Vera - 01.04.1987, Blaðsíða 24

Vera - 01.04.1987, Blaðsíða 24
bannsvæði, dregur bara upp nýja mynd af ástum barna allt ósköp fallegt og elskulegt. Annars ætti að vera hægt að skrifa góðar sögur fyrir börn sem koma inn á bannsvæði. VH: Já, ég man líka eftir öðru sem ég var lengi upptekin af og hafði áhyggjur af og það var, að ég var ekki alveg viss um að ég væri eðlileg í útliti. Þegar ég fór til læknis t.d. þá var ég hrædd um að að einhver segi, ,,nei, en hvað þú ert einkennileg“ seinna hef- ur mér skilist að svona hugsanir burðast margir með og að klám- blöð geta stundum verið eina leiðin a.m.k. sú nærtækasta sem maður hefur til að bera sig saman við aðra. Einu sinni þegar ég og besta vinkona mín vorum litlar lásum við um sjálfsfróun í fræðibók í fyrsta sinn. Við fórum snemma í skól- ann morguninn eftir og tókum allar stelpurnar fyrir, eina og eina um leið og þær komu, sögðum þeim frá því sem við höfðum lesið og spurðum þær ,,gerir þú það?“ Og allar nema ein eða tvær sögðu já. Og önnur þeirra sem fyrst hafði neitað, kom aftur, eftir að hún komst að því að hinar stelpurnar höfðu játað og viður- kenndi að hún gerði það líka. Þaö er ekki svo lítill húmor sem felst í svona sögum. Um þetta er hægt að skrifa eitthvað ofsa skemmti- legt ekki satt? Ég man líka eftir strák í hverfinu, sem vildi að við tækjum niðr- um okkur buxurnar fyrir hann. Fyrst fannst okkur ekki nokkur ástæða til þess. Við sögðum frá honum heima og mamma að- varaði okkur eindregið; svoleiðis nokkuð máttum við aldrei gera og við máttum ekki vera með honum. Þó fór þetta að verða svolítið spennandi. Við ákváðum reyndar að hann yrði að gera eitthvað í staðinn. Eftir mikla umhugsun ákváðum við að hann ætti að éta nokkur rauð, eitruð ber sem búið var að stranglega banna okkur að borða. Hann átti að innbyrða 10 eitruð ber. Við vorum alveg vissar um að hann mundi deyja. Hins vegar fannst okkur það ekki vera svo hræðilegt að hann dæi úr því að það var hann sem hafði stungið upp á því að við tækjum niðrum okkur buxurnar fyrir hann. ÞSK: Þessi saga gæti líka orðið þrumugóð, full af spenningi og hlátri. VH: Enallar minningareru ekkijafn skemmtilegar. Ég man eftir því þegar ég var í 7. bekk að við bróðir minn vorum einu sinni ein uppi í sumarbústað og notuðum tækifærið til þess að rannsaka svolítið kynlíf. Þetta hvíldi á mér eins og mara í mörg herrans ár. Þetta var svo mikið leyndarmál að ég gat ekki einu sinni sagt vin- konum mínum frá því. Ég gat bara sagt frá því að ég átti mér leyndarmál, en að það væri svo ferlegt, svo ofboðslegt að ég gat ekki sagt þeim frá því, og að ég yrði aldrei hamingjusöm aftur. Sektarkenndin og angistin sem ég hafði var mjög sterk í mörg ár. Ég hugsaði oft meðvitað og skýrt um það að hefði ég ekki lent í þessu þá hefði ég getað verið fullkomlega hamingjusöm. Seinna hefur mér skilist að ég hefði getað komist hjá skömminni og angistartilfinningunni hefði ég bara vitað svolítið meira. Ég er sammála þér, það gæti vissulega haft mikla þýðingu fyrir börn að kynnast þessum hliðum lífsins í bókum sem eru ætluð þeim. ÞSK: Það er líka allt annað að kynnast slíku í bókmenntum en t.d. hjá nákomnu fullorðnu fólki eða í fjölfræðiorðabókum. En ennþá verra er þó að börn skuli þurfa aö leita til klámblaða til þess að fá skýringar eða svörun við hugsunum sínum og reynslu, vegna þess að ekki eru til almennilegar aögengilegar bókmenntir sem eru skrifaðar fyrir