Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 32

Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 32
Nú hefur verið lögð fram að nýju þings- ályktunartillagan um kennslugagnamið- stöðvar í öllum landshlutum, en hún fékkst ekki afgreidd á síðasta þingi. Guðrún Agnarsdóttir er fyrsti flutnings- maður tillögunnar en hana flytja auk Guð- rúnar þau Hjörleifur Guttormsson, Eiður Guðnason, Kristín Halldórsdóttir, Kristófer Már Kristinsson, Ólafur P. Þórðarson og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. Jafn- rétti tii náms Markmiðið meö flutningi tillögunnar er að jafna að- stöðu barna til náms og kennslu hér á landi þannig að öllum nemendum, hvar á landinu sem þeir búa, verði tryggður aðgangur að fjölbreyttum kennslugögnum. Guðrún Agnarsdóttir benti á i ræðu sinni þegar hún mælti fyrir tillögunni 7. febrúar, að skólar landsins eru afar misvel búnir hvað þetta varðar og þar standa skólar í dreifbýli mjög höllum fæti. Litlir skólar eru víða mjög vanbúnir að tækjum og aðstöðu og á sviði verklegrar kennslu er ástandið oft hörmulegt. Aðstöðumunur nemenda Eins og liggur í augum uppi bitnar þessi aðstöðumun- ur á árangri nemenda og hefur fengist staðfest með samanburði sem sýnir að lakastan árangur úr sam- ræmdum prófum hafa fámennustu og dreifbýlustu fræðsluumdæmin. Þó að slík próf séu engan veginn al- gildur mælikvarði á hæfni nemenda ræður niðurstaða þeirra þó miklu um framtíð þeirra og hverja stefnu hún getur tekið. Þess er seint að vænta að fullkomin skólasöfn rísi við alla skóla, ekki síst ef haft er í huga að í yfir 100 grunnskólum eru nemendur færri en 100. Þeir skólar munu ekki í bráð eignast þau tæki og gögn sem talin eru upp í 72. gr. grunnskólalaganna: „Við hvern grunnskóla skal vera safn bóka og náms- gagna. Að skólabókasafni skal þannig búið að því er varðar húsnæði, bókakost, önnur námsgögn og starfs- lið, að þau geti gegnt því hlutverki að vera eitt af megin- hjálpartækjum í skólastarfinu. f bóka- og námsgagnasafni eru bækur og annað prentað efni, kvikmyndir, myndræmur, skyggnur, glær- ur, myndsegulbönd og annað myndritað efni, enn frem- ur hljómplötur, segulbönd og annaðhljóðritað efni, svo og hvers konar tæki til flutnings á þessu efni og fram- leiðslu í þau.“ Lítil sveitarfélög munu við óbreyttar aðstæður ekki hafa bolmagn til að búaskóla sína öllum nauðsynlegum gögnum, en engu að síður er nauðsynlegt að tryggja öll- um nemendum aðgang að vönduðum og fjölbreyttum náms- og hjálpargögnum. Kennslugagnamiöstöðvar Tillagan um kennslugagnamiðstöðvar í öllum lands- hlutum felur í sér leið til lausnar þessum vanda (þar er þess farið á leit að kannað verði hvernig best yrði hagað samstarfi milli ríkis og samtaka sveitafélaga um að koma á fót kennslugagnamiðstöðvum). Þar er sett fram sú hugmynd, eins og segir í tillögunni: ,,Að komið verið á fót kennslugagnamiðstöðvum í tengslum við fræðslu- skrifstofur í öllum landshlutum. Kennslugagnamið- stöðvarnar hafi það meginverkefni að lána skólum námsgögn, kennslutæki og hjálpargögn, þannig að öll- um nemendum verði tryggður aðgangur að fjölbreytt- um kennslugögnum, hvar á landinu sem þeir búa.“ Samvinna skóla Gert er ráð fyrir að litlir skólar á ákveðnu svæði, jafn- vel allir skólar á sama svæði, eigi saman ýmis þau gögn, tæki og áhöld sem hverjum einum skóla reynist ofviða að eignast upp á eigin spýtur eða ekki er ástæða til að hver skóli eigi. Hér er t.d. um að ræða ýmis dýr' kennslutæki og hjálpargögn sem aðeins eru notuð skamman tíma á hverju skólaári. Hér er sveitarfélögum ætlað stórt hlutverk, en Ijóst er að aðstæður þeirra til að rækja það eru afar mismun- andi. Rétt þykir því að ríkið beri allan stofnkostnað af slíkum kennslugagnamiðstöðvum og tryggi jafnframt helming af rekstrarkostnaði samkvæmt nánari reglum sem setja þarf. Guðrún tók fram í ræðu sinni að með tillögunni væri alls ekki verið að boða að hverfa ætti frá því markmiði að í framtíðinni rísi skólasöfn við alla skóla. Miklu fremur mætti líta á kennslugagnamiðstöðvar sem mikilvægt spor í þá átt. Útlán námsgagna og kennslutækja myndu stuðla að hagkvæmni við þá uppbyggingu, um leið og gætt væri ítrustu hagkvæmni og þjónusta bætt. Þá sagði Guðrún með öllu óverjandi að börn okkar skuli hafa svo misjafna aðstöðu til náms eftir búsetu sem raun ber vitni: „Nútíminn og framtíðin gera æ meiri kröfur til manna, bæði um fjölbreytta og sérhæfða menntun. Það er því hvorki boðlegt börnum þessa lands að draga þau svo í dilka hvaö varöar undirbúning undir lífið, né heldur hefur þjóðin efni á því." Könnun á árangri skólastarfs Menntamálaráðherra sagði spurninguna vera um fjármagnið og sannleikurinn væri sá að Námsgagna- stofnun, sem sæi um dreifingu kennslugagna, væri bú- in aö vera í fjársvelti árum saman. Úr því hefði að hluta verið bætt á síöustu fjárlögum. Hún sagði aö ákveðið hefði verið að láta gera sérstaka könnun á árangri skólastarfs í landinu og það teldi hún meginatriði til þess að hægt væri að átta sig á hvar þyrfti e.t.v. að gera breytingar. Ragnhildur dró í efa að ástæða mismunandi námsárangurs á ýmsum stöðum á landinu væri vegna skorts á kennslugögnum og kennslugagnamiðstöðvum og sagði hugleiðingar Guðrúnar um orsakir þessa ein- vörðungu getgátur. Guðrún svaraði því til að almennur aðstöðumunur á milli þéttbýlis og dreifbýlis réði að sínu mati úrslitum í þessum efnum. Hún sagðist skora á menntamálaráðherra að beita sér af alefli við að jafna aðstöðu þéttbýlis og dreifbýlis í menntunarmálum og svosannarlega myndu Kvennalistakonurstyðjaþétt við bakið á henni í þeim efnum. Kristín Árnadóttir, skrifaöi þingmálasíðurnar

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.