beina eða óbeina þjálfun, sem krakkarnir eru að afla sér ómeðvitað eða meðvitað fyrir fullorð- insárin, hefur áhrif á aðstöðu þeirra í líf- inu seinna meir. H: Strákarnir læra að þeir eiga eftir að sjá fyrir sér sjálfir og fyrir fjölskyldu og það er ýtt undir þá tilfinningu að þeir geti það. Stelpurnar mega nota tímann í að dunda eitthvað, þær eiga hvort eð er ekki eftir að sjá fyrir sér sjálfar. S: Mér finnst þetta koma mjög skýrt fram þegar maður skoðar hvað gerist þegar krakkar flytjast að heiman af einhverj- um ástæðum. Strákarnir geta skellt sér á sjóinn, farið út á land i vinnu. En hvað getur stelpa gert? Ekki fer 15—16 ára stelpa í verbúð, það er beinlínis hættu- legt! M: En nú stendur stelpunum svo sem það sama til boða og strákunum? H: Já já, þær geta svo sem alveg farið á tölvunámskeiðin líka. Ég veit ekki hvernig þetta er kynnt í skólanum. . . S: Hvatningin er ekki nægileg. Það er líka bara einhvern veginn ekki gert ráð fyrir neinu hjá stelpunum, þær læra strax að gera bara þær kröfur til sjálfra sín sem gert er i kring um þær og til annarra kvenna. Hvað er til ráða? M: Er hægt að gera eitthvað í þessu? H: Satt að segja held ég að við séum sjálf svo mótuð af þessum viðhorfum að við mótum krakkana ósjálfrátt af þeim líka. Aö viö séum alltaf meira og minna að ýta undir þessa hefðbundnu skiptingu. B: Þetta er auðvitað alveg stórpólitískt mál og stundum finnst manni að þeir sem ráða, hafi engan áhuga á að breyta þessu. Mér finnst jafnvel að það sé verið að ýta krökkunum til baka, sjá- ið tískuna, bíómyndirnar, sjónvarps- þættina. Kannski tengist þetta atvinnu- leysinu. . . E: Já, mér finnst krakkar núna vera jafn- vel enn þá íhaldsamari. . . M: Tískan, sjónvarpsþættirnir, bíómynd- irnar verða auðvitaö til í þjóðfélögum þar sem atvinnuleysið er þegar skollið á. Við erum aö flytja inn atvinnuleysis- viðhorf til kvenna án þess kannski að atvinnuleysið sé fyrir hendi? H: Atvinnuleysi og ekki atvinnuleysi. Hvernig var þetta þegar við vorum unglingar? Var maður ekki vinnandi öllum stundum. Ég vann á sumar- hóteli, þar sem allt starfsfólkið með ör- fáum undantekningum voru unglings- stelpur á aldrinum 15—18 ára. Nú dytti engum í hug að gera slíkt. Unglingarnir fengju ekki svona vinnu. Það er eðlilegt núna að krakkar vinni ekki en það má ekki kalla það atvinnuleysi. M: Höldum áfram að velta því fyrir okkur hvaö hægt er að gera til að breyta ástandinu. B: Skólarnir, allur æskulýsðsgeirinn, þarf að hefjast handa meðvitað. En eins og ég sagði, þetta er auðvitað stórpólitískt mál. Tökum íþróttastarfsemina sem dæmi — hvaðan koma peningarnir, hverjir útdeila þeim og til hvers? Átak fyrir stelpurnar S: Það þyrfti, a.m.k. tímabundið, að gera sérátak fyrir stelpurnar, hafa sértilboð fyrir þær, sem miðast að því að þær gætu sóst eftir meiri áhrifum og hefðu fleiri atvinnumöguleika. Það þyrfti aö skylda fjölmiðla, ríkisfjölmiðlana, til að fjalla um stelpurnar jafnt og stráka. E: Já, mjög stór þáttur í þessu er athyglin, hún skiptir máli í sambandi tómstunda- störfin og eiginlega allt, sem krakkarnir gera. Þegar konur á annað borð fá at- hygli fjölmiðla, þá er það fyrir að vera fallegar og penar. B: Svo mætti takatil endurskoðunar sam- setningu námskeiða og bekkja. Þaö hefur verið lögð mikil áhersla á blönd- un en ég held aö það hafi verið á kostn- að stelpnanna. S: Þetta kemur einmitt fram í greininni hennar Kristjönu (sjá annars staðar í Veru). H: Líklega þyrfti bara að banna fjölmiðla, alla nema ríkisfjölmiðlana og þar ættu konur að ráða öllu í svona fimm árl! í alvöru að tala, fjölmiðlarnir hafa bók- staflega ekkert aðhald. S: Mér dettur í hug af því að þú minntist á blandaða bekki; það er alls ekki hægt að ræða um kynhlutverk eða kynferði yfirleitt, strákarnir fíflast bara og stelp- urnar þora ekki að opna munninn. Svona hluti þyrfti að ræða í stelpu- bekkjum. H: Strákarnir fíflast og stelpurnar taka allt miklu alvarlegar — en samt ekkert nógu alvarlega. E: Viðhorfin endurspeglast alveg ágæt- lega í venjulegu föstudagskvöldi; stelp- urnar eru bara í því að hafa sig til, strák- arnir detta í það lenda í slagsmálum, geta verið með mörgum stelpum sama kvöldið — hvað haldið þið að fólk segi um stelpu sem er að gefa mörgum und- ir fótinn í einu? — og svo þegar þeir meiða sig í slag eöa deyja úr brennivíni, þá koma stelpurnar og stumra yfir þeim. Ms Sjúkraliðar Þriggja mánaða framhaldsnámskeið I hjúkrun aldraðra veröur haldið í haust ef næg þátttakafæst. Upplýsingar á skrif- stofu skólans í síma 84476 milli kl. 10 og 12. Umsóknarfrestur er til 1. júní n.k. Sjúkraliðaskóli íslands. Hjúkrunarfræðingar — sjúkraliðar og aðstoðarfólk óskast til sumarafleysinga. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 29133 kl. 8—16. Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar Hátúni 12.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.