Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 11

Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 11
Frítími unglinga er yfirleitt meiri en okkar full mikilvægt hvernig þau verja honum með tilliti fyrir framtíðina. í apríl 1984 var gerð könnun í nefndar æskulýðsráðs og fræðsluráðs Reykja’ venjur barna og unglinga. Könnun var gerð í Reykjavíkur og náði til annarar hvorrar bekkja 1704 svöruðu og var svarhlutfall um 90°/o. TOMSTU STRÁKA Sirðna fólksins oa j er Jl þroska og þjál funar jð undirlagi saml starfs- jíkur um tómstut ida- pum Grunnskó um •leildar í 5. 7. og 8. bekk. VENJUR STELPNA Margt athyglisvert má lesa út úr þessari könnun og má sjá greinilegan mun á áhugamál- um annars vegar drengja og hins vegar stúlkna. M.a. var spurt hvaða aðstöðu þau vildu að komið væri upp í þeirra hverfi og kom þar t.d. fram að 36% drengjanna vildi fá fót- boltavöll en einungis 9% stúlknanna. 57% stúlknanna vildi fá skautahöll en einungis 19% drengjanna og þannig mætti áfram telja. Athyglisvert er að drengirnir virðast hafa meiri áhuga á aðstöðu til keppnisíþrótta en stúlkurnar. Hér að neðan eru dregnar fram nokkrar niðurstöður þessarar könnunar og sýna þessar tölur greinilegan mun á áhugasviði drengja og stúlkna. I þessum tölum má sjá greinilegan mun á íþróttaiðkun kynjanna hvað varðar að æfa með íþróttafélagi og sama er upp á teningnum varðandi not á heimilistölvum og það að stunda dans og ballet. í vetur var gerð könnun á kynskiptingu í tómstundastarfi æskulýðsráðs Reykjavíkur og kemur þar í Ijós mikill munur á áhugasviði kynjanna. Yfir 80% stúlknanna sækir í greinar sem flokkast undir listir eða leik- ræna tjáningu, þ.e. leiklist, dans, leðurvinnu, hnýtingar, föndur, snyrtingu og leirmótun. Hins vegar velja 84,1 % drengj- anna í tómstundastarfinu greinar á tæknisviði. Greinarn- ar eru tölvur, borðtennis, skák, vélfræði, plastmódel, bridds, fluguhnýtingar, myndbönd, Ijósmyndun og rafeindavinna. Þessar tölur sýna greinileg- an mun á vali viðfangsefna eftir kynjum og um leið sýnir það okkur muninn á því hvernig stúlkur annars vegar og dreng- ir hins vegar búa sig og þjálfa undir framtíðina. Það verður ekki horft framhjá því að miðað við núverandi kröfur og viðhorf í þjóðfélaginu, þá virðast drengir í mun meira mæli en stúlkur eyða sínum fritíma í hluti sem^koma til með að nýt- ast þeim beint á vinnumarkað- inum í framtíðinni. Á tímum tæknivæðingar og örrar framþróunar er það um- hugsunarvert að stúlkur eru einungis 25,3% þátttakenda í tölvunámskeiðum á vegum skólanna. í töflunni hér á und- an eru einungis 19% stúlkn- anna sem nota heimilistölvur meðan 47% drengjanna gerir það. Þaö er nauðsynlegt að allir þeir sem vinna með ung- ligum, kennarar, æskulýðs- leiðtogar o.fl. örvi áhuga bæði drengja og stúlkna á sem flest- um sviöum tómstundastarfs, því það er ekki síður mikilvægt að drengir leggi fyrir sig listir og leiktjáningu en að stúlkur stormi inn á önnur svið s.s. raf- eindafræði, tölvumál o.fl. Snj. líaBT^ rcrrrsj tysiiL LjósmyncL- Gerður Arnórsdóttir Spurt var hvað unglingarnir gerðu á virkum dögum eftir að skóla lyki. (Svarmöguleikarvoru aldrei, 2—3sinnum í mánuði, 1 sinni íviku, 2—3 sinnum í viku og svo til daglega. Hér verður einungis greint frá hve stórt hlutfall sinnir eftirfarandi áhugamálum, og hve margir gera það svo til daglega). Tómstundavenjur Stúlkur hlutfall svo til dagl. Drengir hlutfall svo til dagl. Horft á myndbönd af einkatæki 56% 8% 68% 12% Sinni áhugamálum minum heima (t.d. handavinnu frímerkjasöfnun, teiknun o.s.frv.) 85% 19% 69% 18% Hjálpa til heima 97% 49% 94% 24% Fer á dansleiki hjá /E.R. í félagsmiðst. Fer á skíði 39% 65% 1% 35% 61% 10/0 Stunda einhverja aðra íþrótt 61% 11% 73% 240/o Æfi íþróttir meö íþróttafélagi 25% 4% 42% 80/0 Fer í leiktækjasali 20% 3% 45% 60/0 Nota í heimilistölvu 19% 5% 470/o 22o/o Stunda ballet eða dans 31% 3% 50/0 10/0 Fer að vinna 43% 9% 38% 12% Tek þátt í tómstundastarfi í skólunum 31% 1% 350/o 10/0

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.