Vera - 01.12.1987, Blaðsíða 5

Vera - 01.12.1987, Blaðsíða 5
TeinaT LT ti ssíff:«: S{íííffeÆrS', ^ŒáSeágift &«»:•! —~=áia«^BS» MÆÐRA- SAMFÉLÖG ,,Eini afgerandi munurinn á mönnum og dýrum er e.t.v. ekki annar en sá sem birtistí hinni mannlegu samfélagsskipan,- karlmannadrottnun og pýramídastjórn- skipan." (Marilyn French: Beyond Power, 1986, bls. 10) Stundum þegar leitað er skýringa á mannlegri hegðun er svip- ast um meðal dýra og reynt að finna þar hliðstæður. Finnist þær eru dregnar af þvi þær ályktanir aö umrædd hegöun manna sé náttúruleg og þar með óbreytanleg; um sé aö ræða eðlislægt at- ferli sem sé rótfest í erfðavisum tegundarinnar. Því sé eins farið meðal skyldra tegunda. Niðurstöður af vísindalegum dýrarannsóknum allt fram á þenn- an dag benda vissulega til þess að margt sé likt með skyldum; dýrum, einkum þeim sem eru líkust okkur, og mönnum. Þannig telja dýrafræðingar og aðrir visindamenn sig hafa fundið mörg hin sömu einkenni i dýra- og mannasamfélögum. Menn hafa fundið sterkan foringja karlkyns sem kúgar sér veikari karldýr, foringja eða leiðtoga sem verndar gegn hættum, finnur bestu beitilöndin o.s.frv. Einnig er hann talinn vernda ungviðið og kvendýrin. Þessi 5

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.