Vera - 01.04.1987, Blaðsíða 13

Vera - 01.04.1987, Blaðsíða 13
...HVAÐ ER ÞAÐ? Orðið feminismi er eftir því sem ég best veit komið úr frönsku og myndað á svipaðan hátt og önnur orð sem tengja fólk ákveðnum hugmyndum og stefnum, t.d. sósíalismi, fasismi, líberalismi. í upp- hafi tengdist orðið þeim konum sem á 19. öldinni kröfðust réttinda konum til handa, mismunandi mikilla eftir því hvar var og hvernig ástatt var í landi þeirra. Á 19. öldinni birtist kvennabaráttan í ýmsum myndum. Sumar hreyfingar kvenna einbeittu sér að kosningarétti og kjörgengi með- an aðrar sinntu líka öðrum málum t.d. atvinnulífi, stofnun verka- kvennafélaga o.fl. Fyrir kom að kvennahreyfingar klofnuðu um tíma t.d. í Bandaríkjunum vegna ágreinings um baráttumál. í röðum sósíalista ríkti mikil vantrú á kvenréttindahreyfingunni, því sósíalist- um fannst kvenréttindakonurnar vera að krefjast réttinda fyrir efna- konúr eingöngu, áherslan væri á mál sem skiptu alþýðukonur litlu og þess væru jafnvel dæmi að kvenréttindakonur væru tilbúnar til að sætta sig við takmarkaðan kosningarétt kvenna. Vegna þessa ágreinings var eðlilegt að orðið feminismi fengi mismunandi merk- ingu. Það var talað um borgaralegan feminisma sem fólst í kröfum um formleg — lagaleg réttindi til jafns við karla og að þar með væri tilgangi kvennabaráttunnar náð. Þegar réttindi fengjust væri það kvenna að opna dyrnar og ganga út í veröld karla til að ,,hasla sér völl". Á hinn bóginn var talað um róttækan feminisma — kvenna- baráttu sem gekk útfrá því að kúgun kvenna væri hluti af þjóðfélags- gerðinni. Til að afnema þessa kúgun yrði að breyta þjóðfélaginu. Meðal sósíalista var það útbreidd skoðun að sósíalisk bylting myndi gjörbreyta stöðu kenna, með henni yrði kvennakúgun úr sögunni. Slíkar hugmyndir voru t.d. einkennandi fyrir Klöru Zetkin sem var mjög áberandi í þýsku sósíalistahreyfingunni um síðustu aldamót, en hún gerði sér um leið grein fyrir því hve samtök kvenna voru nauðsynleg. Reynslan átti síðar eftir að leiða í Ijós að byltingar breyttu engu og að konur þurftu að glíma við aðrar hindranir en þær sem mismunandi efnahagskerfi setja fólki. Hugtakið feminismi og sú tvískipta merking þess orðs sem ég hef rakið hér að ofan var því til staðar á sjöunda áratugnum þegar kvennahreyfingin varð enn á ný að fjöldahreyfingu sem lét til sín taka. Og það stóð ekki á ágreiningi. Konur skiptust fljótt í hópa eftir því hvaðaskilningþær.lögðuíkvennabaráttuna, hversu langtþærvildu ganga og hvar róta kvennakúgunar væri að leita. Hugtökin borgara- legur feminismi og róttækur feminismi stungu aftur upp kollinum, en nú í aðeins breyttum myndum. Félagsfræðingurinn Olive Banks notar hugtakið feminismi í víð- asta skilningi, þ.e.: öll barátta konum til hagsbóta. Þar með nær hún utan um allar hreyfingar kvenna, hvort sem þær hafa unnið að líkn- armálum (t.d. að safna peningum fyrir kvensjúkdómadeild) eða verið kvennaflokkar í hörðustu stjórnmálabaráttu. Þessi notkun orðs- ins hefur mikla kosti, en erum við þá að tala um kvenfrelsisbaráttu? Er það kvenfrelsisbarátta að sinna líknarmálum þótt það komi kon- um til góða? Hrædd erég um að þær konur sem eyða frítímasínum °g kröftum í okkar mörgu kvenfélög líti ekki á starf sitt sem kven- frelsisbaráttu. Þvítel ég nauðsynlegtaðþrengja hringinn nokkuð og niiða við þá skilgreiningu að feminismi (kvenfrelsisbarátta) felist í því að viðurkenna að konur séu misrétti beittar, að konur hafi sér- stöðu á margvíslegan hátt, og að til þess að konur öðlist þann sess senr þeim ber verði