Vera - 01.09.1985, Qupperneq 4
„Kynferði og eðli þess gæti vel laðað að sér lækna og
líffræðinga; en það sem ég undraðist og átti erfitt með að
skýra varsú staðreyndað kynferði—Jb.e.a.s. konan — lað-
ar einnig að sér meinhæga ritgerðahöfunda, mjúkhenta
skáldsagnahöfunda, unga menn sem hafa tekið
magisterspróf, menn sem hafa ekki tekið nein próf; menn
með enga augljósa hæfileika aðra en þá að þeir eru ekki
konur. Sumarþessara bóka virtust af titlunum að dæma létt-
ar og gamansamar, en margar voru hins vegar alvarlegar
og spámannlegar, siðbætandi og uppbyggilegar. Við það
eitt að lesa titlana sá maður fyrir sér óteljandi skólameist-
ara, óteljandi klerka, sem stigu í ræðustóla sína, púlt sín og
prédikunarstóla og töluðu af mælsku sem náði langt út yfir
klukkutímann sem að jafnaði var ætlað að duga í fyrirlestur
um þetta efni. Þetta var mjög undarlegt fyrirbrigði; og
greinilega — hér athugaði ég undir bókstöfunum Ka, —
bundiðkarlkynieinu.Konurskrifaekkibækurumkarla. . .".
(Virginia Woolf: Sérherbergi bls. 41—42).
Þetta skrifaði Virginia Woolf árið 1929 um þær bókmenntir
sem rak á fjörur hennar þegar hún var að viða að sér efni í fyrir-
lestur um konur og bókmenntir. Nær öllum þessum bók-
menntum er það sammerkt að þar er nánast litið á konur sem
hluta af náttúrunni sem karlar móta eftir sínum geðþótta. Karl-
ar eru gerendur en konur þolendur. Rannsóknarefnið „kon-
ur“ fellur samkvæmt þessum skilningi öðru fremur undir nátt-
úruvísindi. Saga mannsandans og fræði tengd honum eru
saga og fræði karlmannsandans. Karlmaðurinn, gerðir hans
og hugsanir er sá öxull sem allt snýst um.
Hvað eru kvennarannsóknir?
Þessum skilningi hafa konurfyrir löngu hafnað í sinni póli-
tísku baráttu en það er ekki svo ýkja langt síðan þær fóru að
setja hin hefðbundnu vísindi og fræðigreinar undir smásjána
og hófu að stunda kvennarannsóknir, þ.e. tóku að rannsaka
líf og störf kvenna í fortíð og samtíð. Víðast hvar erlendis gerð-
ist þetta samhliöa vexti hinnar nýju kvennahreyfingar í lok
sjötta áratugarins, en hér á landi voru þessar rannsóknir nær
óþekktar þar til nú síðustu árin. Á þessu eru þó nokkrar undan-
tekningar og má í því sambandi sérstaklega geta rannsókna
Helgu Kress. Fyrsta ráðstefnan um kvennarannsóknir var
einmitt haldin nú í lok ágúst í Háskóla íslands, en þar fékkst
ágætur þverskurður af því helsta sem er að gerast í þessum
fræðum hér á landi. Sá gífurlegi áhugi sem konur sýndu þess-
ari ráðstefnu sýnir mjög vel þörf kvenna fyrir það að skýra sig
og skilgreina sjálfar, og vekur jafnframt vonir um að íslenskar
kvennarannsóknir muni fá aukinn byr undir vængina á næst-
unni.
Hugtakið kvennarannsóknir kann að vefjast fyrir fólki, hvað
er t.d. „kvennasaga", „kvennalandafræði", „kvennalög-
fræði“, „kvennabókmenntir" o.s.frv.? Að hvaða leyti eru
þessar rannsóknir frábrugðnar hefðbundnum rannsóknum
einstakra fræðigreina? Svörin við þessum spurningum liggja
ekkert i augum uppi, hvorki fyrir lærða né leika. Til að byrja
með er þó hægt að slá því föstu að kvennarannsóknir séu allar
þær fræðiiðkanir sem hafa það að markmiði að lýsa, skilja, út-
skýra og breyta lífsskilyrðum kvenna og nota við það vísinda-
legar aðferðir.
Notagildiö að leiðarljósi
Þetta er einföld skilgreining en engan veginn fullnægjandi
þar sem skiptar skoðanir eru um markmið og aðferðir í
kvennarannsóknum sem og val á viöfangsefnum. Lágmarks-
krafan hlýtur engu að síður að vera sú, að rannsóknir fjalli um
konur. Hitt getur aftur verið álitamál hvort nauðsynlegt sé að
hún sé gerð af konu og fyrir konur. Ýmsir karlar hafa gert líf
og störf kvenna að viðfangsefni sínu, t.d. í sagnfræði, og má
í því sambandi m.a. nefna sænska sagnfræöinginn Gunnar
Qvist. Gunnar Qvist er mjög vel þekktur fyrir þær rannsóknir
sem hann hefur stundaö um áratuga skeið m.a. á réttindabar-
áttu kvenna og ástæöum þess að karlveldið stendur með öllu
óhaggað þrátt fyrir að konur hafi í meira en hálfa öld haft form-
leg réttindi á við karla.
4