Vera - 01.04.1987, Blaðsíða 34

Vera - 01.04.1987, Blaðsíða 34
Dagvistar- heimili í einkaeign Nú nýverið samþykkti stjórn dagvista barna að leggja blessun sína yfir rekstur dagvistarheimilis í einkaeign og veita því vil- yrði fyrir rekstrarstyrk þegar það hefur starf- semi sína. Með þessari ákvörðun ef hún v- erður staðfest eru borgaryfirvöld að stíga eitt fyrsta skrefið í átt til aukinnar einkavæð- ingar félagslegrar þjónustu í borginni. Ef marka má orð borgarstjóra (sbr. greinina hér framar í blaðinu) eiga dagvistarheimili borg- arinnar eftir að verða harkalega fyrir barðinu á þessu fyrirbæri í framtíðinni. Tildrög þessa máls eru þau aö tvær konur, önnur fóstra og hin kennari, sækja um lóö fyrir nýtt dagvistar- heimili jafnframt því sem þær sækja um leyfi til aö reisa og reka ,,einkadagvistarheimili.“ Nú hafa borgaryfir- völd goldið að stofnframlagi frá ríkinu sem nemur 50% stofnkostnaðar og a.m.k. 50% rekstrarstyrk úr borgar- sjóði. Hin 50% sem vantar upp á stofnframlagið og reksturinn, hljóta að koma úr vasa foreldranna í formi dagvistargjalda. Hvorki borgaryfirvöld né foreldrar munu hins vegar hafa nokkuð um gjaldskrá heimilisins að segja þar sem þaö verður í einkaeign. Ef markaðslögmálin, þ.e. framboð og eftirspurn, verða látin ráða upphæð dagvistargjaldanna þá segir það sig sjálft að það er hægt að fara ansi hátt með þau. Vegna þess neyðarástands sem ríkir í dagvistarmálum eru giftir foreldrar með miðlungstekjur og þar yfir tilbún- ir til að greiða töluverðar upphæðir til að tryggja góða umönnun barna sinna. Má i því sambandi benda á að nú þegar greiða foreldrar um 11.000 kr. á mánuði fyrir átta tíma gæslu hjá dagmóður. Það eitt að dagvistar- gjaldið þarf að standa undir 50% stofnkostnaðar fyrir utan rekstur, gerir það að verkum að það getur aldrei orðið það lágt að hver sem er ráði við það. Á dagvistar- heimilinu Ósi, sem er foreldrarekið barnaheimili og byggir á verulegri sjálfboðavinnu, er dagvistargjaldið nú 11.000 kr. en þó er þaö rekið í húsnæði í eigu borg- arinnar og stofnkostnaður þar því tillölulega lítill ef miö- að er við nýbyggingu. Það þarf ekki að fara í neinar grafgötur með að rekst- ur einkadagvistarheimila býður heim aukinni mismun- un barna eftir aðstæðum og efnahag foreldra. Og það sem meira er, þeir sem hafa tekjur til að kaupa þjónustu þessara heimila njóta styrkja af opinberu fé til umönn- unar barna sinna meðan hinir tekjulægri verða bara að bjargast sem best þeir geta. Af þessum sökum er ég á móti því að umbeðinn stuðningur verði veittur þessu nýja einkadagvistarheimili þó hitt sé alveg Ijóst að fram- takið á m.a. rætur sínar að rekja til slælegrar frammi- stöðu borgaryfirvalda í uppbyggingu dagvistarheimila. Dagvistarrekstur á hins vegar ekki að vera undir einka- aðilum kominn heldur er það skylda borgarinnar að sjá öllum börnum sem þess óska fyrir góðum dagheimilum ekki síður en skólum síðar á lífsleiðinni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.