Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 28

Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 28
Á borgarstjórnarfundiþann 21. marss.l. urðu allnokkrar umrœður um gatnagerðargjöld í Reykjavík. Greiðslu þeirra er þannig háttað að þeir sem nú byggja í Grafarvoginum greiða ákveðið lágmarksgatnagerðargjald sem miðast við 650 m3 einbýlishús, 550 m3 raðhús og 450 m3 íbúð í fjölbýlishúsi. í krónum talið er gjaldið af einbýlishúsi 479-771,- kr. (738,11 þer m3), af raðhúsi 260.975,-kr. (474,50þer m3) og af íbúð í fjölbýlishúsi 94.900,- kr. (210,89 þer m3). Ef byggt er stœrra hús en lágmarksgjaldið miðast við þarf að sjálfsögðu að greiða aukagjald sem nemurþeim rúmmetrafjölda sem er umfram, en ef byggt er minnaþágildir lágmarksgjaldið. Með öðrum orðum, þeir sem byggja tiltölulega lítil einbýlishús og raðhús í Garfarvogi greiða í raun hœrra gjald á hvern rúmmetra en aðrir. Sem dœmi má nefna að sá sem byggir500 m3 einbýlis- hús borgar rúmum 110.000,- kr. meira í gatna- gerðargjald með þessu móti en efhann greiddi í samrœmi við raunverulegt byggingarmagn. Munar flesta lánskjaraþrœla um minna. Óréttlæti gagnvart húsbyggjendum Engra kosta völ Ef þetta mál er skoðað í víðara samhengi kemur í Ijós hvaða upphæðir þarna er um að ræöa. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofustjóra borgarverkfræöings voru 125 einbýlishús af 339, samþykktum áriö 1984, undir viðmiðunarstærð eða um 37%. Ef aðeins hefði verið miöaö viö endanlega stærð húss heföi mismunur á gatnagerðargjöldum orðiö um kr. 6.400 þús. Af 119 raðhúsum voru svo 40 hús eða um 34% undir viömið- unarstærð. Mismunur þarna er um 1.600 þús. Borgin skattlagði sem sagt þá húsbyggjendur um 8 milljónir króna á síðasta ári sem byggðu minni hús en skipulagið í Grafarvogi gerði ráð fyrir. Ég kalla þetta skattlagningu vegna þess að þessir húsbyggjendur áttu þess ekki kost að byggja á minni lóðum sem miðuðust við minna byggingarmagn. Þeir áttu ekkert val í þessari „frjálsu" borg þar sem allir geta fengið lóðir og byggt eins og þeim sýnist. Minni lóðir lægri gjöld En hvernig er hægt að breyta þessu óréttlæti gagn- vart þeim húsbyggjendum sem hvorki vilja né geta byggt stór einbýlishús eða raðhús? Kristján Benedikts- son (F) lagði fram tillögu um að reglum um gatnagerðar- gjöld yrði breytt á þann veg að gjaldið miöaðist við raun- verulegt byggingarmagn á lóð og að það viðmiðunar- gjald, sem fólk greiðir þar til endanlegar teikningar liggja fyrir, yrði lækkað þannig aö það miðaöist við 550 m3 einbýlishús, 450 m3 raðhús og 350 m3 íbúð í fjölbýlis- húsi. Við fyrstu sýn er þessi tillaga mjög sanngjörn en hefur ákveðinn annmarka þegar betur er að gáö. Hann er sá, að ef um er að ræða tiltölulegar stórar lóðir, eins og í Grafarvogi, með litlum einbýlishúsum þá er vafa- samt að borgin næði inn fyrir þeim kostnaði sem hún hefu r af því að gera þær byggingarhæfar. Það er því vel hugsanlegt að með þessu móti myndu gatnageröar- gjöldin ekki standa undir framkvæmdum á nýbygging- arsvæðum sem óneitanlega kæmi niöur á öörum þátt- um í rekstri borgarinnar eða aukinni skattheimtu. Kvennaframboðið er þeirrar skoðunar að eðlilegra sé að taka á þessu máli viö skipulag nýrra íbúðarhverfa og gera þar sérstaklega ráð fyrir lóðum undir smærri ein- býlishús og raðhús. Þar sem lágmarksgatnagerðar- gjöld miðast við nýtingarmöguleika lóða samkvæmt skipulagi, þá hefði þetta sjálfkrafa í för með sér að þau myndu lækka og enginn þyrfti að greiöa meir en honum ber. Með þessu móti fengist líka mun betri nýting á landi og borgin fengi þar með tekjur í samræmi við þann kostnað sem hún hefur af því að gera lóðir byggingar- hæfar. Við fluttum tillögu um þetta á borgarstjórnar- fundinum þann 21. mars og hún er nú í athugun í borg- arráði ásamt með tillögu Kristjáns Benediktssonar. Og nú er bara að bíða og sjá hvort borgaryfirvöld gera ekki gangskör í því að leiðrétta það misrétti sem nú við- gengst gagnvart þeim húsbyggjendum sem hvorki vilja né geta byggt stór og dýr hús. Ingibj. Sólrún Gísladóttir

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.