Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 12

Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 12
 \ 'pk e' *$** t& se^nao^ aö ^Aí-^fsrv,' neO^_w«J^a! WPXÖ^ > öZ^Zie' van ><"^S>a ?S»a va **§£ <5>,3S* °ív >e e> W» <uv><5> ?* >V< "eet"?w«5'6 v'''e>a'"5'MrS<""* o<e at? fose''e'?»fí<s«" \)0> íXA< aö sVö' pö ^v\i\s>a VA\owe^ s>a e(A O0 >6Í<"" eí o9 vj\ö > SCÖfo- Ljósmynd: Gerður Arnórsdóttir Orsök misréttisins er aö finna í þjóöfélaginu hjá öllum þeim aöilum sem koma við sögu í mótun einstaklings. í þjóðfélagi þar sem kynbundin aögreining er notuö til aö skipta fólki upp í hópa meö aö- greind sérsviö og hlutverk. Og síðan réttlætir sú skipting sjálf- krafa völd og yfirráð karla en aðstöðu kvenna og hlutverki þeirra fylgir valdaleysi. Þaö hlutverk kvenna aö ala upp börn og hugsa um heimili setur þeim skorður. Fyrir konur er þaö ekki mjög hagkvæmt aö velja langskóla- nám. Móöurhlutverkinu hentar einmitt betur stutt nám og starf sem hægt er aö vinna á þann hátt aö þaö komi sem minnst niður á umönnun barnanna. Fyrir karla er það yfirleitt hag- kvæmt að velja menntaveginn. Hlutverk þeirra sem fyrirvinna heimilis er aö jafnaði auðveld- ara eftir því sem launavinna þeirra er betur tryggð. Starfs- menntun, „status'1 og frami eru mikilvægustu þættirnir. Þannig er nám karla góð fé- lagsleg fjárfesting. En nám kvenna er oft á tíðum hrein sóun m.t.t. þess framtíðarhlut- verks sem fellur þeim í skaut í hinni félagslegu framleiðslu. Þannig stýrir og jafnframt takmarkar hiö heföbundna hlutverk kvenna möguleika þeirra til menntunar. í Ijósi þessa má einmitt skýra hiö kynbundna val námsbrauta. Konur velja sér nám tengt þjónustu og umönnun einstak- linga. Þær stunda þau launa- störf nú á vinnumarkaðnum sem áöur tilheyröu heimilun- um. Þær eru meira á einstak- lingsbundna sviðinu. Karlar aftur á móti sækja í nám sem tengist stjórnun, peningum og status. Athuganir á viðhorfum og kröfum stráka og stelpna hafa sýnt aö stelpur meta menntun meira innihaldsins vegna á meðan strákar líta frekar á menntun sem undirbúning undir framtíöarstarf á vinnu- markaönum. Strákar leggja meiri áherslu á aö starf komi þeim til góöa sem einstakling- um í formi peninga eða áhrifa. Stelpur líta fremur á hina mannlegu og félagslegu kosti starfs og aö auðvelt sé að aö- laga starf aö kröfum fjölskyld- unnar. Margar athuganir bæði hér og erlendis hafa sýnt þaö aö jafnvel þó stelpum gangi mun

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.