Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 34

Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 34
VERULEGAR VÆNTINGAR (Great expectations) eftir Kathy Acker Þaö sem skemmtir mór viö lestur „Great expectations”, skáldsögu eftir Kathy Acker, er hvorki söguþráöurinn eöa persónurnar ( bókinni heldur uppskriftin að henni. Þessi uppskrift byrjar einhvern veginn á þessa leið: Taktu eitt stykki af vel- þekktri og mikilsvirtri bók eftir rithöfund sem allir dá. Skýröu nýju bókina í höfuöiö á þessari bók og byrjaöu hana eins. Nú setur þú nokkrar blaösiöur meö útlistunum á þinum persónulegustu fjölskylduerjum og skrifar siöan á eftir samtal upp úr sápu- óperu í sjónvarpinu. Þá skrifar þú þekktum rithöfundum eöa gömlum kunningjum nokkur vel valin orð í sendibrófsformi undir dulnefni. Síöan lýsir þú ímyndaðri heim- sókn til einhvers þjóöhöfðingja í fjarlægu landi. Og svo framvegis. . . Óþarfi er aö binda sig viö bækur Charles Dickens. Til- valdar bækur í þessa uppskrift eru „Borg- arættin”, „Brekkukotsannáll" eöa „Ég um mig frá mór til mín”. RITSTULDARSTEFNA Umrædd bók Ackers skiptist í þrjá hluta: Sá fyrsti nefnist „Ritstuldarstefna” og undir hann falla kaflarnir „Ég rifja upp bernsku mína”, „Ég legg land undir fót til að taka viö auðæfum mínum” og „Heims- ins undirheimar”. Annar hlutinn heitir „Upphaf ástarævintýrsins” og skiptist í „Dagur” og „Nótt”. Þriöji hlutinn kallast stutt og laggott „Endir” og samanstendur af fimm köflum: „Til dyranna”, „Á þrösk- uldi”, „Fyrir innan”, „Um eöli listarinnar eftir Propertius” og „Samræður ætlaöar fólki sem ekki er hór”. Kaflaheitin segja talsvert til um innihald bókarinnar. Aörar skáldsögur Acker eru meöal ann- arra „Kathy fer til Haiti”, „Fulloröinsár Toulouse Lautrec” og „Dauöi minn, líf mitt eftir Pier Palo Pasolini”. Þessar þrjár bækur hef ég ekki lesiö en ég hef lesiö nokkrar styttri ritsmíöar eftir Acker sem hafa birst i þeim bandarfsku tímaritum sem leggja áherslu á tilraunakenndan texta. Sú sem mór finnst best nefnist „Models of our present” og mætti ís- lenska sem „Líkön þess tíma er viö lifum” eða „Fyrirmyndirsamtiöarinnar” eðajafn- vel „Fyrirsætur dagsins í dag” allt eftir þvi hvaða skilningur er lagöur í megintextann. Þessi texti Ifkist um margt „Verulegum væntingum”. Acker byrjar á aö skýrskota eða vitna til einhvers sem einhver spek- ingurinn hefur fullyrt og sýnir svo fram á aö fullyrðingarnar stangast á viö hennar veru- leika. Hennar raunveruleiki er sá aö vera kvenkyns rithöfundur, blankur og búandi f fátækra- og listamannahverfi á Manhatt- an. FATAFELLU-DEBUTANTE Hvaöan kemur þessi Kathy Acker? Hún fæddist inn í velstæða gyðingafjölskyldu f New York fyrir um 35 árum. Var vand- ræðaunglingur og rekinn sem slíkur aö heiman. Giftist fátækum náunga til aö hafa möguleika á styrkjum til háskóla- náms og tók B.A. próf f fornbókmenntum. Byrjaöi í heimspeki en hætti til að gerast „fúltæm” Ijóöskáld íNew York. Þaögaf aö vonum Iftið af sór, svo hún vann viö þaö sem bauöst. Meðal þess sem bauðst var aö leika í pornómyndum sem kunningjar hennar geröu til aö fjármagna þær kvik- myndir sem þá langaði til aö gera. Eftir þessa reynslu sem „kvikmyndastjarna” vann hún um tíma sem fatafella og sá heimur sem hún kynntist í starfinu