Vera - 01.12.1987, Blaðsíða 2

Vera - 01.12.1987, Blaðsíða 2
Meðal efnis í þessari Veru er umfjöllun um bók, sem nýlega kom út í Bandaríkjunum og er um hug kvenna í garð eiginmanna sinna. Nið- urstöður bókarinnar eru þær, að konur séu fjúkandi reiðar út í karla sína og jafnvel komnar á fremsta hlunn með að fleygja þeim á dyr sem félögum. Og hver er ástæðan? Jú — ástæðuna telur bókin vera þá, að „nútímakonan sitji uppi með úreltan karl“, — karl sem er ekki reiðu- búinn til að axla ábyrgðarhlutverk kvenna með þeim, á meðan konur hafa gengið í hlutverk karla á vinnumarkaði og á stjórnmálasviðinu. Hvort sem niðurstöður þessarar bókar eru teknar trúanlegar eða ekki, er hinu ekki að neita, að ýmis teikn benda til þess að nú sé þar komið í kvenfrelsisbaráttunni að velta þurfi upp spurningum um hlut karla í atburðarrásinni. Ytri forsendur þess, að jafnstaða kynjanna náist eru alltaf að skána. En hversu varanleg verður sú jafnstaða ef innri for- sendurnar, forsendur einkalífsins, eru ekki fyrir hendi? Það keppist hver um aðra þvera að lýsa því hvernig konur axli tvö- faldar skyldur heimilis og einkalífs nú orðið. Þá er átt við þá augljósu staðreynd, að ekki einungis vinna flestar konur utan heimilis heldur sinna þær húsverkunum heima hjá sér að þeim vinnudegi loknum. Þetta þarf auðvitað að breytast. En því má ekki gleyma að hér er um mikilvægari hluti að ræða en það, hvort skúri gólfin. Eins og við allar vitum, eru heimilisstörf meira en það að halda húsinu hreinu og gljá- inn á parkettinu verður aldrei mælistika á hamingju heimilisfólksins. í heimilisstörfum felst sköpun tilfinningatengsla, umönnun og ábyrgðartilfinning gagnvart velferð þeirra sem á heimilinu búa. Og það er þessi ábyrgðartilfinning sem konurnar í fyrrnefndri bók eru að væna karla um að vilja ekki kynnast og bera með þeim. Þær héldu að karlarnir myndu láta sér það í léttu rúmi liggja að breyta sínum við- horfum rétt eins og þær sjálfar endurskoðuðu sín. En karlar hafa ekki orðið við þeirri kröfu. Þeir hafa haldið sínu striki, gefið konum svig- rúm inni á sínu sviði án þess að stíga skref út úr sínu úrelta karl-hlut- verki. Við getum kannski verið án úreltu karlanna, en viljum við vera án karla? Ef svarið er nei — þá verðum við að fara að gera eitthvað í þessu með karlmennl! Ms. VERA 6/1987 — 6. árg. Útgefendur: Kvennaframboðið í Reykjavík og samtök um Kvennalista. Símar: 22188 og 13725 í VERU NÚNA: 3—4 Lesendabréf 5—6 Kvennasaga 7 Tvö Ijóð 8—9 Neyðaróp eöa stríðsyfirlýsing 10—12 Langþreyttar 13—16 Þeir hafa dagað uppi eins og nátttröll 17 Myndasaga 18—19 Hvenær verða allir með? 19 Janus2 20—21 Friöarkeöja 22 Alveg spes 24—29 Skáldkonur kynntar 30—33 Borgarmál 34—37 Þingmál 38 Héðan og þaöan 40—41 Á bókamarkaðinum 42—43 Um bækur 44—45 Uppáhalds bækurnar mínar Mynd á forsíðu: Ljósmynd: Rut Hallgrímsdóttir Fyrirsæta: Snæfríður Baldvinsdóttir Kærar þakkir til Mörtu Bjarna- dóttur í Evu Ritnefnd: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Kristín Blöndal Magdalena Schram Ragnhildur Eggertsdóttir Brynhildur Flóvenz Elín Garöarsdóttir Bergljót Baldursdóttir Snjólaug Stefánsdóttir Starfsmaður Veru: Kicki Borhammar Ábyrgð: Brynhildur Flóvenz Fjármál: Ragnhildur Eggertsdóttir Dreifing og auglýsingar: Stella Hauksdóttir Setning og filmuvinna: Prentþjónustan hf. Prentun: Prentberg Bókband: Félagsbókbandiö 2 Ath. Greinar I Veru eru birtar á ábyrgö höfunda sinna og eru ekki endilega stefna útgefenda.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.