Vera - 01.04.1987, Blaðsíða 9

Vera - 01.04.1987, Blaðsíða 9
Ljósmynd: Ella ákveðin félagsleg fátækt í barnahópnum. Þegar allar mömmurnar vinna t.d. á sama sjúkrahúsi þá verður það ver- öldin. Það sama má reyndar segja um dagheimili borgar- innar eins og þau eru rekin í dag. í veröld þeirra barna eru pabbar varla til. Þá er ég kannski komin að hugmyndinni um að greiða einstæðum mæðrum tíu þús- und krónur fyrir að vera heima hjá sér með börnin. Sú hug- mynd finnst mér slæm hvort sem litið er á hana út frá móður eða börnum. í fyrsta lagi þurfa og ættu öll börn að eiga kost á dagvistaruppeldi. Þessi hug- mynd er í andstöðu við þann rétt. í öðru lagi þá er hugmynd- in alveg hrikaleg ef litið er á hana út frá félagslegum þátt- um. Það er engri konu hollt að vera einangruð heima yfir börnum alla daga og öll kvöld eins og gerast myndi með ýms- ar einstæðar mæður ef þessi hugmynd yrði að veruleika. Þetta gæti líka orðið til þess að þær konur sem af ýmsum ástæðum eru vanhæfar á vinnumarkaðnum, og þá jafn- vel líka sem uppalendur, yrðu þær fyrstu til að fara heim fyrir tíu þúsund krónur. Á endanum eru það alltaf börnin sem sitja í súpunni. Það er hægt að láta þessa hugmynd um greiðslu fyrir að passa börnin sín hljóma vel, og það hafa margir fallið fyrir henni, en af reynslu veit ég að þetta er ekki sniðug lausn. Þó fóstrur séu almennt þeirr- ar skoðunar sem ég gat um i upphafi, þá er ekki þar með sagt að þær ráði sig ekki til starfa á einkadagvistarheimil- um ef þau bjóða mun hærri laun. Það er eðlilegt að fólk leiti þangað sem launin eru hæst. Það er hins vegar mjög nauð- synlegt fyrir stéttina að ræða þessi mál og skoða þau í ein- hverju heildarsamhengi, því ef einkadagvistarheimili bjóða í bestu fóstrurnar þá sitja heimili borgarinnar uppi með lakasta starfsfólkið. Enn og aftur verða þau börn sem við lökust kjör búa fyrir barðinu á þessu. þar með láta þeir í veðri vaka að hugmyndafræði þeirra sé hafin yfir alla pólitík. Hún sæki uppsprettu sína m.a. til grasrótahreyfinga einsog kvennahreyfingarinnar og sé í rauninni baraeðlileg niður- staða þeirra hræringa sem verið hafa í samfélaginu s.l. áratugi. Hún sé ákveðið stig i óhjákvæmilegri þróun samfélagsins. Þessi rökstuðningur opnar nýfrjálshyggjunni leið að eyrum sem annars væru dauf, ekki síst eyrum menntamanna. Þessi rökstuðningur kom m.a. fram í setningarræðu Jóhanns J■ Ólafssonar formanns Verslunarráðsins á fyrrnefndri ráðstefnu. Ólafur B. Thors, forstjóri Almennra trygginga og fyrrum forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, ræddi hins vegar um leiðirnar þ.e. hvaða rekstur ætti að fela einkaaðilum og hvernig. Skipti hann starfsemi hins opinbera í þrennt, allt eftir því hversu vel hún lægi við einkavæðingu. í fyrsta flokkinn féll starfsemi sem hann taldi tæpast koma til álita að einkavæða. Sem dæmi um þá starfsemi nefndi hann Alþingi, Stjórnarráðið og Hæstarétt auk starfsemi sem tengist öryggi þjóöarinnar. í annan flokk féll starfsemi sem má einkavæða að uppfylltum pólitískum forsendum. Sem dæmi um starfsemi af þessum toga nefndi hann skólahald, rekstur sjúkrahúsa, heilsugæslu, dagheimila, ríkisútvarps og Þjóðleik- húss. í þriðja flokk féll svo starfsemi sem hann