Vera - 01.04.1987, Blaðsíða 18

Vera - 01.04.1987, Blaðsíða 18
feminismi eru konur í bandalagi með konum að hrinda af stað afli, sem þrýstir samfélaginu til þess að viðurkenna og gera ráð fyrir kvenvitund- inni sem jafningja, þó svo hún sé öðru vísi. (Cherrie Moraga og Gloria Anzaldúa, 1981) Ef við íslenskum hugtakið og segjum kvenfrelsisstefna finnst mér það hljóma mun jákvæðar, og ég tel mig hlynnta henni. Það er þó fremur kúnst þjóðfélagsfræðinga en lögfræðinga að skilgreina stefnu og velta því fyrir sér hvort þetta eða hitt sé í anda þessarar eða hinnar stefnunnar. Því á ég svolítið bágt með að svara því sem hér er spurt um. Ég vil þó segja að ég er Kvenréttindakona með stóru K. Ég vil að konur búi við jafnan rétt og karlar á öllum sviðum og séu virkir þátttakendur í atvinnulífi og þjóðlífi eins og karlar. Ég vil að tryggt sé með stjórnvaldsaðgerðum að konum sé gert kleyft að njóta þeirra réttinda sem lögboðin eru, að séð verði til þess að þeim verði aldrei mismunað vegna kynferðis. Ég tel ekki heppilegt að konur aðgreini sig of mikið í starfi, nema að því marki sem slíkt er nauðsynlegt til að byggja þær sjálfar upp og tryggja þeim aðild. Þegar raddir kvenna fara að heyrast víðar, minnkar þörfin á slíku. Kvenfrelsi næst ekki nema með jafnrétti. Ég tel forsendu jafnréttis vera fjárhagslegt sjálf- stæði kvenna. Því fjárhagslega sjálfstæði ná konur ekki nema með vinnu. Konur taka nú í æ ríkari mæli þátt í atvinnulífi, þann- ig að þær eru í auknum mæli að upplifa það frelsi sem felst í fjárhagslegu sjálfstæði. Um leið sjá þær hlutina í nýju Ijósi. Meðal annars upplifa þær það launamisrétti sem viðgengst og er að mínu mati í dag stærsta viðfangsefni kvennabaráttunnar hér á landi. Ég tel nauðsynlegt að konur standi vörð um hið kvenlega, leggi áherslu á mjúku gildin og tel að það sé það sem konur hafi fram að færa inn í heim karlanna. Þó má þessi áhersla ekki verða til þess að við missum sjónar á því meginmarkmiði að lifa öll saman í velferðarþjóðfélagi nútímans, þar sem hver einstaklingur fær notið sín án tillits til kynferðis, efnahags eða þroska. Ulrike Ljósm. : Jens 18 Ulrike Schieldmann, kennari við Háskóla íslands: „Daglega lífið er hápólitískt" Ég reyni a.m.k. að vera feministi eftir minni skilgreiningu á feminisma. Það er þó ekki hægt að svara því á einhlítan hátt hvað feministi er. Það er nokkur skoðanamunur meðal feminista, en það sem ég vil leggja áherslu á sem meginviðhorf feminista er að líta á daglega lífið sem hápólitískt, að líta á breytingar á einka- högum sem pólitískar breytingar og öfugt. Með því að reyna að skilja sambandið á milli aðstæðna okkar sem kvenna og félags- legra og sjálfstæðilegra aðstæðna okkar lærum við að skilgreina sjálfar, hvað okkur er eiginlegt og getum þá, vonandi, orðið meira skapandi, þegar við losnum úr þeirri spennitreyju sem feðraveldið hefur sniðið okkur með sinni skilgreiningu á hvað okkur konum er eiginlegt og eðlilegt. Feminismi gerir þær kröfur til okkar að við skilgreinum og túlk- um reynslu okkar og að við endurmetum það sem annað fólk (venjulega karlar) hefur skilgreint fyrir okkur. Sem kennari reyni ég að virkja afstöðu mína til kvennahreyfingarinnar með því; í fyrsta lagi að velja rannsóknarverkefni og kennsluefni sem spegla reynslu kvenna samanþorið við reynslu karla; í öðru lagi með því að kynna mér hefðbundnar kenningar sem eru miðaðar við karla og athuga hvernig þeim er beitt gagnvart konum; í þriðja lagi með því að ræða möguleika á þjóðfélagsbreytingum sem ekki mismuna konum. Mig myndi langa til að vera virkari í einhverju kvennaverkefni, svo sem í rekstri heilsumiðstöðvar fyrir konur eða í hópvinnu um erfðaráðgjöf á öðrum nótum og sem mótvægi við hefðbundnar ráðgjafastofur. í einkalífi mínu reyni ég að vinna að því að samband mitt við aðrar konur sé jákvætt og uppbyggilegt, með því að líta á þær sem vini og stuðningsmenn en ekki sem keppinauta. (samskipt- um mínum við karlmenn reyni ég að vera opin og sjá viðleitni þeirra til breytinga, af því að mér er Ijóst að hefðbundnar hug- myndir um kynhlutverk eru jafn eyðileggjandi fyrir karlmenn og konur. (GÓ þýddi úr ensku) feminismi er marghöfða kvikindi, sem ekki er hægt að aflífa með einu hálshöggi. Við vöxum og breiðumst út á máta, sem er ofar skilningí þeirra, sem hugsa í píramídum. (Peggy Kornegger, 1979)

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.