Vera - 01.12.1987, Blaðsíða 16

Vera - 01.12.1987, Blaðsíða 16
„Nei, ég er ekki hissa á þessu. Ég er búin aö vera gift í 14 ár, viö eig- um fjögur börn. Viö vinnum bæöi úti allan daginn og komum jafnþreytt heim. Hann sefur fyrir framan sjón- varpið á meöan ég vaska upp, spjalla viö krakkana, hjálpa þeim að læra, set í þvottavélina, hengi upp úr henni, raöa í fataskápana, strauja skyrtuna hans. Ég geröi lengi vel mikla rellu út af þessu, eyddi mikilli orku í aö skipta verkunum en þaö kostaði of mikiö þrek og of mikið þras svo ég nenni því ekki lengur. Og já, ég skil konur sem segjast hafa gefist upp viö aö tala viö karlana sína af einhverju viti, ég held stund- um aö þeir tali bara annað tungu- mál. Ég veit ekki hvaö þaö er. Á laugardaginn var spuröi hann hvort viö ættum ekki aö drífa okkur út á ball — hann var búinn aö sitja og horfa á íþróttirnar allan eftirmiðdag- inn, ég þreif stigaganginn — þaö var okkar vika — og var aö affrysta ís- skápinn. Ég held hann viti ekki hvaö þaö er aö vera þreyttur. Skemmtileg- ustu tímarnir mínir eru í sauma- klúbb, fá eitthvaö æöislegt aö boröa sem einhver annar hefur eldaö og tala við fólk, sem veit hvaö maöur meinar, þaö er yndislegt..." „Þaö er stríö og blóðið rennur stríöum straumum. Þaö erum viö sem búum um sárin.“ sína sem tilfinningaverur. Auövitaö hefur þetta eitthvað breyst frá því sem var í gamla daga, þegar pabbar voru bara óþekktarstæröirí hugum barna, en þaö er samt staðreynd aö pabbar eru of sjaldan meö, þeim tekst ekki aö mynda tengslin." — Við héldum áreiðanlega, þegar við fórum að fara inn á verksvið karla í samfé- laginu að þeir myndu koma inn á okkar, það vareiffafþvísem við vildum vinna að. „En þeir hafa ekki gert þaö. Við höfum haldið áfram að vera ábyrgar fyrir því sem lýturað heimili, tilfinningum, einkalífinu og svo líka farið aö axla ábyrgö út á viö. Viö höfum tekið sjálfar okkur til endurskoöun- ar og orkan hefur fariö í þaö. Annað hvort gleymdum viö eöa hreinlega gáfumst upp viö að gera kröfur heima fyrir, vildum ekki vera aö „þrasa" þetta þú veist! og svo stöndum viö uppi meö alltí fanginu. Þetta er bara ekki rétt. Mér finnst full ástæöa til aö staldra við núna og huga aö hvert muni stefna ef haldið er áfram á sömu braut. Erum viö sjálfar að fara sömu ieiö og karlarnir? Viö höfum fariö út aö vinna meö þeim, skilið heimilið — ég á ekki bara viö verkin, heldur heimili í óeiginlegri merkingu — eftir og komið börnunum í pössun. Var þaö þetta sem viö vildum? Hvers vegna er vinna karla t.d. svona ginheilög? Hvers vegna getur karlmaður alltaf skotiö sér á bak viö þá af- sökun aö hann þurfi aö vinna? Getur pabbi ekki alveg eins fengiö frí úr vinnu vegna foreldrafundar og mamma? Og kannski vinnum viö of mikið. Nú þegar fyrirvinna heimilisins skiptist víöa milli tveggja ein- staklinga í staö eins hér áöur fyrr ætti aö skapast grundvöllur fyrir báða til aö stytta vinnutímann og skapa þannig fleiri sam- verustundir fyrir báöa til aö stytta vinnu- tímann og skapa þannig fleiri samveru- stundir meö börnunum. Umsvifin aukast, neyslan eykst, en á kostnað hvers? Tilfinn- inga, samvinnu, orkunnar, sem viö gætum verið aö gefa hvort ööru?" — Þú sagðir áðan að karlarnir hefðu Vera hrópará lesendur, hvort sem eru karlar og konur, aö segja álit sitt. Viö bíöum eftir bréfum frá ykkur, spurningum, svörum viö spurning- um, sem hér hafa verið settar fram. Það er alveg Ijóst aö þaö er einhver ólga í okkur, sem þarf aö fá útrás. Lokum okkur ekki inni! Viö teljum aö dagað uppi, að þeir væru eins og náttfröll og ég skil þig þannigað karlarnir hafi hrein- lega ekki fylgst með breytingunum heldur setiö sem fastast í sínum gömlu hlutverk- um. Er ein ástæðan sú að karlar hlusta ekki, ýta vissum umræðum frá sér á þann hátt, sem við höfum rætt um, þá ekki bara í einkalífinu, heldur líka úti við? Og þegar þeirhlusta ekki, er varla von þeirskilji upp né niður í neinu! Hvernig getum við fengið þá til að hlusta? „Mér finnst sú niðurstaða sem fram kemurí bók Share Hite býsna athyglisverð. Hún sýnir okkur aö ýmislegt hefur farið úr- skeiðis í samskiptum kynjanna, sem full ástæöa er til aö gefa gaum aö. Ástæða er til aö kynna hana rækilega meö þaö fyrir augum að koma af staö umræðum. Ég sé ekki betur en aö hér sé á ferðinni ágætis veganesti fyrir karlmenn á leið sinni til sjálfsskoðunar og endurmats." — Maður er dauðhræddur um að vera sökuð um að vilja efna til æsinga, að þetta sé stríðsyfirlýsing! Nei, alls ekki. Við höfum bæöi líkamlega og sálarlega þörf fyrir hvort annað. Því hlýtur það aö vera hagsmunamál beggja kynjanna að rækta meö sér gott samband sem leiðir til ánægjulegra lífs." — Ég held þeim sé kannski svo gjarnt að líta á öll sambönd, hvortsem það erá milli einstaklinga eða stofnana, sem valdasam- bönd og þá um leið valdabaráttu. Þeir eru að reyna að verja völd, sem þeir telja sig hafa... „En viö upplifum þetta alls ekki sem valdaslag. Og viö elskum þá, þetta eru feö- ur barnanna okkar, bræöur okkar og vinir. Þetta er sameiginlegt hagsmunamál og því viljum viö ekki leysa ágreining meö stríöi heldur með viðræðum og samvinnu. Þess vegna verðum við aö vera jákvæöar eöa nota þessa reiði á jákvæðan hátt, við get- um lagað þetta. En til þess þarf aö tala um hlutina." Ms. samskipti kynjanna í einkalífinu skipti okkur öll gífurlega miklu máli. Finnst ykkur þaö ekki líka? Skrifiö okkur, hringið, látið okkur vita. Byrjum samræöuna núna! Heimilisfangið er: Vera, Kvennahús- inu, Vallarstræti 4, 101 Reykjavík. 16

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.