Vera - 01.12.1987, Blaðsíða 6

Vera - 01.12.1987, Blaðsíða 6
foringi fær nokkuð fyrir snúð sinn. Hann trónir efst í virðingarstig- anum, fær fyrstur af bráðinni og hefur frjálsan kynferðislegan að- gang að kvendýrunum. Samkvæmt þessu eru dýrin í hæsta máta ,,mannleg“ að minnsta kosti sé vestræn feðramenning höfð sem viðmiðun. Nú eru margir fræðimenn farnir að draga í efa þessar niðurstöð- ur sem munu byggja á afar hæpnum forsendum. Nýjar dýrarann- sóknir leiða í Ijós að dýrin eru ekki eins ,,mannleg“ hvað varðar árásargirni, ofbeldi, valdauppbyggingu og kvennakúgun og fyrri rannsóknir bentu til. Að öllum líkindum mega menn sitja einir að þeim „heiðri" að hafa náð langt í þessum greinum. Marilyn French rekur þetta ágætlega í áðurnefndri bók sinni og styðst þar við þekkta fræðimenn eins og Nancy Tanner, Adrienne Zilman og Donna Haraway. Ályktanir þessara fræðikvenna og margra annarra vísinda- manna sem hér verða ekki nefndir eru í stuttu máli á þessa leið: Það er móðgun við dýrin aö eigna þeim alla verstu lesti vestrænn- ar feðramenningar. Árásargirni dýra er afar misjöfn eftir tegund- um og hún er það einnig eftir aðstæðum. Karldýrin eru ekki árás- argjarnari en kvendýrin og þau eru ekki hættuleg ungviðinu. Væri svo dæi tegundin út. Hugmyndir manna um sterka foringjann á ekki við rök að styðjast. Karldýrin flýja jafnvel fremur en kvendýrin þegar hætta steðjar að. Það er um virðingarröð að ræða meðal sumra dýra en virðing karldýrs fer eftir stöðu móður þess en ekki stærð viðkomandi. Nauðgun er óþekkt og ekkert karldýr hefur óhindraðan kynferðislegan aögang aö kvendýrunum. Kynferðislíf dýra virðist næsta prútt og hófsamlegt. Það karldýr sem nýtur mestrar virðingar er ekki virkara kynferðislega en hin. Kvendýr sem nýlega hefur fætt nýtur mestrar virðingar í hópnum og færist sú virðing jafnan yfir á næstu nýja móður. Vald til að stjórna öðr- um (authority) fyrirfinnst hvergi í samfélögum dýra, hvorki prímata né annarra. Slíkt vald er aðeins að finna meöal manna. Leitað að réttlætingu og afsökun Af þessu má sjá að rannsóknir og vísindi eru harla brotgjörn. Hvort tveggja er oft á tíðum fyrst og fremst menning og „vísinda- legar" niðurstöður því litaðar af skoðunum, hugmyndum og ósk- um fræðimanna. Svo er að sjá sem í umræddum rannsóknum hafi vísindamennirnir verið að leita í dýrasamfélögum bæði að réttlæt- ingu á og afsökun fyrir þeirri mannfélagsskipan eða menningu sem þeir sjálfir voru sprottnir úr, þekktu best og töldu hina einu mögulegu í nútímanum. Menningu þar sem ofbeldi er talið nauð- syn, árásargirni grundvöllur fyrir framförum og kvennakúgun óhjákvæmileg. Og þeir fundu það sem þeir leituðu að. Vitaskuld má ekki draga of víðtækar ályktanir um mannlegt samfélag af hegðun dýra einni saman enda er það ekki ætlunin. Það er líka ýmislegt í fréttum af forfeðrum og formæðrum hins viti borna manns (homo sapiens) sem bendir til friðsamlegrar sam- búðar þeirra innbyrðis og út á við. Sömu sögu er að segja af okkur sjálfum sem við í hroka okkar höfum kallað „kórónu sköpunar- verksins". Miðað við hegðun mannsins á jörðinni síðustu 5-6 þús. ár á hann þá nafngift ekki skilda. Kannski er meira að segja rangt og yfirlætislegt að telja eina tegund á þessari jörð annarri æðri en lát- um það liggja milli hluta að sinni. Sagan er sífellt að lengjast Um þessar mundir fleygir fram rannsóknum á mannlífi á svo- kölluðum forsögulegum tíma; þeim tíma sem litlar sem engar rit- aðar heimildir eru til um. Sá tími í sögu mannkynsins er miklu lengri en hin skráða saga og raunar er þessi saga sífellt að lengj- ast, mannkynið virðist vera mun eldra en talið var fyrir fáum árum. Hér er ekki rúm til að skýra grannt frá þeim heimildum sem stuðst er við þegar saga þessi er rakin en þær helstu eru núverandi sam- félög