ákveðnar þjóðfélagsbreytingar. að eiga sér stað, bæði efnahagslegar, pólitískar og ekki síst hvað varðar hugarfar og lífssýn. Annað mat á konum, störfum þeirra, gildismati og menn- ingu verður að koma til. Enn sem fyrr greinist kvennabaráttan í margar stefnur með mis- jafnar áherslur (kvennabaráttan hefur mörg andlit segir Olive Banks). Anna G. Jónasdóttir fræðikona sem búsett er í Svíþjóð greindi stefnur í kvennarannsóknum niður í fjóra meginstrauma og í raun má yfirfæra þá skilgreiningu yfir á kvennahreyfingar. Hún talar í fyrsta lagi um „jafnréttishreyfinguna”, þ.e.a.s. þær hug- myndir sem ganga út frá því að kynin séu í raun eins, en uppeldi og kynhlutverk hafi fært þau í sundur. Aftur megi sameina þau með því að gera uppeldi drengja og stúlkna sem líkast og með því t.d. að beina konum inn í karlastörf. i öðru lagi er sá straumur sem byggir á kenningum sósíalista um það að staða kvenna markist af hlutverki þeirra í framleiðslunni, en að um leið eigi konur við ákveðið hug- myndakerfi að stríða. Lausnin er þá bylting sem kemur á nýju efna- hagskerfi, en um leið er kvennabarátta nauðsynleg, meðan rót- grónar hugmyndir eru kveðnar í kútinn. Sósíalistar viðurkenna ógjarnan að kynin séu ólík hvað þá að kvennasamstaða þvert á stéttir eigi rétt á sér. Þriðja stefnan gengur út frá því að kynin séu ólík og að konur eigi sér ákveðna menningu sem öldum saman hefur verið nánast ósýni- leg enda falin innan veggja heimilisins og kvenna í milli. Þessi stefna felur í sér að konur eigi að gera menningu sína sýnilega, gera gildis- mat kvenna að ríkjandi afli í samfélaginu til að breyta því. í fjórða lagi er svo sú stefna sem gengur út frá kenningunni um karlveldið. Hún bendir einfaldlega á það að öllum samfélögum heimser stjórnað af körlum, meðan konum er markvisst haldið niðri. Konur verða því að glíma við karlveldið ef þeim á að takast að öðlast frelsi til að lifa sínu lífi í sátt við guð og menn. Þessi stefna felur í sér að miklar þjóðfélagsbreytingar verða að eiga sér stað. Konur standa andspænis kerfi sem hefur verið að þróast í þúsundir ára og allt þjóð- félagsmynstrið móast af. Þess vegna er það mikilvægt fyrir konur að skilja hvernig karlveldið vinnur, hvað viðheldur því, hvernig því er stjórnað og hverjir eru veikleikar þess. Aðeins þannig finnum við leið til að afnema það og koma á nýju samfélagi. Allt eru þetta feminiskar stefnur, en áherslurnar mjög mismun- andi. Auðvitað er þessi greining ekki einhlít og t.ð. má nefna að Kvennalistinn hefur tileinkað sér a.m.k. tvær þessara stefna, meðan t.d. Kvenréttindafélagið einkennist mjög af þeirri fyrst töldu. Það má deila um það hvers virði það sé konum að skilgreina sjálfar sig og aðrar konur eftir einhverjum baráttulínum. Skilgrein- ingar fela í sér vissar hættur ef þeim er ofbeitt, en þær eru líka nauð- synlegar til að átta sig á straumum og því hvert kvennabaráttan stefnir. Eitt er víst: Saga kvenna og hugmyndir formæðra okkar um konur og leiðir í kvennabaráttu eru okkur sífelld næring og upp- spretta nýrra vangaveltna. Hver er feministi og hver ekki? Því verður hver að svara fyrir sig. Orðið kallar á ákveðna tilfinningu, eftir því hversu sterk sú sannfæring er að það sé kvennabaráttan sem skipti okkur mestu máli. í henni er falin sá lífskraftur og sýn á veröldina semgeta megnaðaðsnúa mannkyningu af brautmisréttis, mengun- ar og eyðileggingar inn á veg réttlætis, jafnvægis náttúru og manna, í heimi án vopna. Kristín Ástgeirsdóttir 13

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.