Vera - 01.04.1987, Blaðsíða 27

Vera - 01.04.1987, Blaðsíða 27
( Valgerður Bjarnadóttir flókin eöa erfið og þær geröu sér í hugarlund en strákarnir finna aö kvennastörfin eru bæöi skemmtilegri og erfiðari en þeir höföu ímyndað sér. Framtíöin ein getur skorið úr um hve mikið svona fræðsla getur haft áhrif á starfsvalið. Hugsanlegt er að færa þessa fræðslu í 8. bekk því það hefur sýnt sig að krakkarnir eru mjög upptekin af samræmdu prófun- um í 9. bekk. Einnig hefur framkvæmd á kynningu fram- haldsskólanna dregist. Gerð verður úttekt á þessum vetri og framkvæmdin lagfærö í Ijósi fenginnar reynslu. Erfitt að finna vinnustaði Verkefnið tengist 240 krökk- um hér í bænum. Námið skipt- ist mismunandi eftir skólum annað hvort eru 2 tímar á viku allan veturinn eða 4 tímar á viku á haust- og vorönn. Haft var samband við u.þ.b. 120 vinnustaði því það er bara einn sem fer á hvern vinnustað í senn. Það reyndist ekki alltaf auðvelt að útvega krökkunum það sem þau vildu því stundum vildi 80% bekkjar fara á sama vinnustað og halda þurfti í regl- una að einn af vinnustöðunum þremur sem krakkarnir heim- sóttu væri óhefðbundinn fyrir þeirra kyn. Þau sem hófu náms- og starfsfræðsluna eftir áramót gekk betur að velja vinnustaði því þau höfðu þá heyrt af vinnustöðunum í gegnum kunningja sína og voru betur undir þaö búin að fara á vinnustað sem þau höfðu e.t.v. aldrei áður heyrt nefndan. En verkefnið nær til fleiri nem- enda en þeirra í 9. bekk. I menntaskólanum er verið að virkja krakkana í 4. bekk félags- fræðideildar til þátttöku i BRYT verkefninu. Þau vinna könnun I samráði við kennara sinn og Valgerði. Könnunin snýst um að athuga hvað hefur orðið um þá krakka sem lokið hafa grunn- skólaprófi undanfarin 3 ár. Sjá þannig i hvaða nám og störf þau hafa leitað. Til samanburð- ar verður svo kannað næstu 3 ár hvert þau leita sem notið hafa náms- og starfsfræðslunn- ar. Nú verður spennandi að sjá, Valgerður, hvaða niðurstöður þessar kannanir færa okkur. En hvað er fleira i gangi? í Verkmennatskólanum á Akureyri eru 7 stelpur á hefð- bundnum karlanámsbrautum, ég hef hitt þær allar og þær hafa stofnað vinnuhóp eða stuðningshóp svokallaðan. Engin af þeim vissi um tilvist allra hinna og það kom þeim öllum á óvart hvað þær voru fá- ar á þessum námsbrautum. Þær eiga það sameiginlegt með kollegum sínum á hinum Norðurlöndunum að þegar út á vinnumarkaðinn kemur eru þær oft mjög einangraðar. Þær ná kannski góðu sambandi við strákana í skólanum og í vinn- unni en utan veggja skólans og utan vinnutíma eru þær ekki með í vinahópnum. Þær ná ekki heldur alltaf sambandi við aðrar stelpur því áhugamálin eru oft ólík og þær stundum litnar hornauga vegna sér- stöðu sinnar að vera kona í hefðbundnu karlastarfi. Þetta er vandamál sem erfitt er að leysa meðan konur í hefð- bundnum karlastörfum eru svo 27

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.