manna, þau sem kallast frumstæð eða vanþróuð, nýjar túlk- anir á eldri rannsóknum á þessum sömu samfélögum, fornmenjar ýmiss konar, riellamyndir og önnur listaverk, goösögur og loks sérkennilegir siðir og venjur sem ekki eru í takt við tíðaranda og venjur á viðkomandi stað. Marilyn French gerir grein fyrir mörgum þessara rannsókna í bókinni sem ég vitnaði til áðan og þetta eru nokkrar af þeim niður- stöðum sem hún kemst að: Það bendir flest til þess að mannkyn sé mun eldra en álitið hef- ur verið. Nútímamaðurinn er trúlega allt að 200 þúsund ára gam- all og saga hans var lengst af ekki jafn blóði drifin og full af ofbeldi og styrjöldum og saga síðustu 5-6 þúsund ára gefur til kynna. Hefðbundin mannkynssaga nær yfir þann tíma og er oftast talin nær öll saga mannsins en er ekki nema lítið brotabrot af henni. Forverar mannsins og formæður eru auk þess miklu eldri, allt að tveggja milljón ára gömul. Allan þennan tíma utan nokkur síðustu árþúsundin tókst þessu fólki að lifa saman í friði. Deilur risu að sjálfsögðu en „þessir menn bjuggu yfir þeirri kunnáttu í mannleg- um samskiptum sem dugði til aö leysa úr deilum. Menntun þeirra beindist að persónulegum tengslum og samvinnu og því hver skyldi vera hlutdeild hvers og eins í stærri heild“ (M. F. Beyond Power, bls. 17), Engin merki finnast um að menn hafi verið með vopnum vegnir og svo er aö sjá sem ófriöarseggir hafi orðið að yf- irgefa hópinn. í þessum fyrstu samfélögum manna ríkti jafnvægi og friður milli kynja og þetta voru blíðlyndir menn og félagslyndir. Vald yfir öðr- um mönnum var líka óþekkt, slíku valdi var ekki farið að beita fyrr en löngu síðar. Móðirin kjölfestan og aðalstjórnandinn Þessi fyrstu samfélög eða frumhópar manna byggðust upp í kringum móður og börn. Þau voru martilocal, þ.e.a.s. móðirin valdi aðsetursstað, makinn kom til hennar og hún var kjölfestan og aðalstjórnandinn í samfélaginu. Valdi var ekki beitt til að kúga aðra, ráða yfir þeim og ráðskast með þá heldur til að sjá um að allt færi vel fram og væri heildinni fyrir bestu. Mæðurnar voru e.k. uppalendur og stjórnendur fyrir hópinn og kenndu mönnum það sem þurfti til að lifa í friði. Darwin, Freud og aðrir þróunarsinnar hafa allt aðra mynd af þessum fyrstu mönnum. Þeir kalla þá „villimenn,, og við könn- umst öll við grínmyndirnar þar sem karlinn dregur konuna á hár- inu að hellismunnanum. Freud telur frumhóp manna hafa verið hóp af óstýrilátum strákum sem áttu sífellt í erjum við harðlyndan og óbilgjarnan föður. Föður og harðstjóra sem kúgaði þá og niður- lægði. Hann telur eðli manna illt að maðurinn sé fæddur með eðl- ishvatir sem ekki samrýmast siðmenningunni (vestrænni feðra- menningu). Hann verður því að bæla þær, bæði árásarhvötina og kynhvötina, ella getur farið illa. Á stigi ,,villimennskunnar“ (sbr. líka Engels) hafði hann ekki náð að göfga þessar hvatir og var því hömlulaus. Sannkallaður „villimaður“ sem nauðgaði konum og meiddi og drap eftir því sem verkast vildi. Fræðimenn runnir af eigin menningu Það lítur út fyrir að allar þessar kenningar séu úr lausu lofti gripnar. Fræðimennirnir sem settu þær fram voru svo bundnir af eigin menningu að þeir gátu ekki sett sér fyrir sjónir annars konar samfélög manna, jafnvel ekki þó að þeir sæju þau meö eigin aug- um. Friðsamleg sambúð manna í milli þar sem ekki var beitt drottn- unarvaldi og þar sem konur og karlar voru álíka frjáls var víðs fjarri hugmyndaheimi þeirra. Sennilega er líka um það bil að hrynja allt þróunarmódel 19. ald- ar fræðimannanna; hugmyndin um hinn ófullkomna mann í ár- daga sem er stöðugt að þróast upp á við. Um það ætla ég að fjalla í næstu grein svo og nánar um mis- munandi skilning á valdahugtakinu. Helga Sigurjónsdóttir 6

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.