Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 21

Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 21
marga aðdáendur meðal slíkum vangaveltum. Hins stelpna", segir hún, „þvíaðég vegar er það staðreynd, að vil ýta undir þær. Ég reyni að hún er nógu gömul til að muna efla styrk þeirra, og hugrekki. eftir upphafi rauðsokkahreyf- Mig langar til aö sýna nýja ingarinnar og jafnframt nógu konu“. gömul til að hafa háð eigin baráttu til að öðlast sess og Fn pr pkki híll“ virðingu. Cl crNtxl UIM Og Cyndi Lauper virðist á Kannski má segja að þetta grænni grein hvað framabraut ákveðna og meðvitaða viðhorf í músik snertir. Hún fékk Cyndiar Lauper eigi rætur Grammy-verðlaunin fyrir árið sínaraðrekjatilaldurshennar, 1984sem besti nýi listamaður- enda þótt hún sé sjálf á móti inn í tónlist og eitt listapopps- slíkum fullyrðingum og álíti að met hefur hún slegið: Mikið aldur skipti ekki máli þegar veður var gert út af því að rætt er um gjaldgengi fólks: Lionel Richie var fyrsti ,,Ég er ekki bíll“, segir hún við músikantinn sem stanslaust í heilt ár var með lög af sömu breiðskífunni einhvers staðar í 40 efstu sætunum á banda- ríska vinsældalistanum — það hefur hins vegar farið hljóðar að Cyndi Lauper var í samfellt 56 vikur með lög af sinni fyrstu og einu sóló-breiðskífu á topp 40: Girls just want to have fun, Time after time, She bop, All through the night og Money changes everything. Öll nema það síðastnefnda komst í topp 5, en það í topp 20. Hlátur og boðskapur í kjölfar þessarar velgengni getur Cyndi leyft sér að gamna sér við eina af ástríðum sínum — atvinnufjölbragðaglímu. ,,Bæði í rokki og fjölbragða- glímu eru litríkir karakterar", segir hún, ,,hvort tveggja er vinsælt skemmtiatriöi". Hún gerðist umboðsmaður hinnar 24ára Wendiar Richter, fyrrum heimsmeistara í fjölbragða- glímu kvenna, og segir að fjöl- bragðaglíman sé sér mikið áhuga- og alvörumál. Svo virð- ist þó sem hún hafi ekki síður skyn fyrir hinni skoplegu hlið þessarar íþróttar, því að hún fékk 22 þúsund áhorfendur á keppni milli skjólstæðings síns og Leilani Kai til aö engjast um af hlátri þegar hún lagði til atlögu við og kýldi þjálfara and- stæðingsins — en með gorm- knúnum gúmmíboxhanska eins og sirkustrúðar nota. ,,Ef maður verður of alvarlegur get- ur maður dáið úr stirðleika", segir Cyndi Lauper. Hún hefur samt sem áður boðskap fram að færa og leggur sig fram um að nota músikina, tískuna og vídeóið til að koma sannfær- ingusinniáframfæri. Húnseg- ir: ,,Ég er ekki að reyna að vera öðruvísi en aðrir. Ég er bara aö segja að þaö sé í lagi að vera maður sjálfur, jafnvel þótt maður sé dálítið asnalegur á köflum". Og boðskapur henn- ar hefur ekki fallið í grýttan jarðveg, því að Ms. tímaritið, þar sem meðal ritstjóra er kvenréttindakonan Gloria Steinem, kaus Cyndi Lauper meðal kvenna ársins 1984 í janúarhefti blaðsins '85. Að gera það sem manni býr í brjósti Þá er farið að sjá fyrir end- ann á þessu skrifi um kjarna- konuna Cyndi Lauper. Vér Ijúkum henni með að lýsa við- horfi hennar til þeirrar söng- konu sem nú selur hvað grimmast plötur fyrir westan. Madonna nefnist hún, 24 ára gömul, af ítölskum ameríkön- um komin eins og Cyndi, en viðrar önnur og íhaldsamari viöhorf með textum sínum og framkomu en hún. Madonna þykir selja sig með sexý eða jafnvel klúrri og niðurlægjandi framkomu og texti við þekkt- asta lag hennar (Material girl) hljóðar upp á að hún muni gera allt fyrir peninga og taka þeim manni sem best og mest geti skaffaö í það og það skiptið. Sumir hafa gengið svo langt að segja að Madonna sendi kvennabaráttuna 1000 ár aftur í tímann, að hún sé fulltrúi fyrir þá lágkúrulegustu ímynd sem karlrembusvín hafi gert af kon- um í gegnum tíðina. Cyndi Lauper segir hins vegar: „Hvernig er hægt að gagnrýna konur fyrir að hafa kynhvöt þegar karlmenn hafa árum saman lofsungið þann eigin- leika sinn? Hún (Madonna) er bara að gera það sem býr henni í brjósti. Það vill bara svo til að mér liggur annað á hjarta. Konur hafa hvað sem öllu líður kynhvöt og hana ætti hvorki að bæla né fela". Og hér með er botninn sleg- inn í þennan samtíning um systralagskonuna Cyndi Laup- er, sem reyttur var úr News- week og miklu víðar. Andrea Jónsdóttir 21

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.