Vera - 01.09.1985, Page 13
Finnur þú hjá þér þörf tyrir að gefa út það sem þú skrifar til
að aðrir geti lesið?
„Ég gerði þá skelfilegu uppgötvun í fyrra að mér er í raun
sama hvort ég gef út eðaekki. Það er ekki nema ákveðinn hóp-
ur sem ég hef þörf fyrir að sjái það sem ég skrifa. En auðvitað
hlýtur mér að finnast ég hafa eitthvað að segja fólki, ég væri
ekki að þessu annars. Rithöfundur skrifar vegna þess að hann
telur sig hafa sögu, þetta byggist allt á sögunni, að manni
finnst maður hafa sögu sem segi eitthvað og vísi út fyrir sjálfa
sig. Sjálfsagt skiptir það mann máli að fá einhver viðbrögð,
sérstaklega frá fólki sem maður metur mikils og skiptir mann
máli. En ef ég fer að hugsa um lesendur þá get ég hætt að
skrifa, þá stíflast ég. Að skrifa er mér ástríða og þegar mér
tekst að koma einhverju broti af hugmyndum mínum, af sýn
minni, á blað er þaðstórkostlegt. Það er engin tilfinning betri.“
Nú er það algengt líkingamál að bókmenntasköpun er líkt við
meðgöngu barns og fæðingu, rithöfundar tala um meðgöngu-
tíma verka sinna og mismunandi erfiðar fæðingar þeirra.
„Fyrir mér er þetta tvennt ólíkt og ég hef aldrei skilið þessa
samlíkingu. Þetta eru tveir ólíkir hlutir. Ég hef sent syni mína
út í heiminn — ég hef reyndar ekki sent þá því þeir hafa farið
sjálfir — og ég hef sent frá mér bækur og þetta er ekkert sam-
bærilegt. Og að ganga með skáldverk. . . þetta er ekkert líkt.
Þegar maður skrifar þarf maður að skapa jafnvægi milli þess
heims sem maður skapar og raunveruleikans og maður verð-
ur að gæta þess vel að ímyndaði heimurinn nái ekki yfirhönd-
inni. En að baki þessari líkingu um barn og bók er sennilega
hugmyndin um sköpunina."
Hvað vilt þú segja um verk fyrirrennaranna, bókmenntahefð-
ina? Lest þú mikið af bókmenntum og finnst þér þú geta lært af
fyrirrennurunum?
„Ég er dópisti á bækur og les allt. Ég var alin upp við að lesa
og bækur voru ræddar heima. Það er reyndar eitt af því sem
mér sýnist hafa breyst. Mér sýnist allt öðru vísi talað um bækur
nú en áður. Það var borin meiri virðing fyrir heimi bókarinnar
heldur en gert er í dag. Heimur bókarinnar var tekinn gildur.
Þetta finnst mér sorglegt að sjá breytast. Nú er hamast við að
telja fólki trú um að menning sé leiöinleg, aðeins popp, ísfólkið
og Dallas sé skemmtilegt. Þessa kröfu sér maður svo endur-
óma hjá gagnrýnendum. Einkum þeim yngri. Þeir vilja fá eitt-
hvað sem er ,,nýtt“ og „skemmtilegt"! Þeir geta bara lesið
(sfólkið. Það er hræðilegt að eyðileggja menninguna fyrir fólki
með þessari meinloku vegna þess að góð list er alltaf með
jarðsamband. Menning er ekki bara fyrir einhverja elítu, hún
er sameiginleg eign okkar allra. Hvað varðar að læra af hefð-
inni þá hljóta allir rithöfundar að ganga i smiðju til hefðarinnar,
afneita henni síðan eða játast undir hana. Eini skólinn sem rit-
höfundur getur gengið í eru sjálfar bókmenntirnar og lestur
þeirra. Ég læri mikið af bókum, ekkert síður eftir karla en kon-
ur. Maður gengur inn í ákveðna hefð, hjá því verður ekki kom-
ist. Síðan tekur maður það úr hefðinni sem maður getur nýtt
og sleppir hinu.“
Áðan töluöum við um það hvernig skáldkonum og reyndar
öðrum listakonum er mætt með þegjandi þögninni og þeim bók-
staflega ýtt til hliðar.
„Já, umfjöllun karla, eða frekar þögn þeirra, um konur
bendir til þess að karlmenn þjáist af ótta viö konur. Ég hef
mikið velt fyrir mér hvernig á þessum ótta getur staðið. Þegar
þú lest söguna, t.d. kirkjusöguna, ég tala nú ekki um heim-
spekisöguna, þá sérð þú þennan ótta karlsins við konuna
alveg frá upphafi vega. Enn sem komið er hef ég ekki fundið
neitt nema þetta ófrumlega svar: Karlar hafa alltaf verið
hræddir við þennan sköpunarmátt sem þeir hafa talið konur
búa yfir. Konan er eins og náttúran, hún elur af sér börn, eins
og náttúran endurnýjar sig. Þetta sést í öllu táknmáli. Auk
þess hefur konan vald til að neita karlmanni um blíðu sína,
hann getur að vísu tekið hana með valdi en hún getur engu að
síður neitað. Þetta virðist vera vald í augum karlmanna, þótt
þeir geti vissulega neitað líka. Enn eitt atriði er að margir karlar
virðast upplifa það sem ákveðna niðurlægingu þegar þeir fá
kynferðislega fullnægingu, gefast konunni. Þeim virðist finn-
ast þeir gefa sig á vald konunni þegar hún tekur við sæði
þeirra. Þess vegna var þaö sem kirkjan barðist svo heiftarlega
fyrir því að konan yröi úrskurðuð sálarlaust hylki sem geymdi
sæði karlmannsins, sem allir vissu á miðöldum að var örlítill
fullskapaður karlmaður eða, ef illa tókst til, vanskapaður karl-
maður, þ.e.a.s. kona.“
Mýtan um hæfileikaskort kvenna til listrænnar sköpunar teng-
ist kannski einmitt þessum ótta karlsins við sköpunarmátt kon-
unnar?
„Auðvitað hefur alltaf verið reynt að draga úr kjarki kvenna
og markvisst hefur verið unnið að því að gera þær körlum und-
ircjefnar, að kenna þeim að halda andlitinu við moldina og vera
ekkert að gjóa augunum til himins. En þetta hefur bara aldrei
tekist. Konur hafa alltaf fengist við listræna sköpun þótt því sé
haldið að þeim að þær hafi aldrei gert neitt annað en fæða
börn og sjá um heimili. Þær eigi ekkert að vera að skipta sér
af list, heimspeki, trúarbrögðum eða öðru slíku. Hvað sagði
ekki hinn vitri Búdda við uppáhalds lærisvein sinn Ananda
þegar sá síöarnefndi vildi fá samþykki meistarans fyrir því að
konur fengju aðgang að reglu hans: „Skjótar til reiði, Ananda,
eru konurnar. Afbrýðisamar, Ananada, eru konurnar. Öfund-
sjúkar, Ananda, eru konurnar. Heimskar, Ananda, eru kon-
urnar.“
13