taldi að víðtæk Pólitisk samstaða væri nú þegar um að einkavæða og því væri ekki eftir neinu að bíða. Taldi hann flestar framkvæmdir og fyrir- tæki hins opinbera falla undir þennan flokk. Einkavæðing á þeirri starfsemi, sem samkvæmt skilgreiningu Ólafs fellur undir annan flokk, myndi hafa verulegar breytingar í för með sér á því félagskerfi sem við nú búum við. Það skiptir því miklu að átta sig á hvaða hugmyndir eru þarna á feröinni. Ólafur ■ýsti þeim þannig að þarna væri um tvær leiðir að ræða. Annars v®gar að hið opinbera ákveði með hvaða hætti það tekur þátt í kostnaðinum af tiltekinni þjónustu og í stað þess að veita hana sjálft, eins og nú tíðkast, þá greiði það einstaklingunum út kostn- aðarhlutdeild stjórnvalda. Einstaklingarnir verða síöan að fara til einkaaðila og kaupa þjónustuna. Hins vegar að stjórnvöld ákveði hvaða þjónustu hver og einn á rétt til og reyni síðan að halda kostnaðinum við hana í lágmarki með því að bjóða hana út. Greiðslur í stað dagvistarplássa Báðar þessar leiðir eru nú í deiglunni hjá Sjálfstæðismönnum. Er skemmst að minnast þess að fyrir stuttu kom fram tillaga frá Sjálfstæðismönnum í útvarpsráði um að bjóða út til hæstbjóð- andadreifikerfi rásar2ákveðinn tímaíviku hverri. Þannig átti fjár- magnið að stjórna því hverjir ættu greiðastan aðgang að eign allra landsmanna, ríkisútvarpinu. Fyrri leiðina, sem Ólafur nefndi, hefur Davíð Oddsson greini- lega gert að sinni því á viðskiptaþinginu setti hann einmitt fram hugmyndina um að selja 30 af dagvistarheimilum borgarinnar. Auk þesssagði hann að vel kæmi til álita að borga konum tíu þús- und krónurfyrir hvert barn undir skólaaldri sem þær passa heima hjá sér. Með öðrum orðum, einkavæða dagvistarheimilin, borga konum síðan út það sem borgin telur vera sína kostnaðarhlutdeild í rekstri þessara heimila og láta þær sjálfar um að verða sér úti um þjónustuna. Því meira sem konurnargeta bætt við tíuþúsund- kallinn því betri þjónusta geta þær keypt fyrir börnin sín. Því miður hafa ótrúlega margar konur bitiö á tíuþúsundkróna agnið og talið sig sjá í þessu aukið val fyrir konur. Allur þorri kvenna geti með þessu móti valið á milli þess að vera heima hjá börnunum eða hafa þau ádagvistarheimili. Það er hins vegar frá- leitt að halda að Sjálfstæðismenn séu skyndilega tilbúnir til að leggja ógrynni fjármagns í kostnað vegna umönnunar barna. í fyrsta lagi munu þessar greiðlur ekki ná til allra kvenna heldur ein- ungis þeirra sem nú þegar njóta þjónustu dagheimilanna. Annað hefði gífurlegan kostnaðarauka í för með sér fyrir borgina. í öðru lagi yrði lítið val, því að á meðan fjármagnið fer í að greiða konum fyrir að vera heima fer það ekki í að byggja upp ný heimili — enda hugmyndin sú að selja þó nokkur þeirra sem fyrir eru. Margir litu á orð Davíðs Oddssonar á viðskiptaþinginu sem hvert annað gaspur sem þjónaði þeim tilgangi einum að safna vindi í segl hans fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins. Það er hins vegar ástæða til að taka þau alvarlega. Um nokkurt skeið hefur einkavæðingunni verið lætt inn um bakdyrnar með það fyrir augum að gera hana svo heimakomna í kerfinu að það verði ekki 9

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.