Vera - 01.04.1987, Blaðsíða 36

Vera - 01.04.1987, Blaðsíða 36
I heilsuverndina þ.e. mæðravernd, ungbarnaeftirlit og heimahjúkrun. Niðurstöðurnar í Golíat skýrslunni voru m.a. þær að rekstur heilsugæslustöðva væri mjög hagkvæmur og að neytendur lýsa yfir mikilli ánægju með þjónustu heilsugæslustöðvanna. Þannig að það er Ijóst að heilsugæslustöðvarnar veita ódýraog betri þjónustu en það kerfi sem við búum við í dag. Betri heilbrigðisþjón- usta skilar sér í bættri heilsu íbúa, sem aftur minnkar eftirspurn eftir dýrum sjúkrahúsplássum. Það gefur auga leið að það er mjög dýrt fyrir borgina að reka þetta tvöfalda kerfi, þ.e. heilsugæslustöðvar og gamla heimilislæknakerfið. Þess vegna er þessi seina- gangur Sjálfstæðisflokksins við uppbyggingu heilsu- gæslustöðva alveg fyrir neðan allar hellur. En hver er ástæðan? Hún er m.a. sú að Sjálfstæðis- flokkurinn aðhyllist frjálshyggju á öllum sviðum og þar er heilsugæslan ekki undanskilin. Sjálfstæðisflokkur- inn vill hleypa einkarekstrinum meira inn í heilbrigðis- kerfið þar sem framboð og eftirspurn ræður ríkjum. Dæmin sanna að í einkarekstri er fyrirbyggjandi starfi lítið sinnt. Heilsuverndarstarf er sérstaklega mikilvægt fyrir börn og gamalmenni og þessir hópar gefa lítið af sér til einkareksturs. Einkarekstur og gróðahyggja leiðir til þess að lappa upp á sjúkdóma en ekki fyrirbyggja. Stefna Kvennalistans er að efla alla heilbrigðis- fræðslu og auka allt fyrirbyggjandi starf. Kvennalistinn hefur gagnrýnt hversu mikill seinagangur er í uppbygg- ingu heilsugæslustöðva í Reykjavík. Við höfum mjög góða stefnu í heilbrigðismálum eins og sjá má í stefnuskrá okkar en nú er að knýja á svo hin fjölmörgu góðu málefni komist í gegn m.a. að hraðað verði uppbyggingu heilsugæslustöðva í Reykjavík. Hulda Ólafsdóttir Heilsugæsla í einkaeign í maí 1986 var samþykktur í Heilbrigðisráöi Reykja- víkurborgar samningur við Heimilislæknastöðina hf. Álftamýri 5 (Heilsugæslan Álftamýri 5). í samningi þess- um er Heilsugæslunni falið að sjá um, í tilraunaskyni heilsuvernd og heimahjúkrun í Háaleitis- og Laugar- neshverfi. Auk heimahjúkrunar var um að ræða ung- barna- og mæðraeftirlit. Samningurinn var til 6 mán. Reykjavíkurborg greiddi laun eins hjúkrunarfræðings og sjúkraliða í 50% starfi, auk þess sem Heilsugæslan fékk greidda 65.000 kr. á mánuði fyrir þessi verkefni og aðstöðuna sem þeir létu í té. í atkvæðagreiðslu í heilbrigðisráði bókuöu fulltrúar Kvennaframboðs og Framsóknar eftirfarandi: Við greiðum atkvæði gegn þessum samningi, aðallega af eftirfarandi ástæðum: Skýrsla nefndar, sem kannað hefur reynslu og kostnað af rekstri heilsugæslustöðva á Stór-Reykja- víkursvæðinu hefur enn ekki verið gerð opinber af óþekktum ástæðum. Niðurstöður þessara skýrslu hljóta að vera mikilvægar, þegar- taka á ákvörðun um breytingar á framtíðarskipan heilsugæslu í Reykjavík. Meðan ekki hefur farið fram almenn umræða um efni skýrslunnar og aðra möguleika, sem til greina koma, teljum við rangt að þvinga fram tilraunaskipu- lag eins og hér er verið að gera. Auk þess verður að teljast vafasamt, að hægt verði á svo skömmum tíma, sem gert er ráð fyrir í samningnum, að fá þá reynslu, sem nauðsynleg er til að meta, hvort þetta rekstrarform er heppilegt til frambúðar. Þann 20. febrúars.l. varendurnýjaðursamningur við Heimilislæknastöðina og þá til rúmlega eins árs. Þessi samningur er hliðstæður fyrri samningi að því undan- skildu að við bætist stöðugildi eins hjúkrunarfræðings, þannig að nú eru stöðugildi fyrir 2 hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða í 50% starfi. Þessir starfsmenn eru á laun- um hjá borginni en faglega lúta þeir stjórn læknanna sem starfa á eigin vegum. Sem sagt borgarstarfsmenn undir faglegri og rekstrarlegri stjórn einkaaðila. Auk þess greiðir borgin 100.000 á mánuði fyrir aðstöðuna og rekstur þess þáttar þ.e. mæðra- og ungbarnaeftirlit ásamt heimahjúkrun. Til viðbótar greiðir borgin 30.000 kr. á mánuði í bílastyrk. Borgarráð staðfesti þennan samning á fundi sínum 17. 3. ’87 meö atkvæðum Sjálfstæðismanna. Fulltrúi Kvennalistans greiddi atkvæði gegn honum með eftir- farandi bókun: Ég efast ekki um að með þessum samningi verður Heilsugæslan í Álftamýri faglega ágætlega í stakk búin til að gegna hlutverki heilsugæslu í Háaleitis- og Laugarneshverfi. Að auki yrði þarna um bætta þjónustu að ræða. Engu að síður greiði ég atkævði gegn þessum samningi þar sem ég tel að það rekstr- arform sem þarna er verið að taka upp sé líklegt til að ýta undir einkavæðingu í heilsugæslu. Ég er þeirrar skoðunar aö borgin eigi að vinna markvisst að því að lögin um heilbrigðisþjónustu taki að fullu gildi í Reykjavík. Má á það benda að Heilsu- gæslan í Álftamýri er borginni dýrari en sambærileg heilsugæslustöð sem starfaði samkvæmt þeim lög- um. Það á eftir að samþykkja þennan samning í Borgar- stjórn, en það verður væntanlega gert á næsta fundi þar. Borgarmálaráð Kvennalistans hefur rætt mikiö þessa ógnvænlegu stefnu Sjálfstæðisflokksins að koma á einkarekstri í heilbrigðiskerfinu en þetta er fyrsti vísir að því. Mörgum Sjálfstæðismönnum finnst þettaekki nógu langt gengið og má vænta að þeir gangi enn lengra næst. Á kostnað hvers verður það?????? H.Ó.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.