bví birt- ist í verkum hennar, ófegraöur. í ensku blaöi sá óg þetta um hana: „Líf Kathy Acker er ekki lygasaga en líkist þó engu meir.” Blööunum finnst lif hennar miklu skemmtilegra til umfjöllunar en bækur hennar. Til dæmis er hún sögö „eina New York debutante sem tekiö hefur upp á því að dansa á sviöum næturklúbbanna viö Times Square ber”. Aö vera „New York deubtante” er aö vera yfirstéttardekur- bolla sem er kynnt hinu liðinu á formlegum dansleik, og þykir þetta meiriháttar þar. En Acker hefur ákveðnar skoðanir á vinnunni og eru þær svona: „Ef þú á annaö borö veröur að vera vinnuþræll þá er best aö vera þaö í eins stuttan tíma og hægt er. Ef þú þarft aö selja eitthvað er skárra að selja Ifkamann en sálina”. Þaö eru svona fullyröingar sem koma á hana heitinu pönk-skáld. ÞOLI EKKI REGLURNAR Um rithöfunda segir Acker: „Mér hafa aldrei falliö rithöfundar eins og Bellow eöa Updike. Mór hafa ætíö þótt þeir tilgeröar- legir og aö þeir skrifi fyrir þröngan les- endahóp. Sko, þeir skrifa setningar eins og þær eiga að vera og fara eftir öllum þessum reglum sem segja um hvaö á aö skrifa og hvernig.” Fyrir mór hljómar þetta eins og dúx sem er aö reyna aö sannfæra aöra um aö aldrei lesi hún nú heima. Þær ritsmíöar sem óg hef lesið eftir Acker eru þrælskipulagöar, en þó segir hún um skrif sín: „Frásögn er form eins og önnur form. Mér leiðist hún bara. Ég á viö aö ef ég þarf aö muna í dag hvaö óg skrifaði í gær leiöist mór aö skrifa. Úr þvf mór finnst skemmti- legast af öllu aö skrifa skal þaö ekki henda mig aö óg fari aö skrifa eitthvað sem mór leiöist til aö ná einhverju fjarlægu mark- miöi. Ég verð pirruö ef óg verö að muna hver óg er og vita hvaö óg er aö skrifa. Vegna þessa virka sögurnar minar ekki heföbundnar. Minni mitt er ekki betra en þetta. Ég er ekki aö reyna að vera afbrigöi- leg. ÁRÁS Á MENNINGUNA Hvers vegna stelur þú svona frá öörum skáldum? er spurt og hún svarar: „í fyrsta- lagi hef óg eiginlega ekkert aö segja. Þetta er Ifka árás á menninguna. Ég vil helst engu bæta við hana. Sko, þaö sem rithöf- undar gera f dag er aö búa til sögu, búa til persónur — og allar eru þær kjaftæði. Hvers vegna á óg aö auka viö þetta drasl? Sama er mór um það. Mig langar bara til aö skrifa svo ég get alveg eins skrifaö þaö sem búiö er að skrifa. Guö veit aö þaö er sko búiö aö skrifa nóg!” og „Ef þú hefur einhver sjónarmiö, þá hefur þú eitthvaö sem er þess viröi aö skrifa um. En óg hef engin sjónarmiö.” Þótt Acker tali svona töff um verkin sín þá má líta á þau frá öörum hliðum en þess- ari. Verk hennar fjalla aö stórum hluta um það aö skrifa, um þaö aö skapa hór og nú. Þau fjalla um það aö vera listamaöur í heimi sem metur listir bæöi Iftils og mikils. Ritstuldur er hvorki nýr nó frumlegur, en Acker tekst aö nota fyrirbæriö á ferskan og t skemmtilegan ósvffinn hátt. Þótt óg mundi aldrei nenna aö lesa margar svona bækur þá er ein þess viröi. Bókin er gefin út hjá Grove Press í New York. Þaö forlag er nú í Bandaríkjunum eins og Helgafeli var á is- landi á meðan þaö var og hót. Svala Sigurleifsdóttir. ATH! Nú eru síðustu forvöð að eignast Veru frá upphafi. Til- boðsverð: 1200 kr. Hringið í síma: 22188 og við sendum í póstkröfu. 34

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.