Vera - 01.12.1987, Blaðsíða 18

Vera - 01.12.1987, Blaðsíða 18
Hann: „Þú hlýtur aö vera afar ánægö. Kvenna- baráttan hefur skilað árangri og nú getiö þiö snúið ykkur aö ööru.“ Hún: „Hvað kemur þér til aö halda aö barátt- unni sé lokið? Hann: „Hvaö? Ég sé konur alls staöar núna, þær vinna T bankanum mínum, fjárfestinga- félaginu mínu, aug- lýsingaskrifstofunni minni, alls staöar. Ég sé sífellt fleiri og fleiri konur.“ Hún: „Heldurðu aö karlar annist þá börn og heimili í sama mæ og konur?“ Hann: „Guö minn góður er þaö þaö sem sem þiö viljið??? Þaö verður aldrei...“ HVENÆR VERÐA ALLIR MEÐ? Þetta samtal er tekið úr grein eftir bandarísku kvenfrelsiskon- una Gloríu Steinem, þar sem hún fjallar um árangur kvenfrelsis- baráttunnar og framtíð hennar. Greinin birtist í júlí/ágúst hefti bandaríska kvennablaðsins Ms. Þetta samtal, sem Gloria átti við fjármálaráðgjafa nokkurn (karl- mann), verður síðan kveikjan að vangaveltum hennar um þessa afstöðu karlsins til jafnréttisbaráttunnar. Er hans hugmynd um jafnréttisbaráttu kannski hin almenna? Að nú sé nóg komið, jafn- rétti sé náð, konur séu alls staðar í þjóðfélaginu, hafi öðlast hið formlega jafnrétti og nú sé kominn tími til að stoppa? Gloria telur að enda þótt kannanir sýni að fólk sé almennt hlynnt jafnrétti kynjanna, eru þó andstæðingar jafnréttis margir og þá greinir hún í tvo hópa, virka andstæðinga (sem halda því enn fram að staða konunnar sé ákvörðuð af líffræðinni, trúnni, Freud eða bara einhverju) og óvirka andstæðinga (sem telja að feministar hafi einu sinni verið nauðsynlegir en nú sé þeirra ekki þörf lengur). Hinir óvirku andstæðingar kvenfrelsis kunna að sýnast hættu- minni en hinirvirku, en svo erekki og skilningsleysi þeirra lýsirsér best í spurningunni: „Hvers geta konur óskað sér frekar?" Og Gloria lætur ekki standa á svarinu, jú heilmikils því sannleikurinn 18

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.