Vera - 01.12.1987, Blaðsíða 12

Vera - 01.12.1987, Blaðsíða 12
— 79% velta því alvarlega fyrir sér hvort þær eigi aö eyða jafn mikilli orku í ástarsambönd sín og þær gera og hvort slík sam- bönd eigi yfir höfuö að ganga fyrir ööru. — 98% óskuöu sér betri tjáskipta viö maka sinn/sambýlismann — ,,hann hlustar aldrei" er algengast kvörtun kvennanna (77%). — 71% þeirra kvenna, sem giftar hafa veriö lengi (óskilgreint) segjast fyrir löngu búnar aö gefast upp viö að ná sambandi viö karlinn sinn. — 70% þeirra, sem hafa verið giftar lengur en í 5 ár, sögöust hafa haldið fram hjá, fremuríleitaö tilfinningalegri nálægð en fjör- ugu kynlífi. — 87 % kvennanna sögöust eiga sitt nánasta vináttusamband viö vinkonu frekar en maka. — Fjórar af hverjum fimm sögöu sig þurfa aö berjast fyrir rétti sínum f sambandi/hjónabandinu. — 92% kvennanna sögöu karlmenn tala við konurí niörandi tón. — Konurnar kvarta undan því jafnframt því sem þær gegna hlut- verki móöur og ástgjafa, (87% telja karla vera tilfinningalega háöari konum en þær þeim) veröi þær nú aö axla fyrirvinnu- hlutverkiö líka. — Og Share fullyröir I niðurstöðum sínum aö karlar beiti konur sálrænu ofbeldi í einkalífinu og aö þetta ofbeldi birtist í móög- unum, fyrirlitningu, virðingarleysi, stríðni og árásargirni. Sorglegt! ,,En þetta er mjög sorglegt!" varð einni hér í Kvennahúsinu á orði, þegar niöurstööur bókar Share Hite bar á góma. ,,Já, þaö er sorglegt til þessaö vitaaöeiginkonurgeti ekki litiðá mennina sína sem sálufélaga og vin sem axlar ábyrgöir heimilislífsins meö henni, finnst ykkur þaö ekki?" Jú, okkur finnst það. En erum við hissa á þessum niöurstööum, hljóma þær trúverðuglega? Og — ef niðurstöður Share eru marktækar, hvernig stendur á þessu? Hvers vegna eru konurnar f bókinni- og e.t.v. fleiri- svona reiöar, svona svekktar? Hvernig stendur á þessu flóði ,,anti-karla" bóka á markaðnum — þær hefur svo sem rekið á fslensar fjörur líka. (Eru bækur um galla karlmanna og hvernig hægt er aö lækna/afbera þá annars endilega ANTI-karla bækur?) Nokkrar skýringar eru settar fram í Time-greininni: „Vænting- arnar til karla hafa aukist eftir því sem staða kvenna hefur batnaö", „Konurgera nú nýjarogauknarkröfur" — ,,Nýja konan situr uppi meö gamaldags karl", „ótal karlmenn eru ekki búnir aö venjast þeirri staöreynd að konan þeirra er ekki alveg eins og mamma þeirra var“... skýringarnar velta fram hver af annarri, „konur eru enn aö gefa meira en þær þiggja, en ég held aö þetta sé að lagast. Viö erum í byltingunni miöri og hún miðar í rétta átt." Enn er spurt: Eru bækur á borö viö þessa og „anti-karla" bóka- flóðið jákvæöar eöa neikvæðar fyrir þá byltingu? Já, segir Share. Hún telur bókina m.a. geta skýrt væntingar kvenna fyrir körlunum, „þaö er viss spenna á milli kynjanna núna og karlar haga sér illa en ég held ekki að sú hegðun sé þeim meöfædd." Gloria Steinem er sama sinnis og telur bækur á borö viö skýrslu Share hjálpa konum viö að skilja þá Þránda í Götu kvenfrelsis, sem búa innra meö þeim sjálfum. Aðrir eru þessu svo alveg ósammála og líta á bók Share Hite sem birtingu nýrrar gerðar kynbundinnar fyrirlitningar, sem sé engu betri en kvenfyrirlitning, þ.e. karlfyrir- litning. Hún muni stuöla aö enn dýpri gjá á milli kynjanna en ekki geta orðið til þess að brúa bilið. (Ms tók saman) 12

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.