Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 30

Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 30
Vísað til ríkisstjórnar Við þessa umræðu sagði Guðrún Agnarsdóttir frá því að Kvennalistakonur hafa hitt að máli þann hóp stjórn- skipuðu nefndarinnar sem fjallar sérstaklega um geð- heilbrigðismál barna og unglinga og komist að raun um að hugmyndir þeirra um úrlausn þessa vanda ungra fíkniefnaneytenda falla mjög vel að hugmyndum nefnd- arinnar. Hún sagðist ennfremur vilja undirstrika og leggja ríka áherslu á þaö aö þennan vanda mætti leysa án þess að til kæmu húsbyggingarframkvæmdir eða önnur dýr meðferðarúrræði. Allsherjarnefnd vísaði till- lögunni til ríkisstjórnarinnar „í trausti þess aö fram- kvæmdir verði í samræmi við vilja alþingismanna, þegar tillögur til úrbóta liggja fyrir og til þeirra verði veitt fé.“ Guðrún sagði flutningsmenn tillögunnar sætta sig vel við afgreiðslu málsins með þeim skilyrðum sem alls- herjarnefnd setti fram. s w e r s k ■ ■ o t t u n s a m s k ■ ■ o t t u n Þegar sérsköttun hjóna var tekin upp á sínum tíma var stigið stórt skref ípá átt að viðurkenna að lögum fjárhagslegt sjálfstœði giftra kvenna. En löggjafinn tók ekki við sér á öðrum sviðum eins og nauðsynlegt var og hafði pað í för með sér að giftar konur purftu að hafa meira fyrir hverri krónu sem pcer unnu sér inn en áður, pannig að í reynd pýddi sérsköttunin aukið vinnuálag á kon- um. Alla tíð síðan sérsköttunin vartekin upp hefur verið barist fyrir pví af hálfu kvenna að ná fullnaðarleiðréttingu ípessa átt, fyrir aukningu dagvistarrýmis, lengingu fæðing- arorlofs og hærri launum, fyrirfjárhagslegu sjálfstæði kvenna sem er meginundirstaða frelsis og sjálfstæðis kvenna á öðrum svið- um. í stjórnarfrumvarpi um tekju- og eignaskatt sem nú liggur fyrir þinginu er að finna ákvæði um samsköttun hjóna á vissu tekjubili, eftir því hvernig tekjuöflun skipt- ist á milli þeirra innbyrðis, þ.e. tekjuhærri makinn fær ákv. frádrátt frá skatti sé hinn aðilinn með mjög lágar tekjur. (í langflestum tilfellum er tekjulægri makinn kon- an og með skattastefnu af þessu tagi eru skattalögin i raun að taka tillit til þess að flestar konur bera ákaflega lítið úr býtum fyrir framlag sitt á vinnumarkaðinum). Kvennalistakonur tóku afstöðu gegn þeirri samskött- unarstefnu sem í frumvarpinu er boðuð fyrst og fremst vegna þeirrar grundvallarskoðunar að hvern einasta einstakling, karl eða konu, beri að lita á sem fjárhags- lega sjálfstæðan aðila, jafnt í skattalögum sem öðrum lögum. Réttlæting á lágum launum Samsköttunarstefnan sem í frumvarpinu er kveðið á um hefur í för með sér að konan er gerð að nokkurs kon- ar viðhengi marka síns og lág laun kvenna úti á vinnu- markaðinum um leið réttlætt. Kvennalistakonurteljaað réttlæting á lágum launum kvenna eigi hvergi heima, hvorki í skattalögum né annars staðar. Ef, hins vegar, samsköttun ber að túlka sem skref í þá átt aö meta ein- hvers vinnu inni á heimilunum, þá er hér um gersam- lega óviðunandi fyrirkomulag að ræða. í fyrsta lagi ættu launin að skrifast á þann sem heimilisstörfin vinnur en ekki þann sem þeirra nýtur, en eins og þetta er sett fram hér, er verið að veita þeim aðilum frádrátt frá skatti sem hefur á framfæri sínu tekjulausan maka. í öðru lagi eru heimilisstörf unnin á öllum heimilum, ekki aðeins á heimilum hjóna eða sambýlisfólks. í þriðja lagi getur ekki talist réttlátt að hér er ekki tekið tillit til þeirra kvenna sem vinna fulla vinnu utan heimilis og síðan heimilisstörfin að auki og búa þar af leiðandi við tvöfalt vinnuálag. Kvennalistakonur lögðu til að þeirri fjárhæð sem þarna væri ætlað til millifærslu milli hjóna, samtals um 200 millj. kr. yrði greitt út í formi barnabóta sem þá hækkuðu úr 15 þús. í 30 þús. kr. Á þann hátt nýttist þetta fé best þeim sem verst efnin hafa og þeim sem börnin eiga. Þessi tillaga fékk því miður ekki hljóm- grunn meðal þingmanna og var felld, en þau sjónarmið sem Kvennalistinn setti þarna fram voru einnig sett fram af Kvenréttindafélagi íslands og Jafnréttisráði í umsögnum um þetta mál, sem snertir grundvallaratriði í hugmyndafræöi um kvenfrelsi. Auknar barnabætur Staðgreiðsla skatta Staðgreiðslukerfi skatta er tvímælalaust hagsmuna- mál margra þjóðfélagshópa og þá fyrst og fremst þeirra sem hafa sveiflukenndar tekjur. Má þar sérstaklega nefna sjómenn og fiskvinnslufólk, svo og konur sem þurfa að minnka við sig störf utan heimilis eða hverfa tímabundið af vinnumarkaði til að gæta bús og barna. Kvennalistakonur lögðu á haustdögum fram tillögu, sem enn er óafgreidd, um að komið yrði á staðgreiðslu skatta, en tvisvar sinnum áður hafa verið lögð fram frumvörp um þetta efni, án þess aö hljóta endanlega af- greiöslu á þingi og margar ríkisstjórnir hafa haft stað- greiðslu skatta á stefnuskrá sinni. Kristín Halldórsdóttir rakti við flutning tillögunnar þá margvíslegu kosti sem staðgreiðsla skatta heföi í för með sér og sagði ástæðu til þess að ætla að slíkt fyrir- komulag ætti sér fylgi innan allra flokka og samtaka sem nú eiga fulltrúa á Alþingi. Með flutningi tillögunnar vildu Kvennalistakonur látaí Ijós afstöðusínatil málsins og með afgreiðslu hennar kæmi í Ijós hvort um meiri- hlutafylgi væri að ræða. Atkvæðagreiðsla hefur enn ekki farið fram. 30

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.