Vera - 01.04.1987, Blaðsíða 28

Vera - 01.04.1987, Blaðsíða 28
fáar aö það er kannski bara ein kona á fjölmennum karla- vinnustað. Flestar konur þekkja sjálf- sagt stöðuna sem myndast þegar kona kemur í karlahóþ. Áhrifin eru bæði jákvæð og neikvæð og geta verið mjög neikvæð fyrir sjálfsímynd konu sem ein í karlahópi verður oft að laga sig að reglum hans bæði skráðum og óskráðum. Þær eiga þá erfitt með að halda kvenlegum eiginleikum sínum. Þess vegna hefur það reynst vel að þær stofni stuðn- ingshópa eða samskiptahópa til að rjúfa einangrunina og styðja hver aöra til að þær gef- ist hreinlega ekki uþþ. Eða eins og segir í fréttabréfinu okkar þá er menntun i karla- greinum ekki neitt undralyf fyrir konur sem eru að fara út á vinnumarkaðinn. Stelpur með sveinsbréfið upp á vasann koma oft að luktum dyrum hjá fyrirtækjum. Það er augsýni- lega mikilvægt að hvetja at- vinnuveitendur til að hugsa á nýjum brautum. Spurningin er hvaða aðferðir eru árangurs- ríkastar. BRYT efast um hversu mikið hvetja á stúlkur til Hvað hindrar konur? Hér á íslandi er atvinnuleysi meira falið svo aðgerðir bein- ast meira að konum almennt. að hasla sér völl í hefðbundn- um karlagreinum. Iðnnám hef- ur skilað sér verr fyrir stelpur en stráka, um það þera rann- sóknir á hinum Norðurlöndun- um vitni. Þar hafa aðgerðir líka beinst meira að ungum stúlk- um og atvinnulausum konum. Það þarf annarsvegar að gera stelþum í skólunum grein fyrir því að fleiri leiðir séu til og að gera þeim sem vilja kleift að velja þær. Hinsvegar þarf að bjóða fullorðnum konum nám- skeið í að stofna sín eigin fyrir- tæki og hvetja þær til að sækja um hærri stöður í þeim fyrir- tækjum sem þær vinna hjá. Brjótum múrana ætlar aö koma af stað aðgerðum til að auka fjölbreytni í starfsvali kvenna og að rannsaka hvað veldur og hvað viðheldur þeirri kynjaskiptingu sem er á at- vinnumarkaðnum. Athuga hvað hindrar konur í að fara í hefðbundin karlastörf og hvað það er í umhverfinu og í konun- um sjálfum sem hindrar/hvetur þær til að velja óhefðbundnar leiðir. — Hvað það er i kerfinu sem hindrar/hvetur bæði stráka og stelpur til að breyta út af hefðbundnu starfs-/náms- vali. Ein leiðin til að auka fjöl- breytni í námsvali stúlknaerað endurmennta kennarana. Ljóst er að stelpurnar fá minna af tíma kennara og námið, sér- staklega á eðlisfræði- og stærðfræðibrautum, er miðað meira við þarfir og reynsluheim strákanna. Það þarf því að undirbúa kennara í raungrein- um grunnskóla, menntaskóla og í verkmenntaskólum sér- staklega með tilliti til þessa. Það er nefnilega ekki nóg að hvetja stelpurnar til að velja raungreinar ef þær svo mæta engum skilningi hjá kennara sínum. Þær verða utanveltu í náminu og þurfa að leggja á sig meiri vinnu til að standa jafnfætis strákunum og helst að vera hæstar í bekknum til að fá einhverja viðurkenningu. Verkefninu er ætlað að bein- ast að konum sérstaklega til að auka fjölbreytni í náms- og starfsvali þeirra. Það hefur stundum verið sagt að koma kvenna inn í hefðbundnar starfsgreinar karla hafi beinlín- is lækkað launin og þarmeð veikt stöðu stéttarinnar sem veldur síðan því að karlarnir flýja í önnur störf. Þetta er ekki alveg rétt. Kannanir erlendis hafa sýnt að þegar körlum fækkar í ákveðnum stéttum vegna lélegra kjara eiga kon- urnar greiðari aðgang að þeim störfum og þá er líka beinlínis óskað eftir þeim. Möguleikar kvenna til starfanna aukast þannig í beinu hlutfalli við áhugaleysi karlanna. Til að auka þátttöku kvenna í öðrum greinum en hefðbundn- um kvennagreinum er einkum þetta á döfinni hjá Brjótum múr- ana, á Akureyri. Næsta verkefni Brjótum múrana er KONUR STOFNA FYRIRTÆKI sem hefst fyrstu helgina í apríl. Þessu nám- skeiði er ætlað að styðja konur sem hafa í hyggju að stofna eigið fyrirtæki. Námskeiðið er alls þrjár vinnuhelgar ásamt ráðgjöf á milli helganna og í a.m.k. 3 mánuði eftir að nám- skeiðinu lýkur. í undirbúningi er líka að koma á samskipta- neti kvenna á Akureyri og í nágrenni, til að styrkja stöðu kvenna og gera þær meðvit- aðri um stöðu sína og styrk. Svona samskiptaneti væri hægt að koma á fót með opn- um fundi fyrir allar konur sem starfa í og nema hefðbundnar karlagreinar. Þessar konur bæðifaglærðarog ófaglærðar, gætu t.d. skipt sér í hópa ann- aðhvort eftir starfsgreinum eða þá þverfaglega. í sumarverður svo væntanlega hrundið af stað rannsókn á stöðu kvenna í hefðbundnum karlastörfum. Hugsanlegt er að hafa þessa könnun á stærra svæði en verkefni Brjótum múranatekur til. Hægt væri t.d. að taka viðtöl við allar þær konur sem útskrif- ast hafa úr iðnnámi, hefð- bundnu fyrir karla, á undan- förnum 10—15 árum. Elín Hugsaðu vel um Veruna þína. Nú er hægt að fá möppu á 200 kr, merkta Veru í Kvennahúsinu, Hótel Vík. Þá er líka hægt að fá Veru frá upphafi, ef þig vantar í safnið. Hafðu samband, síminn er 22188. Bestu kveðjur, 28

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.