Vera - 01.04.1987, Blaðsíða 3

Vera - 01.04.1987, Blaðsíða 3
Að tala saman. . . Ágæta Vera! Ég má til með að deila reynslu minni með þér og lesendunum, því nú gerðist nokkuð skondið heima hjá mér. Ég hef eins og margar fleiri húsmæður, vanið mína fjölskyldu á, að í raun og veru beri ég alla ábyrgðina á því, sem að heimilishaldi lýtur —heiti það, þvottur, þrif, innkaupeða einhverju öðru nafni. Og auðvitað sýp ég seyðið af því, í þeirri mynd, að öll þjónusta mín telst sjálfsögð — og yfirleitt ekki þakk- arverð. En ekki er henni heldur hallmælt. Nú, þetta er ein þessara dæmigerðu gryfja, sem við höfum margar fallið í, því við ætluðum að vera svo góðar og indælar ogkvenlegarogsettum = merki milli þess — og þess atferlis að gera engar kröfur, ganga undir öðrum og sjá um að öllum öðrum, en okkursjálfum, líði nú sem best. — Nema hvað — í seinni tíö, — þegar börnin mín dreifa drasli, fötum og skóm út um allt — og virðast vænta þess að þetta gufi upp, fyrir tilstilli æðri afla — segi ég oft: ,,er nú verið að bíða eftir að kauplausi þjónninn taki til eftir alla hina?“ — Ég á því láni að fagna að börnin mín hafa all-þokka- lega skynsemi til að bera og auk þess tals- verðan skammt af hressilegri kímnigáfu. Svo skilaboðin, sem ég sendi með þessari athugasemd, hitta nokkuð vel; síast inn. Þau vita jú sem er, að ég fæ ekkert kaup, nema mér takist að krækja mér í eitthvað að gera, sem ég vinn þá auk heimilisstarf- anna, svona á hlaupum. Núna áðan sat dóttir mín, rétt rúmlega sjö ára við að læra og kallaði „mamma ég er þyrst!“ — Ég sneri mér að henni og spurði" — og á kauplausi þjónninn að sjá om það? Á hann að rjúka til, kauplausi Þjónninn?“ — Dóttir mín glotti og spurði að bragði „Heitir það ekki þræll?!“ — Þetta fannst mér hreint frábært, og er von- andi visbendi um, að hún muni skoða hug sinn tvisvar, áður en hún leggst á hnén í Þessa gryfju, sem ég nefndi hér að fram- an. — Nú, má ugglaust segja að ég sé að skaða barnið, með beiskjuÞrungnum til- svörum, sem skapi sektarkennd og svo framvegis. En ég flauta á það, því tónn og svipbrigði vega oft jafn mikið — títt meira 7~ en töluð orð. Ég held, að við getum á °tal vegu, komið því sem við teljum mikil- Vsegt til skila, til barnanna okkar — og fleira fólks — án þess að gera það með ásökunum (sem oft lenda á röngum stað og eru oft einfaldlega til þess að forðast að líta í eiginn barm — mjög hentug aðferð!), beiskju og áreitni. Ég trúi því nefnilega, að um leið og slíks gætir, að viðbættum al- vöruþunga, þá sé fyrsta viðbragð áheyr- andans, hvort heldur barn eða fullorðinn á í hlut: — Vörn. Vörn gegn þessarri árás. Og þegar slíkt ferli er farið af stað, hættir sá sem í hlut á, að hlusta eins vel og hann/ hún hefði annars gert. Með þessu er ég ekki að segja að við eigum að ganga um og segja með blíðu brosi alla skapaða hluti. Vissulega eru aðstæður misjafnar, krefjast mismunandi viðbragða til að fá þá svörun, sem vænst er. En þetta er nú mín trú — að við náum betur til fólks, með því að haldadómum, ásökunum og beiskju út úr myndinni; matreiða hlutina út frá stað- reyndum og muna að engir tveir