Vera - 01.04.1987, Blaðsíða 41

Vera - 01.04.1987, Blaðsíða 41
HEIMILISSTÖRFUM Á ÁFANGASTIGI Skýrsla félagsmálaráöherra um mat á heimilis- og umönnunarstörfum til starfsreynslu kom fram í byrj- un mars. Skýrslan kemur fram í framhaldi af þingsálykt- unartillögu sem þingkonur Kvennalistans lögöu fram á síðasta þingi og var samþykkt. Ýmislegt athyglisvert kemur fram í skýrslunni eins og t.d. þaö aö upphæðirnarsem um er að ræðaef heimilis- störf væru metin aö fullu á vinnumarkaðinum eru ákaf- lega lágar. Þar er því fyrst og fremst um aö ræöa viður- » kenningu á því aö heimilisstörf séu metin sem starfs- reynsla á sem flestum sviðum. Einnig kemur fram aö mismunandi er hvort heimilisstörf eru aðeins metin til starfsreynslu í hliðstæðum störfum eða án tillits til hvers konar starfs viðkomandi kemur til með að gegna. í Garðabæ, Kópavogi, Akureyri og Vestmannaeyjum eru þau metin til starfsreynslu óháð því hvaða störf konan kemur til með að gegna. Sigriður Dúna fjallaði um skýrsluna og þær tillögur sem koma fram í henni um hvernig meta skuli heimilis- störf til starfsreynslu. Eins og kom fram í síðustu Veru eru lagðar til þrjár leiðir sem allar ganga alltof stutt að mati Kvennalistans. Óskatillaga okkar er einfaldlega „Metin skulu til starfsreynslu heimilis- og umönnunar- störf þegar um hliðstæð störf er að ræða. Sama gildir um óskyld eða sérhæfö störf.“ Sigríður Dúna krafðist þess af félagsmálaráðherra að hann sæi til þess að mat á heimilisstörfum sem komi þegar til framkvæmda, jafnt hvað varðar opinbera starfsmenn og á hinum al- menna vinnumarkaði. Benti hún á að staða þessara mála væri algerlega óviðunandi og að sú ætlun ráðherrans að fela Jafnrétt- isráði það hlutverk að koma tillögunum á framfæri í samningum aðila vinnumarkaðarins væri alls ekki full- nægjandi. hann gæti gert slíkt sjálfur sem ráðherra í ríkisstjórn hefði hann viljann til. Sigrún Jónsdóttir FRAMBOÐSLISTAR VESTFIRÐIR NORÐURLAND EYSTRA SUÐURLAND * 1. Sigriður Björnsdóttir, kennari, ísafirði 2. Arna Skúladóttir, hjúkrunarfræðingur, Suðureyri 3. Guöbjörg Þorvarðardóttir, dýralæknir, Hólmavík 4. Sigríður Steinunn Axelsdóttir, kennari, ísafiröi 5. Þórunn Játvarðardóttir, starfsstúlka, Reykhólum 6. Margrét Sverrisdóttir, matráðskona, Örlygshöfn 7. Ása Ketilsdóttir, húsfreyja, Laugalandi v/ísafjaröardjúp 8. Guðrún Janusdóttir, hótelstjóri, ísafirði 9. Sigríöur Ragnarsdóttir, skólastjóri, ísafirði 10. Rósa Hallgrímsdóttir, Ijósmóðir, ísafiröi 1. Málfríður Sigurðardóttir, Jaðri, Reykjadal 2. Jóhanna Þorsteinsdóttir, Akureyri 3. Jóhanna Rögnvaldsdóttir, Stóru-Völlum, Bárðardal 4. Edda Hrafnhildur Björnsdóttir, Raufarhöfn 5. Sigurborg Daðadóttir, Akureyri 6. Ásta Baldvinsdóttir, Húsavík 7. Hólmfríöur Jónsdóttir, Akureyri 8. Jóhanna Helgadóttir, Dalvík 9. Ingibjörg Gísladóttir, Mývatnssveit 10. Bergljót Hallgrímsdóttir, Haga I, Aðaldal 11. Gunnhildur Bragadóttir, Akureyri 12. Margrét Samsonardóttir, Húsavík 13. Bjarney Hermundardóttir, Langanesi 14. Elín Antonsdóttir, Akureyri 1. Kristín Ástgeirsdóttir, kennari, Rvik. 2. Lilja Hannibalsdóttir, hjúkrunarkona, Selfossi 3. Ragna Björg Björnsdóttir, húsfreyja, Hvolsvelli 4. Edda Antonsdóttir, kennari, Vík 5. Sigurborg Hilmarsdóttir, kennari, Laugarvatni 6. Ólafia Siguröardóttir, meinatæknir, Selfossi 7. Guörún Halla Jónsdóttir, kennari, Kirkjubæjarklaustri 8. Ólína Steingrimsdóttir, verkakona, Selfossi 9. Drifa Kristjánsdóttir, húsmóöir, Selfossi 10. Kolbrún Baldursdóttir, húsmóðir, Vestmannaeyjum 11. Margrét Aöalsteinsdóttir, sjúkraliðanemi, Hverageröi 12. Sigrííur Jensdóttir, bæjarfulltrúi, Selfossi 41 L

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.