Vera - 01.04.1987, Blaðsíða 19

Vera - 01.04.1987, Blaðsíða 19
feminismi hefur enn sem komið er enga kenni- setningu. Feminismi er vitund kvenna orðuð á allan hugsanlegan hátt. (Tímaritið The Free- woman, 1911) Þórhildur Ljósm. : Jens feminismi hefur það að markmiði að hver kona hafi tækifæri til þess að verða það sem verðleik- ar hennar bjóða upp á. (Millicent Garret Fawcett, 1878) Þessar tilvitnanir eru fengnar úr bókinni ,,A Feminist Dictionary” — (feminisk oröa- bók) Cheris Kramarae og Paula A. Treichler, Pandora Press, Boston, London og Henley, 1985. Ms þýddi. Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri: „Feministi trúir á eigin viðleitni Já, ef ég skil þetta erlenda orö rétt, er ég ..feministi". (í öllum bænum lýsið eftir góöu íslensku orði.) Feministi er kona sem á einhvern hátt vinnur að málefnum kvenna, þ.e. réttindabaráttu einhvers konar, vegna þess að hún hefur komið auga á óréttlætið sem konur eru beittar og svíður það, vill opna augu umhverfisins fyrir því og ráða bót á, BREYTA VIÐHORFUM. Engin ákveðin uppskrift er til. Það getur verið allt frá því að ræða kvennamál yfir kaffibolla með nágrannakonu í morgun- kaffinu, til þess að sitja á Alþingi. Það sem skiptir máli er að vera vakandi, sýknt og heilagt, vera eins og radar á umhverfið og draga allt í efa, setja spurningamerki við allt sem hún heyrir og sér. Feministi gerir sér grein fyrir að staða og lífsskilyrði kvenna, afstaða til kvenna, launa kvenna, mat á störfum þeirra heima og heiman, ofbeldi á konum, uppeldi og mótun er engum til- viljunum háð. Allt er þetta afsprengi ákveðins samfélagsmynsturs — hugmyndafræði. Jafnframt veit hún að hugmyndafræði er mannanna verk, háð aðstæðum hverju sinni og því eru breyting- ar á ástandi mögulegar, gagnstætt öflum sem mannlegur máttur ræður ekki við. Það er þessi vissa um möguleika á breytingum til batnaðar sem er aflvaki feministans. Varðandi vinnubrögð er ekkert til sem heitir rétt eða rangt. Hver kona hefur sinn persónulega stíl og velur sína eigin leið. Ef til vill er hún í opinberu lífi, t.d. stjórnmálum, listum, fjölmiðlum eða verkalýðsbaráttu. Hún getur líka valið að vera virk í félags- málum, hafa áhrif á vinnustað, valið nám með tilliti til gagnsemi fyrir konur eða sinnt rannsóknum. Hún getur valið að einbeita sér að sínu nánasta umhverfi, heimili og börnum og sá þar fræj- um. Líklegasta leiðin er grasrótarleiðin. Sá fræjum sem víðast. Enginn akur er svo hrjóstrugur að ekki megi kveikja þar eitthvert líf. Aðalatriðið er að hún gefist ekki upp þó hún geri sér grein fyrir að það að tala sífellt máli kvenna og vera óþreytandi við að benda á óréttlætið í garð þeirra er ekki líkleg leið til vinsælda og áhrifa. Feministar fara oft talsvert í taugarnar á karlmönnum, sér- staklega ef þeir hafa einhver völd, sjálfsvarnarkerfið fer í gang og allt er tínt til, konunum fundið allt til foráttu. En feministi er auðvitað ekki eins og hver önnur plága hvar og hvenær sem er, hún velur stund og stað, aðferðir og leiðir. En erindinu gleymir hún ekki. Hún lítur í kringum sig á vinnustað, ber saman laun, aðstöðu og áhrif kynjanna. Hún hugar vel að samræðum manna. Hver eru viðhorfin? Hún hlustar eftir tungu- taki og málnotkun. Hún athugar vel þá mynd sem fjölmiðlar gefa af samfélaginu og tekur sjálfstæða afstöðu. Hún athugar hlutföll kynja í félögum, stjórnum og ráðum. Hún les bækur með kvenlegri sýn, hún horfir á leikrit með kvennagleraugu á nefi, hvað sem aðrir hafa sagt, hún athugar námsbækur barna sinna og bendir þeim á misfellur. Endalaust er hægt að telja. Feministi trúir að lífsýn kvenna sé hverju samfélagi nauðsyn- legt, heiminum nauðsynleg. Hún trúir að sá dagur komi, ef farið verði að hlusta á konur, að heimurinn verði betri, menn búi við frið og í sátt hverjir við aðra og náttúruna. Feministi trúir því að hennar eigin viðleitni skipti miklu máli. 19

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.