einstak- lingar uþplifa hlutina eins. Og svo ég haldi aðeins áfram á þessari braut — ég þekki það vel af eigin reynslu, að fólk, sem hefur tekið þátt í nákvæmlega sömu hlutum og ég, við sömu aðstæður, á sama tíma, situr eftir með allt aðra skynjun en ég. Og horfir furðu lostið á mig og segir í fyllstu einlægni „Nei, hvað ertu að segja? Verkaði þetta svonaáþig? Mérfannst. . . að“. Þaðertil- gangslaust að deila um skynjanir — en með því að reyna að skilja skynjun annarra, segja frá okkar eigin skynjun, gætum við nálgast hvert annað a.m.k. á grundvelli meiri skilnings. Ég er sannfærð um, að ef þið hugsið ykkur um, þá kannist þið allar við að hafa lent í svipuðu. Þess vegna, held ég, að oft þegar við ræðum um hluti, áfellumst fólk, — að við séum hreinlega að tala sitt í hvora áttina og komumst því hvorki lönd né strönd, því hvorugur skilur hvað hinn/hin var að fara; hvernig hans/hennar skynjun var. — Auðvitað hlaut að fara svona fyrir mér fyrst ég settist á annað borð við að skrifa ykkur. — Ég á við vandamál aö stríða: byrji ég að skrifa, ræða eða hug- leiða eitthvað af þessum toga, hverfur úr mér allur bremsuvökvi og ég verð ofurseld tjáningar og/eða hugsunarþörfinni. Bestu kveðjur H. P.S. Hvað ætli það sé langt síðan maður- inn minn reyndi, í fyllstu alvöru, að skilja hvernig ég sé/skynja hlutina? Hvað ætli sé langt síðan ég lagði mig fram, um að skilja hvernig hann skynjar hlutina — út frá hvaöa forsendum? — Mér væri kannski sæmst og hollast — sjálfrar mín vegna — að líta aðeins á það mál. Hvað er það i raun, sem við höfum nefnt „karlrembu" og hvað er það sem stimplað er „kerlinga- kjaftæði“? Þurfa kynin ekki, — svona rétt bráðum — að fara að segja hvort öðru, hvernig, og hvers vegna þau skynja hlut- ina á misjafnan hátt og skapa sér gildis- mat, sem virðist sitt á hvorum enda verald- arinnar? (Jú, jú, ég kann alla rolluna um karlaveldi frá örófi alda o.s.fr. o.s.frv. — Skil hana meira að segja.) Takk fyrir bréfid og við vonum að fleiri láti í sér heyra um þessi mál. — Ritnefnd. Sjónvarpsþœttir Kæra Vera! Ég má til að skrifa þér fáeinar línur til að koma á framfæri þökkum til lögfræðinema og sjónvarpsins fyrir mjög góðan þátt. Undanfarin tvö mánudagskvöld hafa verið þættir í sjónvarpinu um ýmis atriði varð- andi rétt fólks í hjónabandi og óvígðri sam- búð. Þessir þættir eru unnir af stúlkum í lagadeild Háskólans og hafa þær unnið þar þarft verk og gott. Það er ábyggilega mörgum eins farið og mér að hafa ekki hugmynd um hvaða rétt maður hefur á hin- um ýmsu sviðum og mjög nauðsynlegt að brýna þessi mál fyrir konum svo þær veröi betur upplýstar um rétt sinn. Sjónvarpið mætti gera meira af því að framleiða svona þætti sem eru í bland skemmtun og fræðsla. Og þá er alveg tilvalið að fá til þess lögfræðinema. Þeim hefur tekist virkilega vel upp með þessa þætti, sem eru miklu skemmtilegri og raunverulegri en þættirnir „Réttur er settur", sem þeir voru með fyrir nokkrum árum. Bestu kveðjur og þökk fyrir birtinguna. Hildur ÁSKRIFENDUR VERU ATH. Áríðandi er að tilkynna breytt heimilisföng. 3

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.