Vera - 01.04.1987, Blaðsíða 6

Vera - 01.04.1987, Blaðsíða 6
fá fullnægjandi skýringu á því hvers vegna útbreiðsla ólöglegs varnings hefur verið óheft öll þessi ár. Bæði innflytjendur og dreifingaraðilar hafa tjáð okkur að þeir hafi ekki áttað sig á að þeir væru með þessu athæfi að brjóta lög og við væntum þess að þeir hætti innflutning, og dreifingu nú þegar á það hefur verið bent. Hvað gerið þið ef þeir skella við skollaeyrum? Hafið þið íhugað kæru? Ingibjörg: Mér finnst rétt að að hafasamband við kvenfélög og kvennahópaum landið, heyraálit þeirra og fávíðari samstöðu um málið áður en að út í það verður farið. Persónulega finnst mér alveg sjálfsagt að láta reyna á þetta fyrir dómstólum ef allt annað bregst. Það verður spennandi að sjá hvernig brugðist verður við hér en konur í Evrópu og í Bandaríkjunum sem barist hafa gegn klámi hafa ekki haft erindi sem erfiði, kærum þeirra hefur verið stungið undir stól og það hefur í alla staði verið erfitt að fá lögun- um framfylgt. Klámiðnaðurinn hefur alltaf fundið smugur til þess að koma þessari ,,vöru“ á framfæri. Ennþá er ekki farið að fram- leiða þetta hér á landi og þess vegna liggur ekki jafn gífurlegt fjár- magn í þessu hér, svo við höfum kannski ástæðu til að vera bjart- sýnni hér enn sem komið er. Hefur klámiðnaðurinn breyst eitthvað á umliðnum árum? Signý: Já, það hefur hann gert svo sannarlega og er alltaf að verða svæsnari og svæsnari. Með tilkomu myndbandanna má eiginlega segja að stökkbreyting hafi orðið í þessum þokkalega iðnaði. ,,Bláu“ myndirnar einkennast einkum af grófu klámi þar sem ofbeldi og misþyrmingar á konum og börnum er algengt. Klámblöðin hafa mótast af þessum samkeppnisaðila og nú er svo komið að ekki þykir nóg að sýna berar konur í niðurlægjandi stell- ingum, konur sem ekki eru manneskjur heldur hlutur sem vega má, mæla og nota að vild, heldur er um að ræða konur sem má misþyrma og pína og boðskapurinn er þessi: „Konunum þykir þetta gott“. Hvað ætlið þið að gera næst? Signý: Það er mikilvægt að fólk haldi áfram að fylgjast með og kynna sér hvaða klám og hryllingsblöð og annað ofbeldisefni er á boðstólum og aðgengilegt börnum jafnt sem fullorðnum. Við höfum nú talað við allmarga verslunareigendur og bent þeim á hvað okkur finnst um varning þennan og að þeir séu að brjóta lög með því að hafa hann til sölu. Þegar við fórum af stað voru aðeins tvær bókaverslanir á höfðuborgarsvæðinu sem ekki seldu klám- blöð af neinu tagi, voru ,,hreinar“ eins og við segjum. ÞAÐ voru Bókaverslun Snæbjarnar í Hafnarstræti og Bókabúð Olivers Steins í Hafnarfirði. Eftir fyrstu herferð okkar í búðunum fjar- lægði Bókabúð Máls og Menningar klámblöðin úr hillum sínum. Frá Húsavík vorum við svo að fá þær gleðilegu fréttir að eina bókabúðin þar í bæ, Bókabúð Þórarins Stefánssonar hafi þessi blöðekkitilsölu og hafialdrei haft. Sú búðselurheldurekkistríðs- leikföng. Okkur finnst sjálfsagt að konur beini viðskiptum sínum til þessara aðila. Við höfum hugsað okkur að næsta skrefið yrði að snúa sér að myndbandamarkaðnum og bjóða ráðamönnum að horfa á þann sora sem þar er á boðstólum. Nú er oft sagt að bann við kiámi sé skerðing á tjáningarfrelsi, hvað segið þið um það? Helga: Það erfjarri öllu lagi að slíkt bann sé frelsisskerðing eins eða neins. Þvf er þveröfugt farið. Hið óhefta flóð af klámfengnu efni, jafnt í frjálsum fjölmiðlum sem ríkisfjölmiðlum, og sem nú dynur á öllum landslýð, skerðir frelsi allra góðra manna, sérstak- lega kvenna og barna. Það er t.d. bein skerðing á persónufrelsi mínu að geta tæpast komið svo inn í bókaverslun, stórmarkað eða myndbandaleigu án þess að við mér blasi myndir af konum í fáránlegum og niðurlægjandi stellingum eöa myndir af konum og börnum sem verið er að berja eða misþyrma á annan hátt. Ég tel að gróft ofbeldi og klám í máli og myndum sé andlegt eiturlyf, jafnhættulegt sálinni og önnur eiturlyf eru líkamanum. Öll slík eiturlyf á að banna. Prent- og ritfrelsi og annað tjáningarfrelsi kemur þessu máli því ekkert við. Gerðuberg Við bjóðum uppá aðstöðu fyrir: Örugglega eitthvað fyrir þig, fáðu þér kaffi og lestu blöðin hjá okkur. Kaffiterían er opin kl. 16—22. Símar: 79166 og 79140 Borgarbókasafnið Gerðubergi Líttu við: • sýningar • tónleika • fundi • ráðstefnur Bókasafniö þitt Opið mánud.—föstud. kl. 9—21 Símar: 79122 og 79138 • bækur • tungumál á snældum • tónlist og tónlistarhlustun • sögustundir o.fl. Gerðu Gerðuberg að þínu húsi i 6 J

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.