þennan aldurshóp. Það hlýtur að vera í verkahring fullorðna fólksins að skrifa barnabækur sem fjallar um þessa hlið mannlegs lífs. VH: Já, þetta er sjálfsagt rétt hjá þér, en það er kannski ekki svona einfalt, þó svo að maður gæti vel hugsað sér að takast á við það: Það er ekki nóg að efnið henti börnum, það þarf líka að finna nothæft form og mál. ÞSK: Ég held að í þessu samhengi geti bækur eins og „Birkir + Anna, sönn ást“ og „Gegnum skóginn" gegnt mikilvægu hlut- verki þar sem þær sýna aö erótík, þessar spennandi og leynilegu tilfinningar eru líka barnanna, og það er hægt að fá svörun við þeim án þess að spila sig kynbombu eða töffara. það er ekki nauðsynlegt að spila sig fullorðinn til þess að erótík sé eðlileg og leyfileg. VH: Ég hef verið gagnrýnd, einkum af kennurum fyrir það að r ”EgaQfia Heikvaeð eða að vera syna hvað gað reynaað beimskir. Én „ drar enj að Se9ja frSh ^inleaa err 'ra ^ernig ^ í bókinni „Birkir + Anna, sönn ást“ er Önnu ekki refsað í lokin þegar hún hefur hagað sér illa og verið vond og klippt fléttuna af Ellen. En mér er ómögulegt að enda bókina með refsingu. ÞSK: Hún sér nú eftir því sem hún gerði, en bara af því hún missti Birki. Henni var skítsama um Ellen sem hún hafði klippt af fléttuna. í „Birkir + Anna, sönn ást‘ hefur þú annars valið dálítið svart/ hvíta persónusköpun. Við fáum samúð og skiljum vel Önnu sem er ástfangin, þrátt fyrir ýmsa galla hennar og óafsakanlega hegð- un á stundum, svindl og andstyggilegheit. En keppinautur henn- ar Ellen er aftur á móti óþolandi leiðinleg og vitlaus. Þú hefðir ef til vill getað valið milliveginn? VH: í „Birkir + Anna, sönn ást“ hef ég víst leyft húmornum að ráða mikið ferðinni. Ef vitleysan úr henni Ellen getur verið fyndin þá hef ég freistast til að nota hana. ÞSK: Já, það er enginn vafi á að þetta er fyndið og fellur í kram- ið hjá krökkunum. Ég las bókina nokkrum sinnum fyrir 10 ára krakka og það var alveg greinilegt að sagan hitti í mark hjá þeim og að þeim fannst þau þekkja persónurnar sem þú lýstir. Og sú sem þau könnuðust best við var einmitt Ellen. En þú fullyrði að þú sért ekki að hugsa um uppeldisfræöina í bókunum þínum? VH: Já, a.m.k. er mér þaðekki mikilvægt. Þettasnýst á margan hátt um það að foreldrarnir vita ekki almennilega hvað krakkarnir eru að fást við og geta þess vegna ekki skilið leiki þeirra og við- brögð. Þess vegna verða foreldrarnir áhyggjufull og uppgefin á hvað barnið er furðulegt og krefjandi á meðan við sem lesum, sem vitum um allt sem þau upplifa sjáum að viðbrögðin eru ekkert skrítin, og börnin ekkert „óþolandi krakkar". Ég held að þetta sé eitthvað sem er mér mikilvægt í öllum mín- um bókum. Þetta að foreldrarnir halda að þeir viti allt um börnin og geti sagt t.d. „þú mátt ekki vera í fýlu, þú sem hefur það svo gott. Hugsaðu þér bara, þú hefur allt til alls og hugsaðu um þá sem ekkert eiga,“ o.s.frv. Barnið veit mjög vel að vandamálið er á allt öðru plani en maður má ekki tala um það. ÞSK: Maður leyfir sér svona einföldun bara af því að maður er að tala við barn. En jafnvel börn finna vel að þetta er yfirborðslegt því að þótt þau hafi „allt til alls“ eru þau hrædd, óróleg, langar ýmislegt sem erfitt er að koma orðum að og fá aðra til að skilja. Ég hef tekið eftir því að aðalpersónurnar stelpurnar í bókum þínum eiga það sameiginlegt, já kannski eiga öll börn það sam- 24

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.