Vera - 01.12.1987, Blaðsíða 9

Vera - 01.12.1987, Blaðsíða 9
...cöa STRÍÐS- YFIRLÝSING Bók, sem nýlega kom út í Bandaríkjunum og fjallar um hug kvenna í garö elskhuga sinna, hefur oröiö Veru umhugsunarefni, sem fest er á blað á næstu síðum hér á eftir. Niöurstööur þessarar bókar eru í sem stystu máli þær, aö konur séu fjúkandi reiðar út í karlmenn, jafnvel komnar á fremsta hlunn meö aö gefa þá upp á bátinn sem félaga og ástvini. Þegar viö ákváöum aö segja nokkuð ítarlega frá þessum niöurstööum, var það ekki vegna þess aö viö séum reiðubúnar til aö taka þær alveg trúanlegar og viljum mála skratt- ann á vegginn. Heldur vegna þess aö þaö hugarfar kvenna, sem kemur fram í bókinni á mjög svo ofsa-fenginn hátt er aö okkar mati fyrir hendi og þaö er full ástæöa til þess aö taka á þvf. Konum hefurvegnaö sæmilegaí baráttu sinni fyrirauknum réttindum, aukinni viröingu og bættri stööu. Konur eru aö klífa metoröastiga, axla ábyrgö í atvinnulífinu, stíga stór skref fram á viö á sviði stjórnmála. Ytri forsendur þess aö jafnstaða geti náöst eru alltaf aö skána. En hvað með innri forsendurnar, þær sem snerta einkalífið og sambönd okkar viö eiginmenn, elskhuga og bræður? Þaö er nú almennt og opinberlega viöurkennt að konur bera tvöfaldar byröar vinnumarkaöar og heimilislífs. Felur sú viöurkenning í sér aö þar meö sé markinu náö- var þaö þetta sem viö vildum? Viö teljum aö svarið hljóti aö vera nei. Þetta var ekki þaö sem viö vildum. Viö viljum aö karlarnir komi inn á okkar sviö rétt eins og viö höfum farið inn á þeirra. í kröfum okkar um jafnstööu og jafnrétti utan heimilanna fólst jafnframt krafa um jafnstööu, samvinnu og samábyrgö innan veggja heimilisins. Sú krafa viröist ekki hafa náö eyrum karlanna okkar. Þeir hafa ekki skiliö hana rétt. „Nýja konan situr uppi meö úreltan karl.“ Þetta reitir sumar okkar til reiöi, aörar til uppgjafar, enn aörar til einhvers allt annars. Hver sem viö- brögöin eru, þá er víst aö þau eru til staðar. Þau eru í röddum kvennanna sem hljóma í nefndri bók, í samtölum okkar í saumaklúbbnum, í Ijóöum og skáldsögum, í skilnaðar- pappírum á skrifboröi lögfræðingsins, í öllum bókunum sem verið er aö skrifa um karl- menn. Tökum á þeim! 9

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.