Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 36

Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 36
Töff týpa á föstu Andrés Indriðason útg. Mál og menning Rvík 1984 Um páskana tók ég mig til og las eina unglingabók. Það hef ég ekki gert síðan ég var sjálf á unglingsaldrinum, svona 12—16 ára. Þá lásum við mikið þýddar bækur. Rauðubækurnar, flugfreyjubækur og Beverlygraybækurnar. Yfirleitt var erfitt að ná í þessa fjársjóði á bókasafninu vegna útlána svo ég þóttist komast í feitt að eiga frænku sem gat boðið uppá sitt eigið bókasafn. Strákarnir lásu Moranbækurnar, bláu- bækurnar, flugkappabækurnar og fót- boltahetjubækurnar sem voru víst ekki fyrir stelpur þótt maður stælist í að lesa þær. Þá voru ekki til bækur eftir íslenska höf- unda handa bæði strákum og stelpum, sem fjölluðu um ást og smáskot, haldast í hendur og stofupartý hjá pabba og mömmu. Bókin hans Andrésar um Elías er svona bók. Hún fjallar um Elías sem kem- ur nýr í bæinn og finnur strax að hann verður að sýnast töff ef hann á að vera samþykktur af hópnum. Hann reynir það líka af fremsta megni. Hann vill ganga í augun á stelpunum og hættir sér í slags- mál við strákana þótt hann hafi takmark- aðan áhuga á því. Elías er enginn harður töffari sem allt getur, hann er miklu frekar viðkvæm týpa sem getur fundið til og haft samúð með t.d. mömmu gömlu og aumingja bjánanum honum stóra bróður sem er að gefast upp á tengdaforeldrun- um. Andrés lýsir þessum viðkvæma strák vel. Of væminn verður hann aldrei enda er það stórhættulegt þegar verið er aö fjalla um svo viðkyæmt efni sem unglingaástir. Það er erfitt að vera hvorki barn né full- orðinn. Efist maður einhvern tímann um sjálfan sig og tilveruna gerir maður það þá. Maður vill „verða stór“. Heimur fullorðna fólksins lokkar og sýnist spennandi. En barnið í manni togar líka á móti, vill ekki sleppa. Á þéssum aldri þarf fólk að eiga vini og góða félaga bæði í eldra fólki og jafnöldrunum, því hvað er manneskjan án vina? Unglingar hafa sérstaka framkomu, sér- stakt mál, músik, klæðaburð og jafnvel hugsunarhátt. Þeir þurfa líka sérstakt les- efni sem þau finna sig í og hafa gaman af. Hér vantar fleiri bækur af þessu tagi. Fleira fólk sem kann aö halda á penna. Miðin eru svotil ókönnuð! gyða LAMANT (elskhuginn) eftir Marguerite Duras. 1984 les éditions de minuit. Fyrsta bók Marguerite Duras kom út 1943. Hún hefur skrifað skáldsögur, kvik- myndahandrit, leikrit. Af kvikmyndum má nefna Hiroshima Mon Amour frá 1960. Hún hefur verið mikils metin af bók- menntafólki en ekki að sama skapi al- menningi. Engu að síður er þessi bók verðlaunabók, hún hlaut Goncourt bók- menntaverðlaunin 1984. Má vera að það verði til þess að glæöa áhuga almennings á þessum merka höfundi. Elskhuginn er aðgengileg bók: setning- arnar eru stuttar, greinaskil tíð, og það bætir upp kaflaleysi bókarinnar, því sann- gjarnt er af höfundi að leyfa lesanda að leggja frá sér bókina á einhverjum sögu- mótum ef hann er þreyttur. Hún stekkur fram og aftur í tíma, og stundum rennur hún út fyrir tímarásina í minningarflóði, sem hún bindur snögglega endi á eins og maður gerir gjarnan og segir jæja, nema hvað ég var stödd. . . en Marguerite tengir okkur aftur við rétta tímaröö á mismunandi vegu, stundum með greinaskilum einum, stundum með nokkrum orðum. Hún end- urtekur sig oft: „cest a elle a savoir. Elle sait.” og „je voulais tuer, mon frere ainé, je voulais le tuer. . .” (Það er hennar að vita. Hún veit. Ég vildi drepa, eldri bróður minn, ég vildi drepa hann. . .). Hún fer einnig frjálslega með tíðir sagna, og í einum kafla, þegar hún lýsir fundum hennar og elskhugans og fyrsta ástardegi þeirra, fer hún úr fyrstu persónu í þriðju persónu, hún stóö þarna, hún sagði, eins og persónan upplifi at- buröinn í einskonar doða, fjarlæg sjálfri sér, en að meyjarhaftinu rifnu og fyrstu fullnægingu fenginni er aftur komin ég. Marguerite hefur feikilega gott vald yfir stílnum sínum. Sagan fjallar um franska stúlku, sem elst upp í Vietnam, faðir hennar embættis- maður deyr og er aldrei nærri í bókinni, móöirin fátæk kennslukona, sem deyr geðveik í kastala í Frakklandi umkringd af kindum, sem hún hafði I svefnherberginu, til að halda aö sér hita. Eldri bróöirinn er ofbeldismaður, þjófur, drullusokkur, yngri bróðirinn stúlkunni kær, svo kær að þegar hann deyr eldist hún yfir nóttu, og vaknar átján ára gömul með skemmt aldrað and- lit. Elskhuginn er Kínverji, sambandið skömm fyrir fjölskyldur beggja, hún 15 ára heimavistarstúlka í peningaleit handa fjöl- skyldunni, hann sonur kínversks milljarða- mærings. Sagan endar ekki við sam- skiptaslit þeirra, heldur mörgum áratugum seinna, stiklaö á stóru, og endar meö sím- tali þeirra. Innihald sögunnar er svo sam- ofið stílnum að beinagrindin sýnir nánast ekkert. En þetta er eftirsóknarverð bók þeim sem einhverja frönskukunnáttu hafa og gaman hafa af frönskum bókmenntum. Frá Sigrúnu Harðardóttur Vesturlandi Unglingar frá öðru landi — til þín! AFS hefur yfir 25 ára reynslu í nemendaskiptum milli íslands og annarra landa. Skiptinemarnir koma ýmist til sumardvalar í tvo mánuöi eöa til ársdvalar frá 20. ágúst 1985. Vill þín fjölskylda leggja okkur lið taka að sér skiptinema? Haföu samband og kannaöu máliö <ítf$ á íslandi Hverfisgötu 39 og P.O. Box 753 121 Reykjavík Sími: 91-25450 Opiö virka daga 14—17. 36

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.